Litaveita er nýtt veggverk eftir Þórdísi Erlu Zoëga á hitaveituhúsinu við Gróttu. Þórdís Erla er Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2022 og er veggverkið hennar framlag til Seltjarnarnesbæjar(english version below).
Listaverkið Litaveita
Litaveita er undir áhrifum frá náttúrufegurðinni í Gróttu og hinu mikla sjónarspili sem að himininn býður upp á þessum útsýnisstað. Verkið er m.a. unnið úr litbreytimálningu og litbreytifilmu sem breytist mikið eftir veðráttu og tíma dags. Sitt hvor hringurinn, sem minnir á sól eða tungl, er á hvorum gafli hússins og geta vegfarendur speglað sig og náttúruna í þeim auk þess að fylgjast með litbreytingum sem þeir bjóða upp á eftir því hvaða tíma dags horft er á þá. Lita- og skuggaspil verksins gerir áhorfandann meðvitaðan um hringrás sólarinnar og líðandi stund.
Þórdís Erla Zoëga (1988) lauk námi við Gerrit Rietveld Academie í Amsterdam árið 2012. Hún hefur sýnt verk í Kaupmannahöfn, Amsterdam, Stokkhólmi, Berlín, Basel, Tékklandi og víðar. Hér á landi hefur hún unnið verk fyrir Listahátíð í Reykjavík, Listasafn Árnesinga, Listasafn Akureyrar, Gerðarsafn, Íslenska dansflokkinn og Listasafn Reykjavíkur, auk þess sem hún bæjarlistamaður Seltjarnarnesbæjar 2022. Hún hefur nýlega gengist til liðs við gallerýið BERG Contemporary og er með einkasýninguna Spaced Out þar til 30.desember næstkomandi.
Hægt er að fræðast meira um Þórdísi hér:
thordiserlazoega.is | instagram.com/thordiserlazoega
Hue Supply Artwork
Hue Supply is a new mural by Thordis Erla Zoega by the Seltjarnarnes Heat supply. Thordis is the town artist of Seltjarnarnes 2022.
Þórdís Erla Zoëga (1988) graduated from Gerrit Rietveld Academie in Amsterdam in 2012. She has exhibited her work in Copenhagen, Amsterdam, Stockholm, Berlin, Basel, the Czech Republic, and further worldwide. In Iceland, she has exhibited at the Reykjavík Arts Festival, LÁ Art Museum, Akureyri Art Museum, Gerðarsafn Kópavogur Art Museum, with the Iceland Dance Company and the Reykjavík Art Museum. She is currently Seltjarnarnes town’s honorary artist of the year. This is her first solo exhibition at BERG Contemporary.
Þórdís Erla Zoëga (1988) graduated from Gerrit Rietveld Academie in Amsterdam in 2012. She has exhibited her work in Copenhagen, Amsterdam, Stockholm, Berlin, Basel, the Czech Republic, and further worldwide. In Iceland, she has exhibited at the Reykjavík Arts Festival, LÁ Art Museum, Akureyri Art Museum, Gerðarsafn Kópavogur Art Museum, with the Iceland Dance Company and the Reykjavík Art Museum. She is currently Seltjarnarnes town’s honorary artist of the year. She has recently joined gallery BERG Contemporary and has a solo show there until December 30th.
You can follow Thordis at:
thordiserlazoega.is | instagram.com/thordiserlazoega