Síðastliðið vor frumfluttu nemendur Tónlistarskólans söngleik byggðan á kvikmynndinni The Commitments. Var það samdóma álit þeirra sem sáu sýninguna þá að hún hafi verið frábær skemmtun, sniðug sviðsetning, gleðiríkur leikur í bland við frábæran flutning á bráðskemmtilegri tónlist.
Vegna hvatningar fjölmargra sem sáu sýninguna verður hún sýnd aftur fjórum sinnum, 13. 14. og 15. nóvember í Félagsheimili Seltjarnarness. Miðapantanir hjá Kára H. Einarssyni, netfang: karihunfjord@gmail.com. Sjá einnig auglýsingu 212 kb.
Söngleikurinn segir frá hópi ungmenna sem stofnar hljómsveit, æfir og slær í gegn með tilheyrandi fyrirgangi og uppákomum. Rúmlega tuttugu ungmenni úr Lúðrasveitinni leika öll hlutverk og sjá jafnframt um hljóðfæraleik. Þau áttu líka ríkan þátt í leikgerðinni og lögun hennar að íslensku nútímasamfélagi. Leikstjórar eru Bryndís Ásmundsdóttir og Atli Þór Albertsson sem einnig sá um gerð handritsins. Tónlistarstjóri er Kári Einarsson.