Hér gefur að líta allar helstu upplýsingar um nefndir er starfa á vegum Seltjarnarnesbæjar.
Bæjarráð Seltjarnarnesbæjar
Bæjarráð fer ásamt bæjarstjóra með framkvæmdastjórn og fjármálastjórn bæjarfélagsins að því leyti sem þessi mál eru ekki öðrum falin.
Bæjarráð hefur eftirlit með stjórnsýslu bæjarfélagsins og fjármálastjórn þess, semur drög að fjárhagsáætlun og viðaukum við hana og leggur fyrir bæjarstjórn.
Bæjarráð sér um að ársreikningar bæjarfélagsins séu samdir reglum samkvæmt og lagðir fyrir bæjarstjórn til meðferðar og afgreiðslu.
Bæjarráð er skipuð þrem mönnum kjörnum af bæjarstjórn Seltjarnarness og jafnmörgum til vara. Kjörtímabil bæjarráðs er 1 ár.
Aðalmenn | Varamenn |
Magnús Örn Guðmundsson, formaður | Svana Helen Björnsdóttir |
Ragnhildur Jónsdóttir | Þór Sigurgeirsson |
Guðmundur Ari Sigurjónsson | Sigurþóra Bergsdóttir |
Fundartímar Bæjarráðs 2024
- 25. janúar
- 8. febrúar
- 26. febrúar
- 21. mars
- 18. apríl
- 23. maí
- 20. júní
- 22. ágúst
- 26. september
- 31. október
- 28. nóvember
- 12. desember
Heimilt er að boða til aukafunda ef þörf krefur.
Fjölskyldunefnd
Fjölskyldunefnd Seltjarnarness starfar skv. lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 og lögum um húsnæðismál nr 44/1998. Fer með verkefni barnaverndarnefndar samkvæmt barnaverndarlögum nr. 80/2002, sbr. og 32. gr. laga nr. 40/1991, málefni aldraðra, samkvæmt lögum nr. 125/1999. Fer með verkefni húsnæðisnefndar skv. 6. gr. laga um húsnæðismál nr. 44/1998.
Fjölskyldunefnd er skipað fimm mönnum kjörnum af bæjarstjórn Seltjarnarness og jafnmörgum til vara. Kjörtímabil ráðsins er hið sama og bæjarstjórnar.
Aðalmenn | Varamenn |
Hildigunnur Gunnarsdóttir, formaður | Svana Helen Björnsdóttir |
Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir, varaformaður | Inga Þóra Pálsdóttir |
Hákon Jónsson | Þröstur Þór Guðmundsson |
Sigurþóra Bergsdóttir | Árný Hekla Marinósdóttir |
Björg Þorsteinsdóttir | Bjarni Torfi Álfþórsson |
Fundartími fjölskyldunefndar 2025
21. janúar
18. mars
8. apríl
20. maí
19. ágúst
21. október
18. nóvember
Íþrótta- og tómstundanefnd
Íþrótta- og tómstundanefnd Seltjarnarnesbæjar starfar, í umboði bæjarstjórnar, að framkvæmd æskulýðs-, íþrótta- og tómstundamála bæjarfélagsins samkvæmt lögum og reglugerðum er þar að lúta og því sem bæjarstjórn felur henni.
Íþrótta- og tómstundarnefnd er skipað fimm mönnum kjörnum af bæjarstjórn og jafnmörgum til vara. Kjörtímabil ráðsins er hið sama og bæjarstjórnar.
Með samþykkt um stjórn Seltjarnarnesbæjar 831/2013 var heiti Íþrótta- og tómstundaráðs breytt í Íþrótta- og tómstundanefnd. Íþrótta- og tómstundaráð hét áður Æskulýðs og íþróttaráð Seltjarnarness en á 319. fundi þess 17. janúar 2007 var samþykkt að breyta heiti nefndarinnar. Samþykkt þessi var staðfest í bæjarstjórn 14. febrúar 2007.
