Fara í efni

Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Þríþraut í Sundlaug Seltjarnarness
08.06.2006

Þríþraut í Sundlaug Seltjarnarness

Um síðustu helgi var haldin þríþrautarkeppni í Sundlaug Seltjarnarness á vegum Þríþrautarfélags Reykjavíkur. Alls mættu 33 keppendur til leiks en þríþraut samanstendur af sundi, hjólreiðum og hlaupi.
Gamlar hleðslur finnast við Nesstofu
06.06.2006

Gamlar hleðslur finnast við Nesstofu

Við útskiptingu á jarðvegi við Nesstofu komu í ljós gamlar hleðslur. Um er að ræða bæjargöng gamla Nesbæjarins sem var þarna áður en Nesstofa var byggð.
Sjálfstæðismenn unnu sinn stærsta sigur á Seltjarnarnesi
29.05.2006

Sjálfstæðismenn unnu sinn stærsta sigur á Seltjarnarnesi

Sjálfstæðismenn styrktu stöðu sína á Seltjarnarnesi og bættu við sig manni í bæjarstjórn í kosningunum s.l. laugardag. D-listi Sjálfstæðismanna fékk 67,2% atkvæða og fimm menn kjörna. N-listi Bæjarmálafélags Seltjarnarness fékk 32,8% atkvæða og 2 menn kjörna.
Fjölmenni við opnun sundlaugar
26.05.2006

Fjölmenni við opnun sundlaugar

Hátíð var í Sundlaug Seltjarnarness í gær þegar laugin var opnuð eftir breytingar. Í sundlauginni er nú rennibraut, sjópottur, nýir heitir pottar, buslulaug með leiktækjum, eimbað og útibekkir. Auk þess hefur móttaka sundlaugarinnar fengið nýtt útlit og búningsaðstaða hefur verið endurnýjuð.
Rafrænt Seltjarnarness opnar
24.05.2006

Rafrænt Seltjarnarness opnar

Ný rafræn þjónustugátt Seltjarnarnesbæjar hefur verið tekin í notkun og boðar nokkur tímamót í þjónustu bæjarins við íbúa. Seltirningar geta nú rekið erindi sín við stjórnsýslu og stofnanir bæjarins á rafrænan hátt og sparað sér með því sporin.
Samið um byggingu hjúkrunarheimilis á Lýsislóð
23.05.2006

Samið um byggingu hjúkrunarheimilis á Lýsislóð

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, borgarstjórinn í Reykjavík og bæjarstjórinn í Seltjarnarneskaupstað undirrituðu í dag samkomulag um að byggja sameiginlega hjúkrunarheimili á svokallaðri Lýsislóð, en lóðin markast af Eiðsgranda og Grandavegi.
Styttist í að keppt verði á gervigrasvellinum
22.05.2006

Styttist í að keppt verði á gervigrasvellinum

Framkvæmdir við nýjan og glæsilegan gervigrasvöll við Suðurströnd ganga vel og styttist óðum í að hægt verði taka hann í notkun. Unnið er að krafti við völlinn með það fyrir augum að æfingar og keppni geti hafist á nætunni.
Sundlaugin opnar
19.05.2006

Sundlaugin opnar

Sundlaug Seltjarnarness opnar eftir gagngerar endurbætur föstudaginn 26. maí kl. 06:50. Á uppstigningardag, hinn 25. maí næst komandi verður hægt að skoða laugina og þiggja veitingar milli klukkan 14 og 16. Í tilefni af opnun laugarinnar verður veittur ókeypis aðgangur að henni frá 26. maí til og með 2. júní.
Aldrei verið fleiri Seltirningar í Neshlaupinu
17.05.2006

Aldrei verið fleiri Seltirningar í Neshlaupinu

Neshlaupið fór fram laugardaginn 13. maí s.l. Hlaupið fór nú fram í 18. sinn og þátttakendur voru 273 sem er svipaður fjöldi og í fyrra. Þátttaka Seltirninga var góð, en aldrei hafa fleiri Seltirningar tekið þátt í Neshlaupinu
Ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar 2005 komin út
17.05.2006

Ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar 2005 komin út

Ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2005 er komin út og hefur verið dreift inn á hvert heimili eins og undanfarin þrjú ár. Í ársskýrslunni kemur meðal annars fram að rekstur bæjarsjóðs hefur sjaldan eða aldrei verið betri og hefur farið verulega batnandi allt kjörtímabilið.
Fimleikadeild Gróttu 20 ára
16.05.2006

Fimleikadeild Gróttu 20 ára

Fimleikadeild Gróttu hóf starfsemi sína haustið 1985 en deildin var formlega stofnuð 24. mars 1986 og fagnar því 20 ára afmæli.
Umhverfisráðherra staðfestir Aðalskipulag Seltjarnarness 2006-2024
16.05.2006

Umhverfisráðherra staðfestir Aðalskipulag Seltjarnarness 2006-2024

Sigríður Anna Þórðardóttir, umhverfisráðherra staðfesti og undirritaði nýtt aðalskipulag Seltjarnarness þriðjudaginn 16. maí. Þar með er lokið umfangsmiklu skipulagsferli sem hófst með fjölmennu og vel heppnuðu íbúaþingi haustið 2002.
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?