
01.04.2024
Fögnum 9. apríl 2024, 50 ára afmæli Seltjarnarnesbæjar
Afmælishátíð og opinber heimsókn forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar og frú Elizu Reid í tilefni af 50 ára kaupstaðarafmæli Seltjarnarnesbæjar þann 9. apríl 2024.

25.03.2024
Útboð á hirðu úrgangs við heimili á Seltjarnarnesi 2024-2029
Seltjarnarnesbær óskar eftir tilboðum í hirðu úrgangs frá heimilum innan bæjarins. Útboðsfrestur er til kl. 14.00 þann 11. apríl nk.

21.03.2024
Útboð í götu- og stígalýsingu
Seltjarnarnesbær auglýsir opið útboð á EES svæðinu og óskar eftir tilboðum í LED lampa fyrir götu- og stígalýsingu á Seltjarnarnesi. Skilafrestur tilboða er til 30. apríl 2024.

18.03.2024
Seltjarnarnesbær gerir þjónustusamning við Motus
Í þeirri viðleitni að tryggja sjálfbæran fjárhag sveitarfélagsins og viðhalda gagnsæi í rekstri hefur Seltjarnarnesbær undirritað þjónustusamning við Motus og Lögheimtuna til að halda utan um innheimtumál bæjarins.

15.03.2024
982. Bæjarstjórnarfundur 20. mars dagskrá
Boðað hefur verið til 982. bæjarstjórnarfundar kl. 17:00 miðvikudaginn 20. mars 2024 í bæjarstjórnarsalnum að Austurströnd 2.

07.03.2024
Sumarstörf fyrir 18 ára+ Opið fyrir umsóknir
Í boði eru fjölbreytt sumarstörf hjá Seltjarnarnesbæ fyrir ungmenni 18 ára og eldri sumarið 2024. Áhugasamir eru hvattir til að sækja um. Umsóknarfrestur er til og með 18. mars nk.

05.03.2024
Lokun á heitu vatni 6. mars Barðaströnd og Látraströnd
Íbúar á Barðaströnd og Látraströnd athugið! Miðvikudaginn 6. mars verður lokað fyrir heita vatnið frá kl. 10:00 og fram eftir degi. Lokunin nær til eftirfarandi húsa: Barðaströnd 2,4,1-25 og Látraströnd 1,3,5,2-26. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda. Hitaveita Seltjarnarness - S: 5959 100

01.03.2024
Öflugur þjónustufulltrúi óskast á bæjarskrifstofuna
Laust til umsóknar starf þjónustufulltrúa Seltjarnarnesbæjar. Um 100% starf er að ræða og þarf viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til 18. mars nk.