Aðalmenn | Varamenn |
Guðmundur Helgi Þorsteinsson, formaður | Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir |
Inga Þóra Pálsdóttir, varaformaður | Hannes T. Hafstein |
Hildigunnur Gunnarsdóttir | Örn Viðar Skúlason |
Guðmundur Gunnlaugsson | Áslaug Ragnarsdóttir |
Ólafur Finnbogason | Magnea Gylfadóttir |
Menningarnefnd
Menningarnefnd fer með málefni lista- og menningarsjóðs, stjórn Bókasafns og Náttúrugripasafns Seltjarnarness.
Menningarnefnd er skipuð fimm mönnum kjörnum af bæjarstjórn og jafnmörgum til vara. Kjörtímabil nefndarinnar er hið sama og bæjarstjórnar.
Aðalmenn | Varamenn |
Þórdís Sigurðardóttir, formaður | Grétar Dór Sigurðsson |
Inga Þóra Pálsdóttir | Hjördís Vilhjálmsdóttir |
Þröstur Þór Guðmundsson | Sjöfn Þórðardóttir |
Stefán Árni Gylfason | Halla Helgadóttir |
Bryndís Kristjánsdóttir | Eva Rún Guðmundsdóttir |
Skipulags- og umferðarnefnd
Skipulags- og umferðarnefnd. er skipuð fimm aðalmenn og jafnmargir til vara skv. samþykkt bæjarstjórnar frá 26. júní 2013 og skv. 6. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd skal jafnframt gegna hlutverki umferðarnefndar, sbr. heimild í 2. mgr. 116. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Kjörtímabil nefndarinnar er hið sama og bæjarstjórnar.
Erindi sem eiga að fara fyrir nefndina þurfa að berast í viku fyrir fund til að tryggja að mál geti hlotið afgreiðslu á viðkomandi fundi.
Fundartími Skipulags- og umferðarnefnd 2024
17. janúar
15. febrúar
14. mars
11. apríl
16. maí
13. júní
18. júlí
15. ágúst
5. september
24. október
21. nóvember
19. desember
Skólanefnd
Skólanefnd fer með málefni grunnskóla, sbr. lög um grunnskóla nr. 66/1995, jafnframt með leikskólamál skv. 9. gr. laga nr. 78/1994 um leikskóla, ennfremur málefni tónlistarskóla samkvæmt lögum nr. 75/1985 um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla.
Skólanefnd er skipuð fimm aðalmönnum kjörnum af bæjarstjórn og jafnmörgum til vara. Kjörtímabil nefndarinnar er hið sama og bæjarstjórnar.
Varamenn | |
Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir, formaður | Hannes T. Hafstein |
Ragnhildur Jónsdóttir, varaformaður | Guðmundur Helgi Þorsteinsson |
Grétar Dór Sigurðsson | Hákon Jónsson |
Karen María Jónsdóttir | Sigurþóra Bergsdóttir |
Guðmundur Ari Sigurjónsson | Guðmundur Gunnlaugsson |
Fundartími Skólanefndar 2025
29. janúar
26. mars
28. maí
25. júní
27. ágúst
29. október
26. nóvember
Umhverfisnefnd
Umhverfisnefnd er umsagnaraðili og gerir tillögur í sambandi við landnýtingu. Annast umhverfismál sbr. lög um náttúruvernd nr. 44/1999, og umhirðu opinna svæða.
Umhverfisnefnd er skipuð fimm aðalmönnum kjörnum af bæjarstjórn og jafnmörgum til vara. Kjörtímabil ráðsins er hið sama og bæjarstjórnar.
Aðalmenn | Varamenn |
Grétar Dór Sigurðsson, formaður | Hildigunnur Gunnarsdóttir |
Hannes T. Hafstein, varaformaður | Örn Viðar Skúlason |
Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir | Hákon Jónsson |
Stefán Bergmann | Karen María Jónsdóttir |
Magnea Gylfadóttir | Björg Þorsteinsdóttir |
Veitustofnanir - stjórn
Stjórn veitustofnana fer með stjórn og rekstur veitufyrirtækja bæjarins og starfa skv. lögum um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 81/1991 , reglugerð nr. 401/2005, orkulög nr. 58/1967 og reglugerðum settar á grundvelli þeirra.
