29.08.2024
Búist við að framkvæmdum við malbikun Suðurstrandar ljúki í dag.
Búist er við að framkvæmdum við malbikun Suðurstrandar ljúki um hádegi í dag.
Fram að hádegi lokast Suðurströnd við leikskólann. Opið fyrir umferð að leikskólanum, heilsugæslunni og sundlauginni með því að aka hjáleiðir, með aðkomu úr vestri.
27.08.2024
Uppskeruhátíð skapandi sumarstarfa hjá Seltjarnarnesbæ
Bæjarbúar eru boðnir velkomnir á þrjá ólíka viðburði, tónleikar, grínþáttur og sýning, á vegum ungmenna á Seltjarnarnesi sem unnið hafa í skapandi sumarstörfum í sumar. Sjá nánar um hvern viðburð hér í fréttinni.
26.08.2024
Viðhaldsframkvæmdir á Suðurströnd hefjast
Þriðjudaginn 27. ágúst hefst fræsing á Suðurströndinni en malbika á götuna frá Nesvegi og vestur fyrir Nesbala. Gert er ráð fyrir tímabundnum lokunum og settar upp hjáleiðir. Stefnt er að því að ljúka framkvæmdunum fimmtudaginn 29. ágúst. Sjá nánar hér í tilkynningunni.
23.08.2024
Malbikunarframkvæmdir á Suðurströnd, lokanir tímabundið á götunni.
Dagana 27.-29. ágúst nk. (þri-fim) verða nauðsynlegar viðhaldsframkvæmdir á Suðurströndinni þegar að gatan verður malbikuð frá sundlauginni og að Nesbalanum. Á þriðjudagsmorgun, 27. ágúst hefst fræsing götunnar og verður byrjað Lindarbrautarmegin. Óhjákvæmilega mun þetta trufla umferð, götunni verður lokað tímabundið eftir þörfum og umferð beint annað. Í Strætó-appinu er hægt að fylgjast með ferðum og hjáleið strætisvagna (11). Gott fyrir íbúa í nágrenni Suðurstrandarinnar að hafa í huga að leggja jafnvel annars staðar þurfi þeir að komast greiðlega til og frá heimili sínu. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
23.08.2024
Tafir á umferð - Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2024
Einstefnuakstur verður frá kl. 8.00 og framundir hádegi á hlaupaleiðinni um Nesið (strætóleiðin) auk þess sem gera má ráð fyrir því að götur geti lokast alveg þegar að mesti fjöldinn fer framhjá.
21.08.2024
Fjölskyldudagur í Gróttu sunnudag 25. ágúst kl. 15-17
Fjölbreytt dagskrá m.a. opið í vitann, klifurmeistarar með Spiderman, lífríkið við Gróttu rannsakað, Vöfflukaffi og pylsur, ljúfir hamonikkutónar, húllafjör, hönnunarsýning o.fl.
21.08.2024
Starfsfólk í Skjólið Frístund óskast - hlutastörf
Frístundaheimilið Skjólið óskar eftir starfsfólki, 18 ára og eldri. Um er að ræða hlustastarf með börnum að skóla loknum, tvo til fimm eftirmiðdaga í viku (frá kl. 13:00-16:30). Umsóknarfrestur er til 29. ágúst nk.
21.08.2024
Laust starf stuðningsfulltrúa í Skjólið - Frístundamiðstöð
Frístundaheimilið Skjólið óskar eftir stuðningsfulltrúa, 18 ára og eldri. Um er að ræða hlustastarf með börnum að skóla loknum frá kl. 13:00-16:30. Umsóknarfrestur er til og með 29. ágúst nk.
21.08.2024
Ríkið og sex sveitarfélög gera samkomulag um uppfærðan samgöngusáttmála
Styttri ferðatími, minni tafir, aukið umferðaröryggi, áhersla á að draga úr kolefnisspori, stórbættar almenningssamgöngur, fjölgun hjóla- og göngustíga og uppbygging stofnvega eru kjarninn í uppfærðum samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins sem undirritaður var í dag.