26.04.2007
Seltjarnarnesbær þátttakandi í sérfræðivinnu á vegum UNESCO
Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) vinnur um þessar mundir að gerð staðla sem skilgreina eiga tæknifærni kennara. Markmið vinnunnar er að styðja við kennara og auka hæfni þeirra til að miðla þekkingu á tímum örrar tækniþróunar þar sem meðal annars er komin upp sú staða að nemendur þekkja betur til tækninnar en kennararnir.
24.04.2007
SAMAN hópurinn fær Íslensku lýðheilsuverðlaunin
Í dag veitti Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, SAMAN hópnum Íslensku lýðheilsuverðlaunin 2007 fyrir að leiða saman ólíka aðila til stuðnings íslenskum foreldrum í vandasömu uppeldishlutverki þeirra. Seltjarnarnesbær er aðili að SAMAN hópnum.
23.04.2007
Seltjarnarnesbær semur við Vinnuvernd um þjónustu trúnaðarlæknis
Gengið hefur verið frá samningi Seltjarnarnesbæjar og Vinnuverndar um trúnaðarlæknisþjónustu. Veitt er ráðgjöf varðandi læknisfræðileg málefni viðkomandi rekstri og varðandi fjarvistir í veikinda- og slysatilfellum.
17.04.2007
Hreinsunarvika 28. apríl - 5. maí.
Ákveðið hefur verið að útvíkka hinn árvissa hreinunardag á Seltjarnarnesi. Nú stendur átakið frá laugardeginum 28. apríl til laugardagsins 5. maí. Þessa viku leggja starfmenn áhaldahúss garðeigendum lið og fjarlægja garðaúrgang sem settu hefur verið út fyrir lóðarmörk.
16.04.2007
Seltjarnarnes í fararbroddi í notkun rafrænna skilríkja
Undanfarin ár hefur fjármálaráðuneytið verið tilraunaverkefni um rafræn skilríki í gangi. Nú þegar eru slík skilríki meðal annars þegar notuð við skil á tollskýrslum, skattskýrslum endurskoðenda og við undirritun nýrra vegabréfa.
11.04.2007
Skólalúðrasveitin á leið til Boston
Elstu meðlimir Skólalúðrasveitarinnar, svo kölluð C-sveit, hafa undanfarnar vikur verið við strangar æfingar undir stjórn Kára Einarssonar. Sveitin hefur starfað við skólann undanfarin 10 ár og komið fram við hin ýmsu tækifæri á Seltjarnarnesi og víðar
10.04.2007
Verð á skólamáltíðum óbreytt síðan 2005
Verð á skólamáltíðum í grunn- og leikskólum Seltjarnarness mun ekki taka breytingum vegna lækkunar á virðisaukaskatti en það er nú eitt hið lægsta á landinu. Verð á skólamáltíðum í Grunnskólanum hefur ekki tekið mið af þróun matvælaverðs.
04.04.2007
Skemmtilegir tónleikar lúðrasveita í kirkjunni
A- og B-lúðrasveitir Tónlistarskóla Seltjarnarness héldu sína árlegu vortónleika í Seltjarnarneskirkju laugardaginn 24. mars síðast liðinn. Efnisskráin var fölbreytt að vanda og var gaman að sjá greinilega og mikla framför hjá báðum sveitum.
03.04.2007
Mikill áhugi á stöðu menningar- og fræðslufulltrúa
Seltjarnarnesbær auglýsti í síðasta mánuði eftir menningar- og fræðslufulltrúa til starfa á fræðslu-, menningar- og þróunarsviði. Viðkomandi mun vinna að fjölbreyttum verkefnum á sviðinu sem er hið umfangsmesta hjá bænum.
21.03.2007
Fjármál og rekstur 2007 komið út
Þessa dagana er verið að dreifa samantekt á forsendum og útfærslu fjárhagsáætlunar Seltjarnarnesbæjar fyrir yfirstandandi ár. Þetta er í fjórða sinn sem ritið kemur út en bæklingnum er dreift inn á hvert heimili á Seltjarnarnesi.
20.03.2007
Tómstundastyrkir fyrir öll 6-18 ára börn á Seltjarnarnesi
Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar hefur samþykkt samhljóða að öll 6-18 ára börn eigi árlega rétt á tómstundarstyrk sem barnið eða forsjáraðilar þess geta varið til að greiða niður félagsgjöld í íþrótta- , æskulýðs- og tómstundastarfi.
20.03.2007
Seltjarnarnes fær fyrstu einkunn í Vísbendingu
Tímaritið Vísbending útnefndi í janúar „draumasveitarfélag“ Íslands. Blaðið hefur um nokkurt skeið gefið sveitarfélögum landsins einkunn samsett úr fjölmörgum þáttum svo sem útsvarshlutfalli, breytingum á íbúafjölda, afkomu sem hlutfalli af tekjum, hlutfalli skulda af tekjum og veltufjárhlutfalli.