Fara í efni

Reglur Æskulýðs- og íþróttaráðs fyrir úthlutun ferðastyrkja vegna ferða íþróttahópa til útlanda

Markmið styrkjanna er að koma til móts við kostnað íþróttafélaga/hópa 13 ára og eldri á Seltjarnarnesi vegna keppnisferða til útlanda. ÍTS áskilur sér rétt á að endurmeta aldur í hverju tilfelli sig.

ÍTS er heimilt að meta styrkhæfni þeirra ferða sem á einhvern hátt eru styrktar annarsstaðar. Ferðir öldungaliða eða trimmflokka eru ekki styrkhæfar.

Hópum er heimilt að sækja um eina ferð á ári. Meta skal sérstaklega óskir um styrki umfram það. Sækja þarf um styrk í nafni félags/deildar. Sé umsækjandi ekki fjárráða sökum aldurs, skal foráðamaður sækja um styrkinn.

ÍTS ákveður viðmiðunargjald sem er föst tala, hvert sem ferðast er. Styrkurinn skal greiðast viðkomandi íþróttafélagi. Hámark er greitt fyrir tvo aðila, þjálfara og/eða fararstjóra, 70.000 þús kr-, .hvor. Hámarksupphæð er því 140.000 kr-. Við mat á upphæð skal tekið tillit til stærðar hópsins.

Sækja skal um styrk áður en ferð er farin. Umsókn skal fylgja afrekaskrá, heiti móts, allar kostnaðartölur, hvert ferðinni er heitið, tilgangur og dagsetningar
Umsóknum skal skilað til framkvæmdastjóra íþrótta-, tómstunda og æskulýðssviðs á skrifstofu hans eða í rafpósti.
Viðkomandi íþróttafélag/hópur/deild skal vera aðili að ÍSÍ.

Verði félag/deild uppvíst að því að gefa vísvitandi rangar upplýsingar um ferðir getur ÍTS svipt viðkomandi aðila öllum styrkjum í 1-3 ár.

Allar styrkbeiðnir sem sendar eru til ÍTS eru teknar til umfjöllunar á fundum ÍTS, sem metur hvaða umsóknir skulu teljast styrkhæfar hverju sinni.

Úthlutun styrkja miðaðst við fjárframlög ÍTS


Samþykkt á fundi ÍTS þann 28. maí 2009.


Íþrótta- og tómstundaráð Seltjarnarnes

Síðast uppfært 12. desember 2022
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?