Fara í efni

Þjónusta

Þjónustumiðstöð Seltjarnarness annast viðhald gatna og samgangnakerfis bæjarins. Þjónustumiðstöð annast einnig viðhald á veitum bæjarins, þ.e. vatnsveitu, fráveitu og hitaveitu.

Þjónustumiðstöð annast viðhald á húsnæði á vegum bæjarins ásamt því að sjá um hálkuvarnir og snjómokstur á götum og göngustígum innan samgangnakerfisins. Starfsmenn þjónustumiðstöðvar aðstoðar garðyrkjustjóra og vinnuskóla við viðhald, umhirðu og fegrun útivistarsvæða og lóða í umsjón bæjarfélagsins. Undir starfsemi Þjónustumiðstöðvar fellur rekstur stærri tækja og bíla bæjarins.

Þjónustumiðstöð Seltjarnarnesbæjar er staðsett að Austurströnd 1.

Neyðarsími Veitna utan skrifstofutíma er 822-9150.

Síðast uppfært 19. desember 2022
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?