
29.11.2024
Öllum verkföllum KÍ aflýst
Leikskóli Seltjarnarness opnar aftur á mánudaginn en samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ hafa samþykkt innanhústillögu ríkissáttasemjara um ramma fyrir kjarasamninga.

29.11.2024
Valhúsaskóli fagnar 50 ára afmæli 1974 - 2024
Það var heldur betur skemmtileg 50 ára afmælishátíð í Valhúsaskóla í morgun þegar að nemendur, kennarar, foreldrar og fjölmargir bæjarbúar fögnuðu saman tímamótunum.

22.11.2024
Bæjarstjórnarfundur 27. nóvember 2024 dagskrá
Boðað hefur verið til 996. bæjarstjórnarfundar kl. 17:00 miðvikudaginn 27. nóvember 2024 í bæjarstjórnarsalnum að Austurströnd 2.

20.11.2024
Áfram fundað hjá Ríkissáttasemjara vegna kennaraverkfallsins
Samninganefndir kennara og ríkis og sveitarfélaga funduðu í gær hjá ríkissáttasemjara, en undanfarna viku hafa aðilar fundað óformlega, bæði á formannafundum og í öðrum samtölum og minni fundum.
Samningsaðilar munu halda áfram samtalinu hjá ríkissáttasemjara í dag.

18.11.2024
Formlegur fundur í kjaradeilu SÍS og KÍ boðaður þriðjudaginn 19. nóvember
Samninganefndir Sambandsins og Kennarasambands Íslands munu hittast á formlegum fundi hjá ríkissáttasemjara á morgun, en formenn samninganefnda hafa fundað óformlega undanfarna daga.

15.11.2024
Bæjarstjórnarfundur 20. nóvember 2024 dagskrá
Boðað hefur verið til 995. bæjarstjórnarfundar kl. 17:00 miðvikudaginn 20. nóvember 2024 í bæjarstjórnarsalnum að Austurströnd 2.

14.11.2024
Fjölmenn samstöðuganga leikskólakennara á Seltjarnarnesi
Leikskólakennarar, starfsfólk leikskóla, stuðningsfólk, foreldrar og nokkur börn á Seltjarnarnesi gengu í dag fylktu liði með áletruð skilti að bæjarskrifstofum Seltjarnarnesbæjar til að hitta Þór Sigurgeirsson bæjarstjóra sem fór út og ræddi við hópinn.

12.11.2024
Malbikunarframkvæmdir á Nesinu
Stöðugt er verið að dytta að Nesinu okkar hér og þar til að fegra og bæta, í dag er það Austurströndin sem fær yfirhalningu og holufyllingu en svo verður farið víðar um bæinn á næstunni og lagað þar sem þörf krefur.

11.11.2024
Tafir á sorphirðu - vegna bilana hjá Terra.
Tilkynning barst frá stjórnstöð Terra, að seinkun verði á þjónustu sorphirðu í vikunni vegna bilana. Hægt er að vera í sambandi við Terra þjónustuborð varðandi nánari upplýsingar.

09.11.2024
Verkfall á Leikskóla Seltjarnarness
Samningsumboð Seltjarnarnesbæjar liggur hjá samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga í kjaradeilu við Kennarasamband Íslands. Sambandið gefur út upplýsingar á heimasíðu sinni eftir því sem mál þróast sem nálgast má á fréttastiku síðunnar www.samband.is/frettir.

07.11.2024
Alþingiskosningar 30. nóvember 2024
Kjörskrá Seltjarnarnesbæjar liggur frammi almenningi til sýnis frá 8. nóvember á bæjarskrifstofum Seltjarnarness, Austurströnd 2, á opnunartíma skrifstofunnar. Kjörfundur á Seltjarnarnesi þann 30. nóvember er frá kl. 9.00 til 22.00 í Valhúsaskóla.

05.11.2024
Útskipting á götuljósum á Seltjarnarnesi hafin
Í dag verður byrjað að skipta út gömlu kvikasilfursgötulömpum á Seltjarnarnesi fyrir lampa með led-lýsingu. Byrjað verður á götuljósum í nágrenni við skólana og í framhaldi skipt út við göngustíga sem er um helmingur allra götu-/stígaljósa í bænum. Stefnt er að því að klára svo útskiptin í heild sinni á næsta ári.