Strætó
Leið 11 ekur um Seltjarnarnesið - tímatafla og nánari upplýsingar
Göngu og hjólastígur
Frá mörkum Reykjavíkur að Gróttu eru um 2,4 km. Mesta breidd Nessins er um 1 km en mjóst er það um 500 metrar. Fólk á öllum aldri gengur sér til heilsubótar um Nesið og meðfram ströndinni og nýtur fallegs umhverfisins og náttúrunnar á Seltjarnarnesi. Nánari upplýsingar hér.
Bílastæðasjóður
Hlutverk Bílastæðasjóðs er að auka þjónustu við íbúa til að komast leiðar sinnar á sem öruggastan og besta máta, sama hver ferðamátinn er hverju sinni.
Bílastæðasjóður er í eigu Seltjarnarnesbæjar. Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar fer með stjórn bílastæðasjóðs en sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs er yfirmaður bílastæðasjóðs og sér um daglegan rekstur hans, þ.m.t. að annast framkvæmd stefnu og verkefna sjóðsins sem og samskipti við stjórnsýslu og stofnanir bæjarins. Stöðuverðir sjá um eftirlit og leggja á stöðubrotsgjöld.
Samþykkt um bílastæðasjóð Seltjarnarnesbæjar
Verkefni Bílastæðasjóðs er að sjá til þess að allir íbúar Seltjarnarnesbæjar komist örugglega ferðar sinnar innan Seltjarnarness, hvernig ferðamáta sem þeir kjósa sér, án þess að verða fyrir truflun frá ökutækjum sem er ekki lagt í samræmi við umferðarlög.
Eingöngu er hægt að koma með athugasemdir eða andmæli vegna álagningar hér að neðan.
Stöðubrotsgjald
Stöðubrotsgjald er lagt á bifreið þegar stöðvað eða lagt er undir bannmerki, stöðvað á gangstétt, of nærri gangbraut eða við aðrar nánar tilteknar aðstæður sbr. 108. grein umferðarregla nr. 77/2019.
Stöðubrotsgjald - bílastæði hreyfihamlaðra
Gjaldið fyrir að leggja í bílastæði hreyfihamlaðra án þess að gildu stæðiskorti fyrir hreyfihamlaða sé framvísað
Rökstuðningur
Aðili máls getur óskað eftir rökstuðningi fyrir ákvörðun álagningar. Beiðni um rökstuðning fyrir ákvörðun skal bera fram innan 14 daga frá því að álagning var lögð á ökutæki og verður henni svarað innan 14 daga frá því að hún barst.
Andmæli
Frestur til að andmæla stöðvunarbrotagjöldum er 28 dagar frá dagsetningu álagningar. Andmæli skulu lögð fram á vefsíðu bílastæðasjóðs.
- 11 Bannað að stöðva (bannmerki 24)
- 12 Bannað að leggja (bannmerki 21)
- 13 Bannað að leggja á svæði.
- 21 Stöðvað/lagt á gangbraut eða innan 5 metra frá henni.
- 22 Stöðvað/lagt á vegamótum eða innan 5 metra frá næstu brún akbrautar á þvervegi.
- 23 Stöðvað/lagt á/við biðstöð hópbifreiða innan 15 metra frá merki.
- 24 Stöðvað/lagt á gangstétt, göngustíg, umferðareyju eða aðra svipaða staði.
- 25 Stöðvað/lagt í merktu stæði fyrir leigubifreið, vörubifreið eða hópbifreið.
- 26 Stöðvað/lagt á móti akstursstefnu.
- 27 Stöðvað/lagt í merktu stæði ætluðu fólksbifreiðum.
- 28 Stöðvað/lagt í merkt stæði ætluðu lögreglu eða sjúkrabifreið.
- 29 Lagt við vatnshana slökkviliðs.
- 30 Lagt í vistgötu.
- 31 Brot sbr. d- og e- lið 1. mgr. 109. gr.
- 32 Brot á reglum um notkun stöðureita (aukastöðugjald).
- 33 Stöðvað/lagt í merktu stæði fyrir ökutæki fatlaðs fólks.