Stjórn veitustofnana er skipuð fimm aðalmönnum kjörnum af bæjarstjórn og jafnmörgum til vara. Kjörtímabil stjórnar er hið sama og bæjarstjórnar.
Aðalmenn | Varamenn |
Svana Helen Björnsdóttir, formaður | Örn Viðar Skúlason |
Þór Sigurgeirsson | Grétar Dór Sigurðsson |
Guðmundur Jón Helgason | Guðmundur Helgi Þorsteinsson |
Sigurþóra Bergsdóttir | Garðar Svavar Gíslason |
Bjarni Torfi Álfþórsson | Karen María Jónsdóttir |
Öldungaráð Seltjarnarnesbæjar
Öldungaráð Seltjarnarnesbæjar starfar í umboði bæjarstjórnar Seltjarnarnesbæjar. Hlutverk þess og markmið er að vera vettvangur samráðs íbúa 67 ára og eldri, félagasamtaka þeirra, atvinnulífs og bæjaryfirvalda.
Öldungaráð er skipað fimm fulltrúum og jafnmörgum til vara. Bæjarstjórn kýs þrjá fulltrúa og þrjá til vara og skal aðalmaður vera formaður ráðsins. Heilsugæslan á Seltjarnarnesi tilnefnir einn fulltrúa og einn til vara. Félag eldri borgara á Seltjarnarnesi kýs þrjá fulltrúa og þrjá til vara. Kjörtímabil ráðsins er hið sama og bæjarstjórnar.
- Samþykkt fyrir öldungaráð
- Fundargerðir
Aðalmenn | Varamenn |
Hildigunnur Gunnarsdóttir, formaður | Þórleifur Jónsson |
Petrea I Jónsdóttir | |
Árni Emil Bjarnason | Guðmundur Ari Sigurjónsson |
Kristbjörg Ólafsdóttir - FEBSEL | Stefán Bermann - FEBSEL |
Sigríður Ólafsdottir - FEBSEL | Sigurður Hannesson - FEBSEL |
Aðalbjörg Finnbogadóttir - FEBSEL | Inga Hersteinsdóttir - FEBSEL |
Emilía Petra Jóhannsdóttir - Heilsugæslan | Helgi Hjaltason - FEBSEL |
Nefndir kjörnar til tveggja ára 2022-2024
Sorpa - stjórn
Sorpeyðing höfuðborgarsvæðisins er byggðasamlag sem starfar á grundvelli stofnsamnings frá 15. febrúar 1988, en endurskoðaður stofnsamningur tók gildi 1. júlí 2004.
Tilgangur þess er að annast sorpeyðingu fyrir stofnaðila þess. Eftirtalin sveitarfélög eiga aðild að byggðasamlaginu: Seltjarnarnesbær, Reykjavíkurborg, Garðabær, Kópavogur, Mosfellsbær, Hafnarfjörður og Bessastaðahreppur.
Stjórn byggðasamlagsins er skipuð einum fulltrúa og einum til vara frá hverju aðildarsveitarfélagi og skal hann vera aðalmaður í sveitarstjórn eða framkvæmdastjóri sveitarfélags. Sömu skilyrði gilda um varamenn sem hver sveitarstjórn tilnefnir.
Sorpeyðing höfuðborgasvæðisins bs. hefur aðsetur að Gufunesvegi 112.
Aðalmenn | Varamenn |
Svana Helen Björnsdóttir | Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir |
Strætó bs. - stjórn
Strætó bs. er byggðasamlag í eigu Seltjarnarnesskaupstaðar, Reykjavíkurborgar, Kópavogsbæjar, Garðabæjar, Hafnafjarðarbæjar og Mosfellsbæjar og Sveitafélagsins Álftaness Stjórn byggðasamlagsins er skipuð sjö mönnum, einum frá hverju sveitarfélagi og jafnmörgum til vara.
