Eftirfarandi opin svæði er að finna á Seltjarnarnesi. Þar er tilvalið að stunda útivist og njóta sín utandyra við hreyfingu og leik.
Bakkagarður Gróðursælt, opið svæði við Suðurströnd þar sem er að finna leikvöll og ýmis leiktæki s.s. aparólu. Garðurinn er tilvalinn staður til að fara með fjölskylduna í lautarferð eða stunda útileiki. Á svæðinu er bekkur og rúmgott svæði þar sem hægt er að breiða úr sér og njóta tilverunnar. Á Þjóðhátíðardaginn 17. júí fer formleg dagskrá fram í Bakkagarði.
Valhúsahæð Á Valhúsahæð er að finna leiktæki fyrir yngstu kynslóðina og einnig frisbígolfvöll. Gaman er að ganga um Valhúsahæðina og njóta þaðan útsýnisins.
Plútóbrekkan Plútóbrekkan við Norðurströnd er afar vinsæl til vetrarleikja og margir ungir Seltirningar sem hafa komið og koma heim rjóðir í kinnum eftir að hafa rennt sér þar daglangt á snjóþotum og sleðum. Seltirningar nýta brekkuna einnig sér til æfinga og auka þolið með hlaupum um stigann sem liggur við hlið brekkunnar.
Vestursvæðin Hin eiginlega sveit bæjarins þar sem má finna tæki til að teygja eftir hlaup og göngur. Einnig er á svæðinu fuglaskoðunarhús og víðsvegar bekkir til að tylla sér á og njóta fegurðar umhverfisins. Á þessu svæði er einnig Urtagarðurinn, sem staðsettur er við Nesstofu, en þar eru til sýnis lækningajurtir sem notaðar voru í fyrri tíð.