Fara í efni

Skólaskrifstofa Seltjarnarnesbæjar

Skólaskrifstofa fer með yfirumsjón með allri starfsemi leik-, grunn- og tónlistarskóla, frístundamiðstöðvar, daggæslu í heimahúsum og skólaþjónustu.

Yfirmaður: Baldur Pálsson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs

Skólaskrifstofan heldur utan um innritun barna til dagforeldra og í leik-, grunn- og tónlistarskóla, ásamt umsjón með skráningu nemenda bæði í grunn- og tónlistarskóla utan lögheimilissveitarfélags.

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs sem yfirmaður skólaskrifstofu ber ábyrgð á upplýsingagjöf til skólanefndar, undirbúningi funda og ritun fundargerða, ásamt eftirfylgni við stefnumörkun og ákvarðanir nefndarinnar. Hann hefur ennfremur yfirsýn yfir dagforeldra í bænum, veitir þeim ráðgjöf og starfsleyfi, auk þess að hafa eftirlit með því að starfsreglum sé framfylgt. 

Síðast uppfært 06. desember 2022
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?