Í stjórn Strætó bs. eru:
Aðalmenn | Varamenn |
Magnús Örn Guðmundsson | Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir |
Samstarfsnefndir
Almannavarnanefnd
Almannavarnanefnd starfar skv. lögum um almannavarnir nr. 94/1962 , með síðari breytingum. Samkvæmt 9. gr. laganna er hlutverk almannavarnanefnda að skipuleggja og annast björgunar- og hjálparstörf vegna hættu eða tjóns sem skapast hefur vegna hernaðarátaka, náttúruhamfara eða af annarri vá. Þær skulu gera áætlanir um skipulag almannavarna í samvinnu við ríkislögreglustjóra og almannavarnaráð.
Sameiginleg almannavarnarnefnd er fyrir Seltjarnarnes, Reykjavík, Mosfellsbæ og Kjósarhrepp.
Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins skal skipuð bæjarstjórum Seltjarnarnes- og Mosfellsbæja, oddvita Kjósarhrepps, borgarstjóra Reykjavíkur, sem jafnframt er formaður nefndarinnar og tveimur kjörnum fulltrúum frá hverju sveitarfélagi fyrir sig. Auk þess sitja í nefndinni lögreglustjóri og slökkviliðsstjóri sem jafnframt er framkvæmdastjóri nefndarinnar og sér um daglegan rekstur hennar.
Kjörtímabil almannavarnanefndar er hið sama og bæjarstjórnar.
Aðalmenn | Varamenn |
Þór Sigurgeirsson | Svana Helen Björnsdóttir |
Magnús Örn Guðmundsson | Sigurþóra Bergsdóttir |
Undirnefndir almannavarnanefndar eru: Framkvæmdaráð, sem skipað er bæjarstjórum Mosfells- og Seltjarnarnesbæja, borgarstjóra Reykjavíkur, og hreppstjóra Kjósarhrepps, auk lögreglustjóra og slökkviliðsstjóra.
Aðgerðastjórn, sem skipuð er fulltrúum lögreglu og slökkviliðs og fulltrúa frá björgunarsveitum og Rauða krossi Íslands. Auk þess sitja í aðgerðastjórn borgarverkfræðingur og héraðslæknirinn í Reykjavík. Einn fulltrúi er tilnefndur frá hverju hinna sveitarfélaganna.
Aðsetur almannavarnanefndar er hjá Skökkviliði höfuðborgarsvæðisins bs., Skógarhlíð 14. 105 Reykjavík.
Samstarfsnefnd skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins
Á grundvelli auglýsingu nr. 97/1973, sbr. núg. ákvæði 3. og 55. gr. laga nr. 44/1999 um náttúruvernd er samkomulag á milli Rykjavíkurborgar, Kópavogar, Seltjarnarness, Garðabæjar, Sandgerðisbæjar, Grindavíkur, Gerðahrepps, Vatnsleysustrandarhrepps, Bessastaðahrepps, Reykjanesbæjar og Mosfellsbæjar um rekstur skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli og Bláfjallafólksvangs.
Á 583. fundi bæjarstjórnar Seltjarnarness þann 12. nóvember 2003 voru samþykktir fyrir Stjórn skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins og Bláfjallafólvangs áður Bláfjallanefnd samþykktar. Samvinnunefnd sveitarfélaganna, Stjórn skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins og Bláfjallafólkvangs er skipuð einum fulltrúa frá hverjum aðila.
Aðsetur nefndarinnar er að Fríkirkjuvegi 11.
