19.09.2006
Verndum þau - námskeið um ofbeldi gegn börnum og unglingum
Í september hleypti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, formlega af stokkunum landsverkefninu „Verndum Þau“ á kynningarfundi í félagsmiðstöðinni Selinu á Seltjarnarnesi.
18.09.2006
Miklar endurbætur á húsnæði Grunnskólans
Endurnýjun og stækkun á húsnæði beggja grunnskólabygginga Seltjarnarnesbæjar hafa nú staðið yfir um nokkurra ára skeið. Vel miðar með framkvæmdirnar og í sumar náðist sá áfangi að endurbótum á Valhúsaskóla er lokið og stefnt er að því að ljúka við Mýrarhúsaskóla á næsta ári. Með því líkur hátt í 400 milljón króna endurbótaátaki á grunnskólum bæjarins.
14.09.2006
Minnihlutinn skorar!
Hið árlega golfmót bæjarstjórnar Seltjarnarness og stjórnar Golfklúbbs Ness fór fram á dögunum. Að venju var hart barist og mátti oft sjá margar kylfur á lofti þegar torfur, tí - og á stundum kúlur - svifu í glæstum bogum um golfvöllinn á Seltjarnarnesi.
11.09.2006
Um 1.500 manns lesa heimasíðu Seltjarnarnesbæjar á viku
Sífellt fjölgar notendum heimasíðu Seltjarnarnesbæjar, www.seltjarnarnes.is. Samkvæmt samræmdri vefmælingu Modernus hafa að meðaltali 1.500 manns lesið um 16.000 blaðsíður á síðunni í viku hverri undanfarið ár. Mest hafa rúmlega 2.000 manns heimsótt síðuna á viku og mest hefur verið flett ríflega 23.000 síðum á viku.
05.09.2006
Eldri borgarar á Egilsslóðum
Eldri borgarar fóru í dagsferð í sumar um söguslóðir Egilssögu í Borgarfirði og Mýrum. Sýningin í Pakkhúsinu var heimsótt og ekinn ferðahringur um Egilsslóð.
01.09.2006
Útivistartími barna og unglinga breytist í dag
Reglur um útivistartíma barna og unglinga, skv. barnverndarlögum, breytast 1. september. Frá deginum í dag til 1. maí mega börn 12 ára og yngri vera úti til kl. 20 en 13 – 16 ára börn mega vera úti til kl. 22.
01.09.2006
Glæsileg handavinnusýning félagsstarfs eldri borgara
Glæsileg handavinnusýning félagsstarfs eldri borgara var haldinn fimmtudaginn 6. júní s.l. Að venju var mikið af fallegu handverki, s.s. glerlist, leirlist, prjónlist og bókband ásamt skartgripagerð úr perlum og swarovski kristal. Á annað hundrað gestir skoðuðu sýninguna.
31.08.2006
Gervigrasvöllurinn vígður
Gervigrasvöllurinn við Suðurströnd var formlega vígður á Gróttudeginum sem haldinn var hátíðlegur síðastliðinn laugardag að viðstöddu fjölmenni. Vígslan fór fram á hinum árlega Gróttudegi knattspyrnudeildarinnar.
30.08.2006
Bílstjórar sýni sérstaka varúð umhverfis skóla
Nú þegar skólastarf er komið í fullan gang og styttist í að skammdegið gangi í garð er ástæða til að brýna fyrir þeim sem eru á ferðinni umhverfis skóla- og íþróttamannvirki bæjarins að sýna sérstaka aðgætni í umferðinni.
24.08.2006
Umhverfisviðurkenningar 2006
Umhverfisnefnd Seltjarnarness veitti í á dögunum viðurkenningar fyrir fallega garða, velheppnaðar endur bætur á gömlu húsi og snyrtilegt umhverfi. Athöfnin var haldin í Bókasafni Seltjarnarness og voru eftirfarandi viðurkenningar veittar:
22.08.2006
Skólastarf hefst í dag
Fyrsti skóladagur nemenda Grunnskóla Seltjarnarness er í dag en kennarar komu til starfa að afloknu sumarleyfi þann 15. ágúst. Á þessu skólaári munu um 770 nemendur stunda nám við Grunnskólann og þar af eru rúmlega 50 nemendur að hefja nám í 1. bekk.
17.08.2006
Pöntun skólamáltíða í rafrænu Seltjarnarnesi
Í framhaldi af opnun á rafrænni þjónustugátt Seltjarnarnesbæjar síðast liðið vor fara pantanir á skólamáltíðum fyrir nemendur Mýrarhúsaskóla fram í gegnum þjónustusíðuna „Rafrænt Seltjarnarnes“ (sjá hnapp vinstra megin á þessari síðu eða http://rafraent.seltjarnarnes.is).