Frá mörkum Reykjavíkur að Gróttu eru um 2,4 km. Mesta breidd Nessins er um 1 km en mjóst er það um 500 metrar. Fólk á öllum aldri gengur sér til heilsubótar um Nesið og meðfram ströndinni og nýtur fallegs umhverfisins og náttúrunnar á Seltjarnarnesi.
Mikið hefur verið lagt af myndarlegum göngustígum og má í bæjarfélaginu finna góða hjóla- og göngustíga er bæði tengja saman bæjarhluta og liggja um falleg náttúrusvæði t.a.m. Gróttu og umhverfið við Bakkatjörn. Tvöfaldur göngu- og hjólastígur liggur allt frá Norðurströnd út að bílastæðinu við Gróttu og þaðan meðfram sjónum að Bakkatjörn og umhverfis hana. Þá tekur við göngu- og hjólastígur er liggur meðfram Suðurströnd allt niður að gatnamótum Nesvegar og Suðurstrandar.
Kort með göngu- og hjólastígum á Seltjarnarnesi
Hægt er skoða kortið í betri gæðum með því að ýta hér.