Fara í efni

Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Sumarhátíð leikskóla Seltjarnarness
22.06.2006

Sumarhátíð leikskóla Seltjarnarness

Hin árlega sumarhátíð leikskóla Seltjarnarness var haldin 21. júní og fögnuðu þar starfsmenn og nemendur sumrinu. Dagurinn var nokkuð seinna á ferðinni en verið hefur sem helgast af því að júnímánuður hefur verið óvenju blautur þetta árið.
Fyrsti fundur nýkjörinnar bæjarstjórnar
19.06.2006

Fyrsti fundur nýkjörinnar bæjarstjórnar

Nýkjörin bæjastjórn Seltjarnarness kom saman til fyrsta fundar miðvikudaginn 14. júní síðast liðinn. Á dagskrá fundarins voru hefðbundin verk svo sem kjör í nefndir og ráðning bæjarstjóra.
Vinabæjarmót á Seltjarnarnesi
16.06.2006

Vinabæjarmót á Seltjarnarnesi

Nú stendur yfir vinabæjarmót á Seltjarnarnesi. Þar mætast fulltrúar frá norrænum vinabæjum Seltjarnarness sem eru Nesodden í Noregi, Höganes í Svíþjóð, Herlev í Danmörku og Lieto í Finnlandi.
Heimanámskerfið NemaNet tekið upp í Grunnskóla Seltjarnarness
12.06.2006

Heimanámskerfið NemaNet tekið upp í Grunnskóla Seltjarnarness

Í vor var heimanámskerfið NemaNet kynnt fyrir nemendum í 9. og 10. bekk í Grunnskóla Seltjarnarness og fengu nemendur aðgangslykla að kerfinu sem er nýtt vefkerfi fyrir heimanám. Ásta Kristrún Ragnarsdóttir námsráðgjafi er höfundur kerfisins og hefur hún fengið styrk frá menntamálaráðuneytinu til að innleiða kerfið í einn grunnskóla og einn framhaldsskóla. Grunnskóli Seltjarnarness og Menntaskólinn við Sund verða þróunarskólar Nemanetsins á næstu árum.
Sandkastaladagur leik- og grunnskólabarna
09.06.2006

Sandkastaladagur leik- og grunnskólabarna

Til að tengja saman leik- og grunnskóla var efnt til fjöruferðar með elstu börnin í leikskólunum Mánabrekku og Sólbrekku ásamt nemendum í 1. bekk Mýrarhúsaskóla.Verkefnið var að byggja sandkastala í fjörunni.
Fyrsti leikurinn á nýjum gervigrasvelli
09.06.2006

Fyrsti leikurinn á nýjum gervigrasvelli

Fyrsti leikurinn á splunkunýjum gervigrasvelli á Seltjarnarnesi fór fram á miðvikudagskvöld. Heimamenn Gróttu mættu þar liði Hamars frá Hveragerði sem hafði ekki tapað leik á mótinu. Það er skemmst frá að segja að Grótta fór með sigur af hólmi og urðu lokatölur 6-1.
Þríþraut í Sundlaug Seltjarnarness
08.06.2006

Þríþraut í Sundlaug Seltjarnarness

Um síðustu helgi var haldin þríþrautarkeppni í Sundlaug Seltjarnarness á vegum Þríþrautarfélags Reykjavíkur. Alls mættu 33 keppendur til leiks en þríþraut samanstendur af sundi, hjólreiðum og hlaupi.
Gamlar hleðslur finnast við Nesstofu
06.06.2006

Gamlar hleðslur finnast við Nesstofu

Við útskiptingu á jarðvegi við Nesstofu komu í ljós gamlar hleðslur. Um er að ræða bæjargöng gamla Nesbæjarins sem var þarna áður en Nesstofa var byggð.
Sjálfstæðismenn unnu sinn stærsta sigur á Seltjarnarnesi
29.05.2006

Sjálfstæðismenn unnu sinn stærsta sigur á Seltjarnarnesi

Sjálfstæðismenn styrktu stöðu sína á Seltjarnarnesi og bættu við sig manni í bæjarstjórn í kosningunum s.l. laugardag. D-listi Sjálfstæðismanna fékk 67,2% atkvæða og fimm menn kjörna. N-listi Bæjarmálafélags Seltjarnarness fékk 32,8% atkvæða og 2 menn kjörna.
Fjölmenni við opnun sundlaugar
26.05.2006

Fjölmenni við opnun sundlaugar

Hátíð var í Sundlaug Seltjarnarness í gær þegar laugin var opnuð eftir breytingar. Í sundlauginni er nú rennibraut, sjópottur, nýir heitir pottar, buslulaug með leiktækjum, eimbað og útibekkir. Auk þess hefur móttaka sundlaugarinnar fengið nýtt útlit og búningsaðstaða hefur verið endurnýjuð.
Rafrænt Seltjarnarness opnar
24.05.2006

Rafrænt Seltjarnarness opnar

Ný rafræn þjónustugátt Seltjarnarnesbæjar hefur verið tekin í notkun og boðar nokkur tímamót í þjónustu bæjarins við íbúa. Seltirningar geta nú rekið erindi sín við stjórnsýslu og stofnanir bæjarins á rafrænan hátt og sparað sér með því sporin.
Samið um byggingu hjúkrunarheimilis á Lýsislóð
23.05.2006

Samið um byggingu hjúkrunarheimilis á Lýsislóð

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, borgarstjórinn í Reykjavík og bæjarstjórinn í Seltjarnarneskaupstað undirrituðu í dag samkomulag um að byggja sameiginlega hjúkrunarheimili á svokallaðri Lýsislóð, en lóðin markast af Eiðsgranda og Grandavegi.
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?