Fara í efni

Mokstur og söltun

Vetrarþjónusta á götum, stígum og gangstéttum á Seltjarnarnesi er virk allan sólarhringinn frá 1. október til 1. maí ár hvert. 

Skipulag vetrarþjónustunnar er miðað við stöðugar veðuraðstæður sem getur raskast við mikilla ofankomu eða óstöðugt veður.  Veðuraðstæður s.s. mikill snjóstormur getur jafnframt orsakað að vetrarþjónustutæki eru ekki kölluð út á göngu-, hjólastíga, gangstéttir, húsagötur fyrr en að veðrinu slotar. 

Snjómoksturkort

Á kortavef Seltjarnarness er hægt að nálgast kort sem sýnir vetrarþjónustu bæjarins. Velja þarf þjónusta í flettiglugga til hægri og haka í viðeigandi reiti. Þar má ennfremur sjá hvar gulu salt- og sandkisturnar eru staðsettar en bæjarbúum er frjálst að sækja sér salt og sand eftir þörfum. 

Forgangur í snjómokstri
Forgangur í snjómokstri miðast ávallt við að halda stofn- og strætóleiðum opnum sem og aðgengi að skólum, íbúðum aldraðra og hjúkrunarheimilinu.

Á myndinni hér að neðan má sjá forgangsmokstur en mokstri á þeim leiðum á að vera lokið fyrir kl. 07:30 á morgnanna. Til upplýsinga þá merkja línurnar; bleikar línur tákna akbrautir, gular punktalínur eru gangstígar og bláir fletir sýna bílaplön.

Aðrar götur bæjarins eru mokaðar þegar að mokstri á þessum leiðum lýkur og fer eftir því hvar þörfin er mest. Öllum mokstri á að vera lokið innan þriggja daga ef ekki bætir í snjókommuna jafnóðum.

Tröppur, þröngir göngustígar og aðrir staðir sem vélar komast ekki að eru mokaðar af starfsmönnum Seltjarnarnesbæjar á opnunartíma Þjónustumiðstöðvar. Seltjarnarnesbær hreinsar eða fjarlægir að öllu jöfnu ekki snjóruðninga sem óumflýjanlega myndast framan við innkeyrslur að húsum eða við lóðarmörk.

Síðast uppfært 05. desember 2024
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?