Fara í efni

Þjónustu- og samskiptasvið

Undir meginábyrgð sviðsins falla annars vegar menningarmál bæjarins og hins vegar samskipta- og almannatengsl.

Undir menningarmál bæjarsins fellur rekstur Bókasafns Seltjarnarness, reglubundnir menningarviðburðir, samræming og innleiðing á menningartengdri starfsemi og hátíðarhöldum bæjarins auk framkvæmdar á ákvörðunum menningarnefndar. Einnig ábyrgð á Náttúrugripasafni Seltjarnarness, skráningu listaverka, ljósmyndasafni, Fræðasetri Gróttu og söfnum á Seltjarnarnesi auk málefna ferðaþjónustu.

Samskipta- og almannatengsl fela í sér umsjón með heimasíðum og samskiptasíðum Seltjarnarness og Bókasafnsins, miðlun frétta úr bæjarfélaginu, útgáfu kynningarrita fyrir bæjarfélagið, kynningarmál og samskipti við fjölmiðla, félagasamtök, stofnanir, fyrirtæki og einstaklinga.

Helstu verkefni sviðsins
  • Þjónustuver
  • Kynningar og markaðsmál
  • Almannatengsl
  • Ferðamál
  • Lögfræði og málarekstur
  • Rafræn stjórnsýsla
  • Persónuverndarmál
  • Gæðastjórnun
  • Menningarmál
  • Safnamál
  • Skjalavarsla
Tengt efni
  • Stofnanir á vegum sviðsins
  • Skýrslur og skjöl
  • Eyðublöð
  • Starfsfólk þjónustu- og samskiptasviðs
Síðast uppfært 04. desember 2024
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?