Fara í efni

Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
24.11.2006

Staða samkynhneigðar í fræðslu, jafnréttismálum og stefnu sveitarfélaga

Samtökin 78 stóðu í byrjun mánaðarins fyrir málstofu um samkynhneigð eins og málefnið tengist fræðslu, jafnréttismálum og stefnu sveitarfélaganna í nágrenni Reykjavíkur.
Seltjarnarnes fulltrúi Íslands á alþjóðavettvangi
22.11.2006

Seltjarnarnes fulltrúi Íslands á alþjóðavettvangi

Bæjarstjórinn á Seltjarnarnesi undirritaði í Stokkhólmi á dögunum samkomulag um að Seltjarnarnesbær verði fulltrúi Íslands í alþjóðasamtökunum INEC (International Network of E-Communities).
Enn og aftur í verðlaunasæti.
21.11.2006

Enn og aftur í verðlaunasæti.

Lið Selsins og Valhúsaskóla lenti í 3. sæti á Íslandsmóti First Lego League. First Lego League er hönnunarkeppni sem Verkfræðideild Háskóla Íslands stendur fyrir. Þema keppninnar var NANO tækni.
Dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur í leikskólum bæjarins
17.11.2006

Dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur í leikskólum bæjarins

Börn í Sólbrekku og Mánabrekku komu saman á degi íslenskrar tungu. Sungin voru íslensk lög og farið með þulur og vísur.
Vel heppnað menningarmót
14.11.2006

Vel heppnað menningarmót

Menningarmót var haldið á Bókasafninu á Eiðistorgi þann 11. nóvember. Mótið sem var byggt upp á svipaðan hátt og skólaþing og íbúaþing þau sem bæjarbúar þekkja þótti takast vel og voru þátttakendur mjög virkir.
Nemendur úr Lúðrasveit Tónlistarskóla Seltjarnarness sýna aftur söngleikinn Sálsveitina skuldbinding
13.11.2006

Nemendur úr Lúðrasveit Tónlistarskóla Seltjarnarness sýna aftur söngleikinn Sálsveitina skuldbinding

Síðast liðið vor frumfluttu nemendur Tónlistarskólans söngleik byggðan á kvikmyndinni The Commitments. Vegna hvatningar fjölmargra sem sáu sýninguna verður hún sýnd aftur fjórum sinnum, 13, 14 og 15. nóvember í Félagsheimili Seltjarnarness
10 ára afmæli Mánabrekku
10.11.2006

10 ára afmæli Mánabrekku

Þann 1. nóvember sl. átti leikskólinn Mánabrekka 10 ára afmæli. Í því tilefni var foreldrum boðið í morgunmat og snæddu þau bollur, sem börnin bökuðu. A ð því loknu var hátíðardagskrá í salnum þar sem afmælissöngurinn var sunginn og hver deild flutti tónlistaratriði
31.10.2006

Krakkar úr kvikmyndaklubbi Selsins sigursæl í myndbandakeppni Vinnueftirlits ríkisins

Hluti af kvikmyndaklúbb Selsins, þau Þórunn Guðjónsdóttir, Sæmundur Rögnvaldsson, Sunna María Helgadóttir, Anna Bergljót Gunnarsdóttir og Ingólfur Arason unnu til 1. verðlauna í myndbandasamkeppni Vinnueftirlits Ríkisins.
Samstarfsverkefni Seltjarnarneskirkju og bæjarfélagsins í undirbúningi
25.10.2006

Samstarfsverkefni Seltjarnarneskirkju og bæjarfélagsins í undirbúningi

Seltjarnarneskirkja er með í undirbúningi verkefni er nefnist „Kærleikur í verki“ en Seltjarnarnesbær mun styðja við verkefnið fjárhagslega. Ætlunin er að fá unga sjálfboðaliða til að heimsækja eldri borgara á Seltjarnarnesi og á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund.
Meiri stærðfræði fyrir grunnskólabörn á Seltjarnarnesi
17.10.2006

Meiri stærðfræði fyrir grunnskólabörn á Seltjarnarnesi

Í haust var kennslustundum í stærðfræði í yngri deildum Grunnskóla Seltjarnarness fjölgað frá því sem áður hefur verið. Um er að ræða viðbótarstundir sem bætast ofan á viðmiðunarstundarskrá og lengja þar með skóladag nemenda.
Leikskólinn Sólbrekka 25 ára.
03.10.2006

Leikskólinn Sólbrekka 25 ára.

Þann 1. október sl. átti leikskólinn Sólbrekka 25 ára afmæli. Mikið var um dýrðir í skólanum í tilefni afmælisins. Foreldrar borðuðu morgunmat með börnum sínum í skólanum og fleiri gestir bættust í hópinn þegar leið á morguninn.
Dagvistarrýmum aldraðra fjölgað um helming
29.09.2006

Dagvistarrýmum aldraðra fjölgað um helming

Að ósk bæjaryfirvalda á Seltjarnarnesi hefur heilbrigðisráðuneytið fallist á aðheimila fjölgun dagvistarrýma fyrir aldraðra frá og með 1. september síðastliðnum.
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?