Menningarmót var haldið á Bókasafninu á Eiðistorgi þann 11. nóvember. Mótið sem var byggt upp á svipaðan hátt og skólaþing og íbúaþing þau sem bæjarbúar þekkja þótti takast vel og voru þátttakendur mjög virkir.
Menningarmót var haldið á Bókasafninu á Eiðistorgi þann 11. nóvember. Mótið sem var byggt upp á svipaðan hátt og skólaþing og íbúaþing þau sem bæjarbúar þekkja þótti takast vel og voru þátttakendur mjög virkir. Viðfangsefni mótsins var upphafið að undirbúning að gerð menningarstefnu fyrir bæjarfélagið og var óskað eftir þátttöku bæjarbúa við gerð stefnunnar.
Vinnunni var skipt upp í þrjá flokka en fjallað var um þá alla í einu. Flokkarnir voru uppeldismenning og afþreyingarmenning, stærri viðburðir og starfandi listamenn ásamt sögu og safnastarfsemi. Þátttakendur unnu síðan einfalda greiningarvinnu á vandamálum, draumum og lausnum er snerta listmenningu bæjarfélagsins.