12.01.2007
Deiliskipulag skóla- og íþróttasvæðis staðfest
Í samræmi við skipulags- og byggingarlög nr. 73/1997 með síðari breytingum hefur bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkt deiliskipulag á Suðurströnd, skóla- og íþróttasvæði.
12.01.2007
Framkvæmdir við nýja heilsuræktarstöð að hefjast
Í kjölfar samþykktar nýs deiliskipulags skóla- og íþróttasvæðis er bygging nýrrar og glæsilegrar heilsuræktar World Class fyrir Seltirninga á beinu brautinni á grundvelli viljayfirlýsingar bæjarstjórnar Seltjarnarness og Þreks hf. Hönnun hefur staðið yfir frá því í vor og hefjast framkvæmdir núna í janúar.
12.01.2007
Hiti kominn á gervigrasvöll
Nú í byrjun janúar var gengið frá hitalögninni undir gervigrasvellinum og hita hleypt á kerfið. Sérpantaðir forhitarar sem beðið var eftir komu upp úr miðjum desember og var þá hægt að ljúka verkinu. Gervigrasvöllurinn er því orðinn upphitaður sem tryggir að hægt er að spila á honum í nánast hvaða veðri sem er en þess utan er upphitun nauðsynleg til að verja hann skemmdum.
12.01.2007
Verkefnisstjórn um hjúkrunarheimili tekin til starfa
Sérstakur starfshópur skipaður af heilbrigðisráðherra um byggingu hjúkrunarheimilis á Lýsislóð kom saman til fyrsta fundar í upphafi árs. Hópnum er ætlað að vinna að frumáætlun sem lögð verður fyrir fjármálaráðuneytið auk þess að taka ákvarðanir um gerð og framgang húsnæðisins á hönnunartíma.
12.01.2007
Börnum á Seltjarnarnesi fjölgar
Börnum á Seltjarnarnesi fjölgaði umtalsvert eða um 10% á síðasta ári. Þannig fluttu mun fleiri fjölskyldur með ung börn til Seltjarnarness á árinu en frá bæjarfélaginu. Þetta er ánægjuleg þróun sem kemur í kjölfar nokkurra ára samfelldrar fækkunar nemenda í skólum á Seltjarnarnesi.
12.01.2007
Starfsmenn leikskóla ánægðir með Leikskólabrú FG
Haustið 2006 hófu fimm starfsmenn í leikskólum Seltjarnarness nám í Leikskólabrú við Fjölbrautarskólanum í Garðabæ. Skólaskrifstofur fimm sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnes, gerðu samning við Fjölbrautarskólann í Garðabæ um nám til handa reyndum starfsmönnum leikskólanna.
08.01.2007
Jarðvinnu í tengslum við ljósleiðaralagningu lokið
Stuttu fyrir jól lauk jarðvinnu í tengslum við lagningu ljósleiðarans. Heimlögn er því komin að nánast öllum byggingum á Seltjarnarnesi og er nokkuð síðan tenging lagna innan húss komst á fullt skrið. Ýmsir þættir verksins eru nokkuð á eftir áætlun en í heild miðar vel.
19.12.2006
ÍAV greiðir fyrir byggingarrétt á Hrólfsskálamel
Íslenskir aðalverktakar hf.hafa gengið frá kaupum á byggingarréttinum á Hrólfsskálamel af Seltjarnarnesbæ. Greiðslan sem byggir á samningi aðila frá því í apríl síðast liðnum nemur tæpum 1.300 milljónum króna.
13.12.2006
Seltjarnarnesbær best rekinn
Grant Thornton endurskoðun ehf hefur skilað af sér greinargerð um fjárhagsstöðu Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2005. Sem fyrr þykir fjármálastjórn og fjárhagsstaða bæjarins með því besta sem gerist meðal sveitarfélaga á landinu. Peningaleg staða er sterk og með því besta sem gerist á meðal sveitarfélaga.
12.12.2006
Neshringurinn nánast skreyttur
Seltjarnarnesbær er óðum að taka á sig jólalegan blæ enda styttist ört í jólin. Skreytingum á vegum bæjarfélagsins var að venju komið upp í endaðan nóvember og var að þessu sinni enn aukið við skreytingarnar.
08.12.2006
Grænfáninn dreginn að húni á Seltjarnarnesi í annað sinn
Leikskólinn Mánabrekka á Seltjarnarnesi fékk þann 1. desember afhentan Grænfánann í annað sinn vegna öflugs starfs í þágu umhverfisverndar og umhverfismenntar. Grænfáninn er afhentur til tveggja ára í senn en hann er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða í Evrópu sem tákn um árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu í skólum.
06.12.2006
Selkórinn til Vínar
Selkórinn dvaldi í Austurríki fimmtudaginn 30. nóvember til 4. desember og hélt tvenna tónleika í Vín. Föstudaginn 1. desember tók kórinn þátt í aðventuhátíð í Ráðhúsi Vínarborgar og sunnudaginn 3. desember hélt kórinn tónleika í Péturskirkjunni sem er í hjarta borgarinnar.