Fara í efni

Vinnuskólinn 14-17 ára

Vinnuskóli Seltjarnarnesbæjar býður upp á sumarstarf fyrir 14-17 ára ungmenni.

Vinnuskólinn er fyrir ungmenni í 8.-10. bekk og 17 ára (árg. 2008-2011). Margvísleg verkefni vinnuskólans snúa mest að fegrun og hreinsun umhverfisins á Seltjarnarnesi samanber hreinsun og umhirðu á gróðurbeðum bæjarins, málun leiktækja, slætti, gróðursetningu sumarblóma og aðstoð inni á stofnunum bæjarins.

Ennfremur getur verið þörf fyrir störf ungmenna á leikjanámskeiðum sem er í höndum Íþróttafélagsins Gróttu og á golfvellinum sem er í höndum Nesklúbbsins.

Sumarið 2025 er í boði eftirfarandi vinna í Vinnuskólanum og er fyrirkomulagið sem hér segir:

2008 árgangur (eftir 1. ár í menntaskóla)

Vinnan felst í umhirðu á gróðurbeðum bæjarins, málun leiktækja, slætti, gróðursetningu sumarblóma og aðstoð inn á stofnunum bæjarins.

  • Vinnutímabilið er 6 vikur, frá 10. júní til 17. júlí 2025
  • Mæting kl. 08:30 á Vallarbrautarróló mánudaginn 10. júní.
  • Vinnuvikan er frá mánudegi til fimmtudags
  • Vinnutími er frá kl. 08:30 -16:30 með klukkutíma hádegishléi

Sækja um

2009 árgangur (eftir 10. bekk) 

Vinnan felst í umhirðu á gróðurbeðum bæjarins, málun leiktækja, slætti, gróðursetningu sumarblóma og aðstoð inn á stofnunum bæjarins.

  • Vinnutímabilið er 6 vikur, frá 10. júní til 17. júlí 2024
  • Mæting kl. 08:30 á Vallarbrautarróló mánudaginn 10. júní
  • Vinnuvikan er frá mánudegi til fimmtudags
  • Vinnutími er frá kl. 08:30 -16:30 með klukkutíma hádegishléi

Sækja um

2010 árgangur (eftir 9. bekk)

Vinnan felst í hreinsunar- og garðyrkjustörfum.

  • Vinnutímabilið er 3 vikur, annað hvort frá 10. júní til 3. júlí eða frá 7. júlí til 29. júlí 2025
  • Mæting kl. 08:30 á Vallarbrautarleikvöll annað hvort 10. júní eða 7. júlí.
  • Vinnuvikan er frá mánudegi til fimmtudags
  • Vinnutími er frá kl. 08:30 - 12:00

Sækja um: 10. júní - 3. júlí

Sækja um: 7. júlí til 29. júlí

2011 árgangur (eftir 8. bekk)

Vinnan felst í hreinsunar- og garðyrkjustörfum.

  • Vinnutímabilið eru 3 vikur, annað hvort frá 10. júní til 3. júlí eða frá 7. júlí til 29. júlí 2025
  • Mæting kl. 13:00 á Vallarbrautarleikvöll annað hvort 10. júní eða 7. júlí. 
  • Vinnuvikan er frá mánudegi til fimmtudags
  • Vinnutími er frá kl. 13:00 - 16:30

Sækja um: 10. júní - 3. júlí

Sækja um: 7. júlí til 29. júlí

Laun og útborgunardagar

  • Launakjör eru skv. upplýsingum launa- og mannauðsdeildar Seltjarnarnesbæjar
  • Útborgunardagar eru:
    1. júlí fyrir tímabilið 10. júní - 12. júní
    1. ágúst fyrir tímabilið 16. júní - 29. júlí (yngri árgangar fá fullnaðaruppgjör)
  • Fyrirspurnum er svarað í gegnum launadeild@seltjarnarnes.is 

Tímakaup 2025

Aldur Launataxti pr. klst.
13 - 14 ára (f. 2011) - 8. bekkur XXX kr. án orlofs
14 - 15 ára (f. 2010) - 9. bekkur XXX kr. án orlofs
15 - 16 ára (f. 2009) - 10. bekkur XXX kr. án orlofs

 

Reglur Vinnuskólans

Reglur vinnuskólans eru ekki margar en eru engu að síður mikilvægar.

  • Stundvísi skiptir öllu máli
  • Mæta klædd eftir veðri
  • Vera helst ekki með símann nema nauðsynlegt sé
  • Ganga vel um verkfærin og umhverfið
  • Hafa hjálm ef mætt er á hjóli
  • Öll notkun tóbaks og nikótíns er bönnuð, sama á hvaða formi það er, sem og neysla orkukrykkja. 

Félagslíf Vinnuskólans

Góður starfsandi, virðing og gleði eru mikilvæg í vinnuskólanum og stendur Vinnuskólinn fyrir viðburðum yfir sumarið þar sem markmiðið er að unglingarnir og flokkstjórarnir njóti dagsins saman. Unglingarnir fá þessa daga borgaða en flokkstjórar sitja í undirbúningsnefnd og sjá um skipulagningu daganna. Dæmi um viðburð er íþrótta- og leikjadagur.

 

Vinnuskóli Seltjarnarnesbæjar - starfræktur í yfir 50 ár.

Skólastjóri Vinnuskólans var lengst af Steinunn Árnadóttir garðyrkjustjóri en Vinnuskólinn er starfsstaður á annað hundrað barna og leiðbeinenda. Vinnuskólinn leggur metnað í að kynna fyrir nemendum sínum margskonar störf og verklag, þó sérstaklega almenn garðyrkjustörf. Markmiðið er að nemendurnir fái innsýn í atvinnulífið sem geti undirbúið þau fyrir áskoranir framtíðarinnar. Lagt er áherslu á að unglingarnir mæti á réttum tíma og taki fyrirmælum frá sínum yfirmönnum. Þrátt fyrir að markmiðið sé metnaðarfullt er grínið og gamanið ekki langt undan og er einnig lagt áhersla á að vinna sé líka skemmtileg og eru til þess gerðir viðburðir til að ýta undir það. Starfsstöð vinnuskólans er á Vallarbrautarleikvelli

Nánari upplýsingar:

Fyrirspurnum er svarað í gegnum vinnuskoli@seltjarnarnes.is og launadeild@seltjarnarnes.is

Einnig má hafa samband við Þjónustuver Seltjarnarnesbæjar í síma 5959 100

Síðast uppfært 14. mars 2025
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?