Fara í efni

Þjónusta við eldri bæjarbúa

Margvísleg þjónusta er í boði fyrir aldraða á Seltjarnarnesi er miðar að því að tryggja elstu kynslóð bæjarfélagsins áhyggjulaust ævikvöld. 

Lögð er áhersla á fjölbreytta þjónustu innan sem utan heimilis íbúanna.

Heimaþjónusta

  • Heimaþjónusta er veitt öldruðum, öryrkjum og öðrum þeim sem ekki geta vegna heilsubrests annast dagleg heimilisstörf.
  • Markmiðið með heimaþjónustu er að aðstoða einstaklinga og fjölskyldur sem geta ekki hjálparlaust séð um heimilishald sitt sjálfir.
  • Þjónustan getur verið tímabundin eða til lengri tíma, allt eftir aðstæðum.
  • Hægt er að sækja um heimaþjónustu í gegnum mínar síður
  • Þjónustuþörf er metin í hverju tilviki af viðkomandi starfsmanni.
  • Matið er gert með heimsókn á heimili umsækjanda þar sem lagt er mat á þörf og umfang þjónustunnar.
  • Nánari upplýsingar í síma 5959134 og 822 9158 á milli kl. 9:00 og 14:30.

Reglur og gjaldskrá

Félagsstarf aldraðra

  • Fjölbreytt félagsstarf fer fram í þjónustukjarnanum að Skólabraut 3-5 sem og víðar á Seltjarnarnesi.
  • Boðið er upp á margvísleg tómstundastörf þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
  • Má þar nefna hverskyns handavinnu, útskurð, bókband, leirlist, glerlist og glerbræðslu.
  • Þá eru spilakvöld, dans og jóga, söngstundir auk þess sem farið er í leikhús og ferðalög.
  • Bingó, billiard, pútt og fjölmargt fleira áhugavert í gangi. 

Hér má skoða má dagskrá félagsstarfsins í heild sinni er hún er gefin út tvisvar á ári, fyrir haustönn og vorönn.

Dagvist aldraðra

  • Starfrækt er dagvist fyrir aldraða á Hjúkrunarheimilinu Seltjörn að Safnatröð 1.
  • Dagvistin er opin frá kl. 8:00 - 16:00 alla virka daga.
  • Lögð er áhersla á góða samveru og félagsskap.
  • Frekari upplýsingar um dagþjálfun veitir forstöðumaður dagvist aldraðra á Seltjörn, í síma 852 1180
  • Einnig er hægt að senda fyrirspurn á tölvupóstfang dagdeildseltjorn@sunnuhlid.is

Heimsending málsverða - mötuneyti

  • Aldraðir geta fengið keyptan heitan hádegismat frá Veislunni.
  • Maturinn er borinn fram í matsal á Skólabraut 5 alla daga vikunnar.
  • Þeir sem ekki geta matast í matsalnum geta fengið mat sendan heim.
  • Nánari upplýsingar í síma 595 9148 eða 595 9145

Hárgreiðsla og snyrting

  • Í þjónustukjarna er boðið upp á hárgreiðslu, fótsnyrtingu og aðstoð við böðun.

Niðurgreidd sjúkraþjálfun aldraðra

  • Seltjarnarnesbær greiðir hlut ellilífeyrisþega í sjúkraþjálfun.
  • Skilyrði er að viðkomandi sé orðinn 67 ára, búsettur á Seltjarnarnesi og að viðkomandi sé í meðferð sé hjá löggiltum sjúkraþjálfara
  • Endurgreiðslur fara þannig fram að viðkomandi ellilífeyrisþegi greiðir sinn hlut sjálfur hjá viðkomandi sjúkraþjálfara en framvísar síðan greiddum reikningi á Bæjarskrifstofum Seltjarnarness, Austurströnd 2 ásamt því að fylla út beiðni um endurgreiðslu
  • Greiðsla eru lögð inn á reikning viðkomandi innan þriggja vikna.

Búsetumál aldraðra

Skólabraut 3-5

  • Á Skólabrautinni eru 38 íbúðir fyrir eldri borgara.
  • Flestar íbúðirnar eru eignaríbúðir en einnig eru nokkrar leiguíbúðir.
  • Seltirningar, 65 ára og eldri, hafa forkaupsrétt að þessum íbúðum.

Eiðismýri 30

  • Í Eiðismýrinni eru 26 íbúðir fyrir 60 ára og eldri.
  • Þar er húsvörður með viðveru hluta úr degi.

Hjúkrunarheimili – vistun aldraðra

  • Aldraðir sem þarfnast vistunar á hjúkrunarheimili eða dvalarheimilum þurfa að óska eftir vistunarmati.
  • Eyðublað má fá hjá félagsþjónstunni og einnig á þessum heimasíðum: landlaeknir.is og island.is.
  • Á höfuðborgarsvæðinu er umsókn send Vistunarmatsnefnd, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Þönglabakka 1, 109 Reykjavík.
  • Vistunarmatsnefnd er skipuð öldrunarlækni, félagsráðgjafa og hjúkrunarfræðingi.
  • Þegar umsókn um vistunarmat er samþykkt er umsækjanda boðið að tilgreina óskir um að lágmarki fjögur hjúkrunarheimili.

Hjúkrunarheimilið Eir

  • Seltjarnarnesbær á hlut í hjúkrunarheimilinu Eir og hafa aldraðir Seltirningar sem þurfa hjúkrunarvistun dvalist þar.
  • Þá hefur bæjarfélagið aðgang að nokkrum rýmum á Hrafnistu í Laugarási og hafa eldri bæjarbúar einnig dvalist þar.

Á Skólabraut 3-5 eru íbúðir aldraðra með þjónustukjarna og þar fer stór hluti af félagsstarfi eldri bæjarbúa fram. Dagvist aldraðra er á hjúkrunarheimilinu Seltjörn við Sefgarða.

Skólabraut 3-5

 

Hjúkrunarheimilið Seltjörn

Síðast uppfært 09. desember 2024
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?