Fara í efni

Frístundamiðstöð Seltjarnarness

Frístundamiðstöð Seltjarnarnesbæjar stendur fyrir frístundastarfi og heildstæðri þjónustu fyrir grunnskólabörn frá 6 ára aldri og fyrir ungmenni til 18 ára aldurs. 

Frístundastarfið er valkostur og miðað að þörfum mismunandi aldurshópa. Markmiðið er að yngri börnin geti dvalið við frjálsan og skapandi leik að skóla loknum í öruggum höndum starfsfólks en þau eldri geti notið félagslífs og jákvæðra samvista hvert við annað í öruggu umhverfi undir stjórn fagfólks.

  • Sumarskóli er starfræktur í Mýrarhúsaskóla í ágústmánuði ár hvert fyrir þau börn sem eru að hefja skólagöngu í 6 ára bekk. Í sumarskólanum fá nemendur að kynnast skólanum og nærumhverfi hans í aðdraganda skólabyrjunar.
  • Skjól og Frístund er dagvist fyrir nemendur í 1. - 4. bekk eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur og er staðsett í Mýrarhúsaskóla. Skólaskjól er fyrir nemendur í 1. og 2. bekk en Frístund er fyrir nemendur í 3. og 4. bekk. 
  • Selið félagsmiðstöð er samverustaður fyrir unglinga þar sem boðið er upp á uppbyggilegt og fjölbreytt félagsstarf, ýmiss námskeið og viðburði. Staður þar sem jafnaldrar geta hist og gert hluti sem þeir hafa gaman að. Selið er staðsett í kjallara heilsugæslunnar og tónlistarskólans.
Síðast uppfært 24. nóvember 2022
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?