Fara í efni

Bæjarstjóri

Þór Sigurgeirsson er bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar kjörtímabilið 2022-2026. 

Þór hóf störf sem bæjarstjóri þann 9. júní 2022 en ráðning hans var staðfest af bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar daginn áður eða þann 8. júní.

Þór er ennfremur kjörinn bæjarfulltrúi og skipaði fyrsta sæti fyrir Sjálfstæðisflokkinn í síðustu sveitarstjórnarkosningum.

Bæjarstjóri er framkvæmdastjóri Seltjarnarnesbæjar, ráðinn af bæjarstjórn. Hann er æðsti embættismaður bæjarins og jafnframt æðist yfirmaður starfsmanna hans. 

Þór var bæjarfulltrúi Seltjarnarnesbæjar á árunum 2006 til 2010 og var jafnframt formaður Umhverfisnefndar og fulltrúi Seltjarnarnesbæjar í stjórn Sorpu bs.

Þór er fæddur 7. apríl 1967, uppalinn og búsettur á Seltjarnarnesi. Hann er sonur Sigurgeirs Sigurðsson fyrrverandi bæjarstjóra Seltjarnarnesbæjar og Sigríðar Gyðu Sigurðardóttur listmálara. Maki Þórs er María Björk Óskarsdóttir, viðskiptafræðingur og eiga þau fjögur börn.

Þór lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautarskólanum við Ármúla og hefur alla tíð starfað við sölu – og markaðsstörf, lengst af við vátryggingar fyrirtækja og einstaklinga. Síðustu ár gegndi hann starfi sölu- og verkefnastjóra hjá Rými.

Samtal við bæjarstjóra

Íbúum Seltjarnarness og öðrum sem eiga erindi við bæjarstjóra er velkomið að líta við á bæjarskrifstofunni að Austurströnd 2 á opnunartíma og kanna hvort að Þór á lausa stund. Ennfremur er ávallt velkomið að bóka viðtalstíma í síma 595-9100 eða senda honum tölvupóst á thor@seltjarnarnes.is

Síðast uppfært 11. nóvember 2022
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?