- Umferðarlög, nr. 77/2019
- Reglugerð um umferðarmerki og notkun þeirra, nr. 289/1995
- Reglugerð um útgáfu og notkun stæðiskorta fyrir hreyfihamlaða, nr. 1130/2016
- Stjórnsýslulög, nr. 37/1993
- Lög um meðferð einkamála, nr. 91/1991
- Auglýsing um gjaldskrá vegna stöðubrota í Seltjarnarnesb
Að færa álagningu milli aðila
Álagning stöðvunarbrotagjalds miðast við skráðan eiganda/umráðamann skv. ökutækjaskrá og er Bílastæðasjóði óheimilt að færa kröfu á milli aðila. Aðrir en skráðir eigendur/umráðamenn geta greitt álagningu í bönkum, sparisjóðum og heimabanka.
Álagningu er hægt að greiða í gegnum heimabanka undir ógreiddum reikningum.
Greiðsluleiðbeiningar
Þegar gjald er lagt á ökutæki er það stofnað næsta virka dag inn í bankakerfið og stofnast þar á viðkomandi eiganda/umráðamann og er þá tilbúið til greiðslu.
Hægt er að greiða stöðvunarbrotagjöld í öllum bönkum og sparisjóðum hér á landi. Jafnframt er hægt að greiða gjöldin í netbanka og er þá gjaldið undir liðnum "ógreiddar kröfur" í netbanka eiganda/umráðamanns. Sé annar en eigandi eða umráðamaður að greiða gjaldið þarf viðkomandi að slá kröfunúmer seðilsins inn, en það er gert með því að velja "Greiðslur" og síðan "Greiðsluseðill". Vinsamlegast athugið að það er ekki hægt að millifæra inn á reikning Bílastæðasjóðs heldur þarf að greiða greiðsluseðilinn.
Að gefnu tilefni er bent á að "Kennitala greiðanda" í netbönkum vísar til kennitölu þess sem er skráður fyrir gjaldinu, í þessu tilviki er það eigandi eða umráðamaður ökutækis, en ekki þess sem er að greiða gjaldið.
Innheimtuferli
Verði álagt gjald ekki greitt innan 14 daga frá álagningu hækkar það um 50% og gjald enn ógreitt að liðnum 28 dögum frá álagningu hækkar það um 100% miðað við upphaflega fjárhæð sbr. gjaldskrá vegna stöðvunarbrota í Seltjarnarnesbæ. Sé álagning ógreidd að þessum 28 dögum liðnum fer hún til innheimtu.
Athygli er vakin á því að álögðu stöðvunarbrotagjaldi fylgir lögveð í ökutæki og heimilt er að krefjast nauðungarsölu án undangengis fjárnáms sbr. 2. - 5. mgr. 110. gr. umferðarlaga nr. 77/2019.
Gjaldskrá
Gjaldskrá Bílastæðasjóð gildir frá 21. júlí 2020.
Brot | Upphæð |
Stöðubrotsgjald - stöðvað undir bannmerki, stöðvað á gangstétt, of nærri gangbraut eða við aðrar nánari tilteknar aðstæður sbr. 110. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 | 10.000 krónur |
- 14 dögum eftir álagningu | 15.000 krónur |
- 28 dögum eftir álagningu | 20.000 krónur |
Lagt í bifreiðastæði fyrir hreyfihamlaða | 20.000 krónur |
- 14 dögum eftir álagningu | 30.000 krónur |
- 28 dögum eftir álagningu | 40.000 krónur |
Uppfært 28. janúar 2021
Vetrarþjónusta
Vetrarþjónusta á götum, stígum og gangstéttum á Seltjarnarnesi er virk nær allan sólarhringinn frá 1. október til 1. maí ár hvert. Vetrarþjónustunni er stýrt af vakthafandi starfsmanni Þjónustumiðstöðvar Seltjarnarnesbæjar.
Skipulag vetrarþjónustu er miðað við stöðugar veðuraðstæður sem getur raskast við mikilla ofankomu eða óstöðugt veður. Jafnframt geta veðuraðstæður s.s. mikill snjóstormur orsakað að vetrarþjónustutæki eru ekki kölluð út á göngu-, hjólastíga, gangstéttir, húsagötur fyrr en að veðrinu slotar.