Fara í efni

Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Fjölskyldudagurinn í Gróttu tókst afbragðs vel.
04.05.2006

Fjölskyldudagurinn í Gróttu tókst afbragðs vel.

Margir lögðu leið sína út í Gróttu á fjölskyldudaginn 30. apríl s.l. Skólaskrifstofa Seltjarnarness og Slysavarnardeildin Varðan stóðu fyrir fjölskyldudegi í Gróttu sunnudaginn 30. apríl.
Menntamálaráðherra fær afhent fyrsta eintak af skólastefnu
03.05.2006

Menntamálaráðherra fær afhent fyrsta eintak af skólastefnu

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, kom í óformlega heimsókn til Seltjarnarnesbæjar í byrjun mánaðar til að kynnast skólastarfi í bænum og stefnu bæjaryfirvalda í málaflokknum.
02.05.2006

Efnt til opinnar hönnunarsamkeppni um skipulag hafnarsvæðis

Skipulags- og mannvirkjanefnd hefur að tillögu meirihluta sjálfstæðismanna ákveðið að efnt verði til opinnar hönnunarsamkeppni um skipulag og frágang svæðisins í kringum smábátahöfnina.
02.05.2006

Ársreikningur Seltjarnarnesbæjar samþykktur

Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkti ársreikning bæjarsjóðs Seltjarnarness fyrir árið 2005 á fundi sínum hinn 27. apríl síðast liðinn. Ársreikningurinn ber með sér að aðgát hefur verið sýnd í rekstri bæjarins en um leið hefur tekist að skila bestu afkomu í rúmlega 30 ára sögu bæjarfélagsins.
Vefur Seltjarnarnesbæjar aðgengilegasti sveitarfélagavefurinn
26.04.2006

Vefur Seltjarnarnesbæjar aðgengilegasti sveitarfélagavefurinn

Vefur Seltjarnarnesbæjar, www.seltjarnarnes.is, fékk á dögunum vottun vefráðgjafarfyrirtækisins Sjá og Öryrkjabandalags Íslands um að standast kröfur um aðgengi fyrir fatlaða. Vefurinn hlýtur vottun bæði fyrir forgang 1 og 2 og er fyrsti vefurinn á vegum ríkis eða sveitarfélaga til að ná þeim áfanga.
Heildstæð skólastefna samþykkt samhljóða
25.04.2006

Heildstæð skólastefna samþykkt samhljóða

Bæjarstjórn hefur samþykkt nýja heildstæða skólastefnu sem nær til leik- grunn- og tónlistarskóla. Rætur stefnunnar má rekja til fjölmenns skólaþings bæjarins er haldið var síðast liðið haust. Á þinginu var rætt um hvað felst í hugtakinu góður skóli og voru niðurstöður þingsins lagðar til grundvallar við mótun heildstæðrar skólastefnu fyrir Seltjarnarnes sem jafnframt markar skýran ramma um skólastarf í bænum.
Bæjarstjórar og borgarstjóri hefja vorhreinsun
21.04.2006

Bæjarstjórar og borgarstjóri hefja vorhreinsun

Í dag hefst vorhreinsun í öllum sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Af því tilefni komu framkvæmdastjórar sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu saman á miðju höfuðborgarsvæðisins, nánar tiltekið í Goðalandi 11 í Reykjavík, og tóku til við hin árvissu vorkverk garðeigenda.
21.04.2006

Seltirningum heldur áfram að fækka

Seltirningum fækkaði um 77 á síðasta ári. Það er fimmta árið í röð sem íbúum bæjarins fækkar. Seltirningar voru flestir árið 1998 en þá voru bæjarbúar 4.698. Þann 31. desember síðast liðinn voru Seltirningar hins vegar 4.471 eða litlu fleiri en í árslok 1993.
Metnaðarfull fjölskyldustefna væntanleg
21.04.2006

Metnaðarfull fjölskyldustefna væntanleg

Bæjarstjórn hefur samþykkt yfirgripsmikla fjölskyldustefnu fyrir Seltjarnarnes þar sem sett eru fram metnaðarfull markmið um þjónustu bæjarins við fjölskyldur. Sex
Seltjarnarnes í tölum
19.04.2006

Seltjarnarnes í tölum

Á heimasíðu eru komnar tölur úr skýrslu Grant Thornton endurskoðunar ehf. um fjárhagsstöðu Seltjarnarnesbæjar miðað við árslok 2004. Í tölunum má sjá að skatttekjur bæjarsjóðs/A-hluta (á árslokaverðlagi 2004) hækkuðu um 120% á árunum 1994 - 2004 eða úr 138 þús. kr.í 303 þús. kr.
Mánabrekka fékk þróunarstyrk frá Menntamálaráðuneytinu.
19.04.2006

Mánabrekka fékk þróunarstyrk frá Menntamálaráðuneytinu.

Leikskólinn Mánabrekka hlaut 400 þúsund króna styrk til verkefnisins: Náttúran - uppspretta sköpunar og gleði. Menntamálaráðuneytið auglýsti styrki til þróunarverkefna fyrir leikskóla. Tuttugu og fimm leikskólar sóttu um styrki til hinna ýmsu verkefna.
Ingveldur Viggósdóttir færir Leikskólanum Sólbrekku glerlistaverk
18.04.2006

Ingveldur Viggósdóttir færir Leikskólanum Sólbrekku glerlistaverk

Ingveldur Viggósdóttir listakona, sem á tvö barnabörn í Sólbrekku, færði leikskólanum 4 glerlistaverk að gjöf. Listaverkin voru hengd í glugga í tengigangi leikskólans og setja þau fallegan svip á leikskólann bæði innan dyra og utan.
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?