Ungbarnaleikskóli Seltjarnarness er sjálfstæð fag- og rekstrareining á vegum Seltjarnarnesbæjar þar sem nemendur leikskólans eru á öðru aldursári til tveggja ára.
Leikskólastjóri: Selma Birna Úlfarsdóttir
Ungbarnaleikskólinn sem staðsettur er í Gamla Mýrarhúsaskóla við Nesveg var stofnaður í júlí 2021 og tók til starfa 1. október sama ár. Í leikskólanum er lögð áhersla á máltöku og málrækt ungbarna, hreyfingu og útivist. Leikskólinn á í samstarfi við Bókasafn Seltjarnarness og Íþróttafélagið Gróttu.
Opnunar- og dvalartími
- Leikskólinn er opinn alla virka daga frá kl. 7:45 - 16:30.
- Boðið er upp á sveigjanlegan dvalartíma frá 4 - 8 klst. Hámarksdvöl er 8 klst. á dag.
- Skólinn lokar í 6 daga á ári vegna skipulags- og námskeiðsdaga starfsfólks.
- Sumarleyfi eru 20 dagar á ári (4 vikur í júlí) og lokar leikskólinn á þeim tíma.
- Lokað er á aðfangadag og gamlársdag.
Innritun
- Sækja þarf um leikskóladvöl á mínar síður fyrir 1. mars árið sem leikskóladvöl á að hefjast.
- Barninu er úthlutað leikskóladvöl eftir aldri þess (kennitölu).
- Boðið er upp á sveigjanlegan dvalartíma frá 4 - 8 klst. á dag.
- Þegar barnið byrjar leikskólagöngu sína undirrita foreldrar sérstakan dvalarsamning.
- Dvalarsamningur tekur mið af innritunarreglum í leikskóla Seltjarnarness
Gjaldskrá
- Leikskólagjöld fylgja gjaldskrá Seltjarnarnesbæjar og eru auglýst á heimasíðu bæjarins.
- Gjöldin eru innheimt með gíróseðli, í banka eða með greiðslu VISA og EURO.
- Greiða skal fyrir 15. hvers mánaðar.
- Dvalartími barns í leikskólanum og hjúskaparstaða foreldra ákvarðar heildargjaldið.
- Veittur er systkinaafsláttur samanber gjaldskrá bæjarins.
- Börn einstæðra foreldra og námsmanna greiða lægra gjald.
- Einu sinni á ári ber einstæðum foreldrum að framvísa vottorði um hjúskaparstöðu.
- Námsmenn skulu framvísa staðfestingu um skólavist fyrir hverja önn.
- Lækkun á gjaldi kemur til framkvæmdar fyrsta dag næsta mánaðar eftir að staðfestingu/vottorði er skilað.
- Ef barn er fjarverandi samfellt í 2 vikur eða lengur, vegna veikinda eða fría, geta foreldrar sótt um niðurfellingu fæðiskostnaðar.
- Leikskólagjald fellur niður í 4 vikur á sumrin v/sumarleyfa.
Uppsagnarfrestur
- Gagnkvæmur uppsagnarfrestur er einn mánuður og miðast við 1. eða 15. hvers mánaðar.
- Skuldi foreldrar 3 mánuði er barninu sagt upp leikskóladvölinni.
Framlenging á leikskóladvöl
- Flytji barn úr bæjarfélaginu er hægt að sækja um framlengingu á leikskóladvöl samkvæmt sérstöku samkomulagi á milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
- Barni er heimilt að vera áfram í leikskóla í því bæjarfélagi sem flutt er úr, í allt að 6 mánuði frá flutningi lögheimilis, sækja skal um það sérstaklega.
- Sé barn á lokaári í leikskóla eða með frávik í þroska/fötlun geta tímamörk verið rýmri.
Reglur um forgang að leikskóla
- Seltjarnarnesbær áskilur sér rétt til að forgangsraða börnum í leikskóla þegar taka þarf tillit til sérstakra aðstæðna barna og/eða foreldra.
- Börn geta fengið forgang, skv. úrskurði fræðslustjóra, vegna fötlunar eða félagslegra aðstæðna/erfiðleika sem ætla megi að hafi áhrif á velferð barnsins.
- Beiðni um forgang þarf að fylgja bréf frá félagsráðgjafa, lækni eða öðrum eftir því sem við á.
- Börn starfsfólks Leikskóla Seltjarnarness hafa forgang að plássi við leikskólann að því gefnu að öðrum skilyrðum inntöku sé fullnægt.
Síðast uppfært 24. júní 2024