Fara í efni

Reglur Æskulýðs- og íþróttaráðs Seltjarnarness fyrir úthlutun þjálfarastyrkja

Markmið styrkjanna er að styrkja þjálfara sem stunda þjálfun innan íþróttafélaga á Seltjarnarnesi til þess að afla sér frekari menntunar og þekkingar á sviði íþrótta-, æskulýðs-og tómstundamála. Skilyrði fyrir styrkveitingu er að ferðin nýtist félögum innan Seltjarnarnesbæjar.

ÍTSstyrkir íþróttaþjálfara sem stunda þjálfun hjá íþróttafélögum innan Seltjarnarness til að sækja námskeið innanlands á vegum sérsambanda að upphæð 15.000 kr. að hámarki.

ÍTS styrkir íþróttaþjálfara sem stunda þjálfun hjá íþróttafélögum innan Seltjarnarness til að sækja alþjóðanámskeið eða kynna sér þjálfun erlendis að upphæð 30.000 kr að hámarki.

Umsækjandi skal sækja um styrk áður en ferð er farin.
Umsóknum með lýsingu á náms- og starfsferli, auk greinargóðrar lýsingar á fyrirhugaðri ráðstöfun styrksins, ferðatilhögun ásamt öllum kostnaðartölum og ávinningi íþróttahreyfingarinnar af henni, skal skilað til framkvæmdarstjóra íþrótta-, tómstunda og æskulýðssviðs á skrifstofu hans eða í rafpósti.

Að lokinni ferð þarf styrkþegi að skila inn skýrslu ÍTS til kynningar.

Þjálfurum er heimilt að sækja um einn styrk á ári.

Allar styrkbeiðnir sem sendar eru til ÍTS eru teknar til umfjöllunar á fundum ÍTS, sem metur hvaða umsóknir skulu teljast styrkhæfar hverju sinni.

Úthlutun styrkja miðaðst við fjárframlög ÍTS og eru upphæðir endurskoðaðar reglulega.

Samþykkt á fundi ÍTS þann 28. maí 2009.

 

Íþrótta- og tómstundaráð Seltjarnarnes

Síðast uppfært 12. desember 2022
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?