Fara í efni

Sundlaug Seltjarnarness

Sundlaug Seltjarnarness er staðsett í Íþróttamiðstöðinni við Suðurströnd og er í nánum tengslum við íþróttahúsið, knattspyrnuvöllinn, grunnskólann og World Class. 

Íþrótta- og tómstundafulltrúi: Haukur Geirmundsson

Sérstaða sundlaugarinnar

Sundlaug Seltjarnarness er einstök en sérstaða hennar er hið steinefnaríka vatn sem notað er beint frá borholu Hitaveitu Seltjarnarness. Efnasamsetning vatnsins fer vel í viðkvæma húð og exem. Sundlaugin býður upp á fjölbreytta aðstöðu utandyra og eiga allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, hvort sem fólk kemur til þess að synda, leika sér, slaka á í mjúku vatninu, skella sér í kaldan pott eða ræða heimsmálin í heitu pottunum. 

Aðstaða sundlaugarinnar 

  • 25 metra sundlaug með 4 sundbrautum - hitastig 29°C.
  • 48 m 2 barnalaug 90cm djúp - hitastig 35°C.
  • Barnavaðlaug 40cm djúp - hitastig 36-38°C.
  • 4 heitir pottar þar af einn nuddpottur - hitastig frá 38-44°C
  • 2 kaldir pottar - hitastig 4-8°C.
  • Eimbað - hitastig 40-50°C.
  • Rennibraut.
  • Leiktæki fyrir börn
  • Útiskýli.
  • Klefi fyrir fatlaða og eldri borgara sem geta verið með aðstoðarmanneskju óháð kyni

Afþreying í boði 

  • Sundleikfimi 4x í viku, allir velkomnir: mánudaga og miðvikudaga kl. 18.30 - 19.00 og þriðjudaga og fimmtudaga kl. 07:10.
  • Sundflot 1x í viku.
  • Sundæfingar hjá sunddeild KR.
  • Skriðssundsnámskeið fyrir fullorðna.
  • Nuddstofa er opin alla virka daga.
  • World Class rekur glæsilega heilsurækt í beinum tengslum við sundlaugina og þar er boðið uppá ýmsa tíma bæði í tækjasal og íþróttasölum.

Afgreiðslutímar á almennum frídögum

Frídagur Opnunartími
Nýársdagur Lokað
Skírdagur 8:00 - 19:30
Föstudagurinn langi Lokað
Páskadagur Lokað
Annar í páskum 8:00 - 19:30
Verkalýðsdagurinn, 1. maí Lokað
Uppstigningardagur 8:00 - 19:30
Hvítasunnudagur 8:00 - 19:30
Lýðveldisdagurinn, 17. júní Lokað
Frídagur Verslunarmanna 8:00 - 19:30
Þorláksmessa 6:30 - 19:30
Aðfangadagur jóla 8:00 - 12:30
Jóladagur Lokað
Annar í jólum Lokað
Gamlársdagur 8:00 - 12:30

 

Árleg vorlokun sundlaugar

  • Sundlaug Seltjarnarness lokar á ári hverju í 5 virka daga í maí vegna viðhalds og þrifa.
  • Nákvæm tímasetning er auglýst sérstaklega.
Síðast uppfært 04. janúar 2025
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?