- Áætlun um móttöku og meðhöndlun úrgangs og farmleifa skipa
- Reglur um auglýsingaskilti á Seltjarnarnesi
- Samþykkt um fráveitu í Seltjarnarnesbæ
- Samþykkt um gatnagerðargjald á deiliskipulögðum svæðum í Seltjarnarnesbæ
- Samþykkt um umgengni og þrifnað utan húss á Seltjarnarnesi
- Samþykkt um sorphirðu og hreinsun opinna svæða á Seltjarnarnesi nr. 95/1999
Seltjarnarnesbær kappkostar að framfylgja lögum og reglugerðum varðandi umhverfismál sem eiga við starfsemi sveitarfélagsins.
Umhverfisstefna Seltjarnarnesbæjar
Seltjarnarnesbær tilheyrir HEF - Heilbrigðiseftirliti Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness.
- Heimilisfang: Hlíðarsmári 14, Kópavogi
- Sími: 550 5400
- Netfang: hef@heilbrigdiseftirlit.is
Umsóknir og endurnýjun leyfa
- Leita skal beint til Heilbrigðiseftirlitsins ef sækja þarf um ný leyfi eða endurnýja eldri leyfi.
- Sótt er um á umsóknarsíðu HEF
Hundahald á Seltjarnarnesi
- Heilbrigðiseftirlitið hefur eftirlit með samþykktum um hundahald sem gildir í sveitarfélögum.
- Sótt er um skráningu á hundi á Seltjarnarnesi á skráning hundahalds á umsóknarsíðu HEF
- Gjaldskrá um hundahald er að finna á heimasíðu HEF.
Ábendingar
- Senda má fyrirspurnir og ábendingar til Heilbrigðiseftirlitsins á hef@heilbrigdiseftirlit.is
Heilbrigðiseftirlitið starfar samkvæmt lögum um matvæli, hollustuhætti og mengunarvarnir. Það hefur meðal annars eftirlit með dreifingu og sölu matvæla, smásölu tóbaks, sinnir almennu umhverfiseftirliti og fylgist með framkvæmd mengunarvarna.
Heilbrigðisnefnd, eða embætti heilbrigðiseftirlits í hennar umboði, gefur út starfsleyfi fyrir allan starfsleyfis skyldan atvinnurekstur og sinnir reglubundnu eftirliti með honum.
Sorphirða
Stefna Seltjarnarnesbæjar er sú að sorphirða frá íbúum sé með þeim hætti sem best getur talist á höfuðborgarsvæðinu.
Öll heimili á Seltjarnarnesi eiga að vera með tvær tunnur
- Gráa sorptunnu fyrir almennan úrgang.
- Endurvinnslutunnu fyrir pappírsúrgang.
- Hægt er að sækja um aukatunnur ef þörf krefum sem greitt er fyrir skv. gjaldskrá.
- Hægt er að óska eftir nýrri tunnu eða loki ef núverandi tunna er skemmd.
- Í slíku tilviki má hafa samband við þjónustuver Seltjarnarness í síma 5959 100 eða á postur@seltjarnarnes.is
Hér má finna nánari upplýsingar um flokkun og umgengni um sorp
Umferðaröryggisáætlun
Umferðaröryggisáætlun Seltjarnarnesbæjar 2018-2022
Helsta markmið umferðaröryggisáætlunar er að fækka slysum og óhöppum, að unnið verði að bættu umferðaröryggi og tryggja að brýn verkefni fái forgang.
- Samgöngustofa hefur undanfarin ár hvatt sveitarfélög til að gera áætlanir um umferðaröryggi.
- Seltjarnarnes er eitt af þeim sveitarfélögum sem gerði samning við Samgöngustofu um að skuldbinda sig til að gera umferðaröryggisáætlun.
- Umferðaröryggisáætlun á að miða að aukinni vitund um umferðaröryggismál, bæði meðal forráðamanna sveitarfélaga og almennings.
- Í áætluninni er núverandi staða er greind, helstu markmið og áherslur settar fram og sett fram framkvæmdaáætlun með forgangsröðun verkefna.
- Áætlað er að við gerð árlegrar fjárhagsáætlunar að tekið verði tillit til umferðaröryggisáætlunar og að hún verði endurnýjuð á fjögurra ára fresti.
- Fram að þeim tíma verði ábendingum sem berast sveitarfélaginu varðandi umferðaröryggi safnað saman og þær skoðaðar.
- Jafnframt verði unnið að þeim úrbótum sem lagðar eru fram í þessari umferðaröryggisáætlun.
Umhverfisviðurkenningar
Verður uppfært á næstunni