Á hverju sumri er boðið upp á fjölbreytt sumarnámskeið á Seltjarnarnesi sem eru alla jafna með hefðbundu sniði en boðið er upp á gott framboð af spennandi afþreyingu fyrir börn og ungmenni á Seltjarnarnesi á aldrinum 6 - 18 ára.
Námskeiðin sumarið 2024 eru haldin í samstarfi við Gróttu og Nesklúbbinn.
Íþróttafélagið Grótta verður með eftirfarandi námskeið:
- Leikjanámskeið (fyrir börn fædd 2017 og 2016)
- Ævintýranámskeið (fyrir börn fædd 2013 og 2014)
- Survivor-námskeið (fyrir börn fædd 2013 – 2011)
- Smíðavöllur (fyrir börn fædd 2015 og eldri)
Á heimasíðu Gróttu má finna allar nánari upplýsingar um námskeiðin, tímasetningar og skráningar auk þess sem skrifstofa Grótta veitir upplýsingar í síma 561-1133 á milli kl 13:00 og 16:00 alla virka daga. Einnig er hægt að að senda tölvupóst á netfangið grotta@grotta.is
Skráningar á sumarnámskeiðin hjá Gróttu fara fram í gegnum sportabler.com/shop/grotta
Golfklúbbur Ness verður með golfleikjanámskeið:
Nesklúbburinn býður upp á golfleikjanámskeið fyrir börn og unglinga á aldrinum 7-14 ára, óháð því hvort að þau séu meðlimir í Nesklúbbnum eða ekki. Markmiðið með námskeiðunum er að kenna undirstöðuatriðin í golfleik, helstu golfreglur, framkomu og umgengni á golfvelli.
Á heimasíðu Nesklúbbsins má finna allar nánari upplýsingar um námskeiðin, tímasetningar og fyrirkomulagið auk þess sem senda má fyrirspurn á netfangið steinn@nkgolf.is eða hringja í síma 823-7606.
Skráningar á golfleikjasnámskeið Nesklúbbsins fara fram í gegnum sportabler.com/shop/nesklubburinn