Frá mörkum Reykjavíkur að Gróttu eru um 2,4 km. Mesta breidd Nessins er um 1 km en mjóst er það um 500 metrar. Fólk á öllum aldri gengur sér til heilsubótar um Nesið og meðfram ströndinni og nýtur fallegs umhverfisins og náttúrunnar á Seltjarnarnesi.
Mikið hefur verið lagt af myndarlegum göngustígum og má í bæjarfélaginu finna góða hjóla- og göngustíga er bæði tengja saman bæjarhluta og liggja um falleg náttúrusvæði t.a.m. Gróttu og umhverfið við Bakkatjörn. Göngu- og hjólastígur liggur allt frá Norðurströnd út að bílastæðinu við Gróttu og þaðan meðfram sjónum að Bakkatjörn og umhverfis hana. Þá tekur við göngu- og hjólastígur er liggur meðfram Suðurströnd allt niður að gatnamótum Nesvegar og Suðurstrandar.
Miklar framkvæmdir hafa farið fram við breikkun hjólastígs við Norðurströnd og miða frekar framkvæmdir að því að hvetja bæjarbúa enn frekar til að njóta útivistar og að hjólandi og gangandi vegfarendum verði auðveldað að komast leiðar sinnar.
Kort með göngu- og hjólastígum á Seltjarnarnesi
Hægt er skoða kortið í betri gæðum með því að ýta hér.