Fara í efni

SMS tilkynningar

Vilt þú fá SMS tilkynningar frá Seltjarnarnesbæ?

Við sendum út sms tilkynningar til íbúa þegar upplýsa þarf um eitt og annað sem snertir einstök hús, götur, hverfi eða jafnvel Seltjarnarnesið í heild sinni. Þetta geta verið tilkynningar eins og vegna:

  • Viðgerða sem haft geta áhrif á heita- og kaldavatnsrennsli til bæjarbúa
  • Viðamikilla framkvæmda sem loka einstökum götum
  • Snjómoksturs í götum
  • Götusópunar
  • o.fl.

Fyrir útsendingar þessarra tilkynninga er upplýsingar um símanúmer eru sóttar eftir því sem við á eftir heimilisföngum í gagnagrunn 1819.is. Að auki eru send út sms eftir lista sem íbúar kjósa að skrá sig á.

Þeir sem vilja bæta símanúmeri sínu á sms listann vegna tilkynninga geta sent tölvupóst á postur@seltjarnarnes.is með upplýsingum um heimilisfang og þau símanúmer sem á að skrá.

Síðast uppfært 30. nóvember 2022
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?