Fara í efni

Skrifað undir yfirlýsingu um breiðband

Þann 8. nóvember síðast liðinn skrifuðu leiðtogar frá borgum víðsvegar um heiminn undir yfirlýsingu um opin gagnaflutningsnet. Í yfirlýsingunni segir meðal annars að samfélög þurfi að hafa aðgang að opnu, öflugu gagnaflutningsneti sem ávallt geti svarað kröfum samtímans hvað varðar gæði og hraða gagnaflutninga.

Þann 8. nóvember síðast liðinn skrifuðu leiðtogar frá borgum víðsvegar um heiminn undir yfirlýsingu um opin gagnaflutningsnet. Í yfirlýsingunni segir meðal annars að samfélög þurfi að hafa aðgang að opnu, öflugu gagnaflutningsneti sem ávallt geti svarað kröfum samtímans hvað varðar gæði og hraða gagnaflutninga.

Einnig sé mikilvægt að rekstur slíks nets sé aðskilinn frá þeirri þjónustu sem á því er veitt til að tryggja samkeppni og jafnræði með þeim er bjóða fram þjónustu á slíkum netum.

Samkvæmt yfirlýsingunni telst „breiðbandstenging“ vera þar sem gagnaflutningshraði er 100 mb á sekúndu eða meira í báðar áttir miðað við núverandi staðla. Öflug gagnaflutningsnet eru talin ein af forsendum fyrir nýsköpun og hagvexti og því mikilvæg fyrir þjóðir eða svæði er leggja vilja áherslu á hagsæld og vöxt.

Við undirritun breiðbandsyfirlýsingar

Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri, undirritaði yfirlýsinguna fyrir hönd Seltjarnarness en meðal annarra má nefna borgarstjórann í Stokkhólmi, borgarstjóra Amsterdam og einn af borgarstjórum Utah fylkis í Bandaríkjunum. Nánari upplýsingar má sjá á http://www.i-nec.com/.




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?