Aðalmenn | Varamenn |
Magnús Örn Guðmundsson | Ragnhildur Jónsdóttir |
Brunabótafélag Íslands - fulltrúaráð
Tilgangur og starfssvið Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands er skv. lögum nr. 68/1994 m.a. að taka þátt í vátryggingastarfsemi með eignaraðild að vátryggingafélögum og að stunda lánastarfsemi, m.a. til verklegra framkvæmda sveitarfélaga eftir því sem ástæður félagsins leyfa, svo og rekstur fasteigna.
Bæjarstjórn kýs einn aðalmann í fulltrúaráð Brunabótafélags Íslands og annar til vara skv. 9. gr. laga nr. 68/1994 um Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands.
Aðalmenn | Varamenn |
Þór Sigurgeirsson | Ragnhildur Jónsdóttir |
HEF Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness
Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis er skipuð samkv. lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Hlutverk hennar er m.a. að vinna að bættu heilbrigðiseftirliti á svæði sínu, annast fræðslu fyrir almenning og efla samvinnu við önnur yfirvöld og aðila sem vinna að þessum málum.
Heilbrigðiseftirlitið vinnur í umboði heilbrigðisnefndar og samkvæmt samþykktum um heilbrigðiseftirlitið frá 2022.
Í HEF sitja sex fulltrúar og af þeim er einn fulltrúi frá Seltjarnarnesi. Bæjarstjórn kýs einn aðalmenn og annan til vara skv. 11. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998.
Aðalmenn | Varamenn |
Hannes T. Hafstein | Guðmundur Helgi Þorsteinsson |
Hjúkrunarheimilið Eir - fulltrúaráð
Skipulagsskrá fyrir Hjúkrunarheimilið Eir var staðfest af dómsmálaráðherra 13. desember 1990.
Að Hjúkrunarheimilinu Eir standa eftirfarandi aðilar: Seltjarnarneskaupstaður, Reykjavíkurborg, Mosfellsbær, Verslunarmannafélag Reykjavíkur, Efling, Samtök blindra og blindravina, Félag aðstandenda Alzheimersjúkling, SÍBS, Sjómannadagurinn í Reykjavík og Hafnarfirði, Umönnunar- og hjúkrunarheimilið Skjól og Hússjóður Öryrkjabandalags Íslands
Fulltrúaráð Eirar er skipað 37 fulltrúum, þremur frá hverjum aðila nema sjö frá Reykjavíkurborg. Fulltrúaráð kýs formann og stjórn til fjögurra ára.
Aðalmenn | Varamenn |
Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) - Landsþing
Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) er samstarfsvettvangur sveitarfélaga á landinu.
Samband íslenskra sveitarfélaga vinnur að eflingu samstarfs íslenskra sveitarfélaga og að hvers konar hagsmunamálum þeirra.
Samkv. 87 gr. sveitarstjórnarlaga er Samband íslenskra sveitarfélaga sameiginlegur málsvari sveitarfélaganna og í gildi er sérstakur samstarfssáttmáli við ríkisstjórn Íslands.
Samkvæmt lögum Samband íslenskra sveitarfélag kjósa sveitarstjórnir fulltrúa á landsþing sem haldið er á fjögurra ára fresti. Á landsþingi er kosið í stjórn, fulltrúaráð og launanefnd sveitarfélaga.
Stóra breytingin 1. janúar 2023 - Sveitarfélög gegna veigamiklu hlutverki þegar kemur að úrgangsstjórnun og innleiðingu hringrásarhagkerfis. Umfangsmiklar lagabreytingar voru samþykktar á alþingi í júní 2021 um flokkun og endurvinnslu, hollustuhætti, mengunarvarnir, úrvinnslugjald og fleira. Þessar breytingar koma flestar til framkvæmda 1. janúar 2023 og er ætlað að skapa skilyrði fyrir myndun hringrásarhagkerfis svo stuðla megi að sjálfbærri auðlindanotkun og draga úr myndun úrgangs. Nánari upplýsingar um hringrásarverkefnið má finna á samband.is
Aðalmenn | Varamenn |
Þór Sigurgeirsson | Magnús Örn Guðmundsson |
Ragnhildur Jónsdóttir | Svana Helen Björnsdóttir |
Guðmundur Ari Sigurjónsson | Sigurþóra Bergsdóttir |
Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) - Fulltrúaráð
Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) er samstarfsvettvangur sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
Samþykkt fyrir Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu var samþykkt á framhaldsaðalfundi samtakanna 1. mars 2002 og þar kemur fram að markmið samtakanna er að vinna að sameiginlegum hagsmunamálum sveitarfélaganna, efla samstarf þeirra og stuðla að auknum samskiptum og samstarfi sveitarstjórnarmanna, sveitarstjórnarnefnda og starfsmanna sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
Bæjarstjórn tilnefndir tvo aðalmenn í fulltrúaráð SSH og tvo til vara.
