Fara í efni

Styttist í að hiti komist á gervigrasvöllinn við Suðurströnd

Þessa dagana stendur yfir frágangur á hitalögn gervigrasvallarins. Framkvæmdum vegna lagnarinnar er að mestu lokið utan að eftir er að afgreiða sérpantaða forhitara sem koma erlendis frá.

Þessa dagana stendur yfir frágangur á hitalögn gervigrasvallarins. Framkvæmdum vegna lagnarinnar er að mestu lokið utan að eftir er að afgreiða sérpantaða forhitara sem koma erlendis frá.

Forhitararnir eru sérsmíðaðir fyrir hvert kerfi og tekur nokkurn tíma að framleiða þá. Forhitararnir eiga að koma til landsins í byrjun desember og í framhaldi af því verður unnt að ljúka frágangi við lögnina. Samkvæmt áætlun ætti því að vera kominn hiti á völlinn upp úr miðjum desember.

Gervigrasvöllur




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?