Aðalmenn | Varamenn |
Ragnhildur Jónsdóttir | Magnús Örn Guðmundsson |
Guðmundur Ari Sigurjónsson | Sigurþóra Bergsdóttir |
Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) - Svæðisskipulagsráð
Stjórn SSH er skipuð framkvæmdastjórum þeirra sveitarfélaga sem aðild eiga að SSH hverju sinni. Hver sveitarstjórn tilnefnir varamann úr röðum kjörinna sveitarstjórnarmanna.
Innan SSH er starfandi samvinnunefnd um svæðisskipulag á höfuðborgarsvæðinu sem fjalla um breytingar um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2001-2024 og til að meta hvort ástæða sé til að endurskoða svæðisskipulagið.
Bæjarstjórn tilnefnir 2 fulltrúa í nefndina
Í Samvinnunefnd um svæðisskipulag á höfuðborgarsvæðinu eru:
Aðalmenn | Varamenn |
Svana Helen Björnsdóttir | Hákon Jónsson |
Karen María Jónsdóttir | Bjarni Torfi Álfþórsson |
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins (SHS) - stjórn
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er byggðasamlag Seltjarnarnesbæjar, Reykjavíkurborgar, Hafnarfjarðarbæjar, Garðabæjar, Álftaness, Kópavogs og Mosfellsbæjar.
Stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. (SHS) starfar á grundvelli stofnsamnings frá 31. maí 2000. Tilgangur þess er að vinna að forvörnum, veita fyrstu viðbrögð til að vernda líf og heilsu fólks, umhverfi og eignir og sinna öðrum lögbundnum verkefnum.
Stjórn byggðasamlagsins er skipuð framkvæmdastjórum aðildarsveitarfélaganna eða fulltrúum þeirra og jafnmörgum til vara. Kjörtímabil stjórnar er hið sama og bæjarstjórnar.
Aðalmenn | Varamenn |
Þór Sigurgeirsson | Ragnhildur Jónsdóttir |
Aðrar nefndir og ráð
Fulltrúi Heilsugæslunnar á Seltjarnarnesi
Aðalmenn | |
Sólveig Þórhallsdóttir |
Fulltrúar FEBSEL - Félags eldri borgara á Seltjarnarnesi
Aðalmenn | Varamenn |
Kristbjörg Ólafsdóttir, formaður | Helgi Hjaltason |
Sigríður Ólafsdóttir, gjaldkeri | Sigurður Hannesson |
Aðalbjörg Finnbogadóttir, ritari | |
Stefán Bergmann | |
Inga Hersteinsdóttir |
Notendaráð fyrir fatlað fólk
Aðalmenn | Varamenn |
Guðmundur Helgi Þorsteinsson, formaður | Svana Helen Björnsdóttir |
Hákon Jónsson | Þröstur Þór Guðmundsson |
Halldóra Jóhannesdóttir Sanko | Sigurþóra Bergsdóttir |
Heiðbjörk Hrund Grétarsdóttir, tilnefnd af ÖBÍ | |
Sigríður Heimisdóttir, tilnefnd af Þroskahjálp | |
Lárus Thor Valdimarsson, tilnefndur af Þroskahjálp |