![Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2025 Opið fyrir umsóknir og tilnefningar](/static/news/xs/baejarlistamadur-augl.png)
01.11.2024
Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2025 Opið fyrir umsóknir og tilnefningar
Menningarnefnd Seltjarnarness auglýsir eftir umsóknum frá listamönnum og/eða tilnefningum um hver hljóta skuli nafnbótina Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2025.
![Sýnum gæsunum aðgát í umferðinni!](/static/news/xs/gaesir.jpg)
29.10.2024
Sýnum gæsunum aðgát í umferðinni!
GÆSA-VIÐVÖRUN! Eins og margir hafa tekið eftir þá er mikill fjöldi af gæsum á og við götur bæjarins ekki síst á Norður- og Suðurströndinni. Við hvetjum því ökumenn til að fara extra varlega í kringum spásserandi gæsirnar sem skella sér óhræddar út á malbikið til að sækja sér vatn og rölta fram og til baka þrátt fyrir bílumferðina. 🪿
![Verkfall hefur mikil áhrif á starfsemi Leikskóla Seltjarnarness](/static/news/xs/1730140780_leikskolar-skorin.jpg)
28.10.2024
Verkfall hefur mikil áhrif á starfsemi Leikskóla Seltjarnarness
Boðað verkfall félagsmanna í KÍ í Leikskóla Seltjarnarness hefst þriðjudaginn 29. október ef samningar nást ekki fyrir þann tíma. Komi til verkfalls mun það hafa mjög mikil áhrif á starfsemi Leikskóla Seltjarnarness, þar sem mikill fjöldi starfsfólks er í félaginu. Aðeins verður unnt að halda úti starfsemi að hluta til á einni deild, komi til verkfalls. Foreldrar/forsjáraðilar eru hvattir til að fylgjast með fréttum í fjölmiðlum um hvort komi til verkfalls og á meðan það stendur, ef til kemur. Komi til verkfalls mun Seltjarnarnesbær ekki innheimta gjöld fyrir þá daga sem börn geta ekki notið þjónustu. Vonandi ná samningsaðilar samkomulagi þannig að ekki komi til skerðingar á þjónustu við Leikskóla Seltjarnarness.
![Bæjarstjórnarfundur 30. október 2024 dagskrá](/static/news/xs/1729847311_1698254197_fundarmynd_hs.jpg)
25.10.2024
Bæjarstjórnarfundur 30. október 2024 dagskrá
Boðað hefur verið til 994. bæjarstjórnarfundar kl. 17:00 miðvikudaginn 30. október 2024 í bæjarstjórnarsalnum að Austurströnd 2.
![Lokun á heitu Vatni 23/10/2024](/static/news/xs/lokun-i-myrinni-23okt.jpg)
22.10.2024
Lokun á heitu Vatni 23/10/2024
Íbúar í Mýrinni vinsamlegast athugið!
Miðvikudaginn 23. október verður lokað fyrir heita vatnið í Tjarnamýri og hluta kolbeins og grænumýri frá klukkan 10 og fram eftir degi vegna viðgerða.
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
Hitaveita Seltjarnarness
S: 5959100
![Lokun á köldu Vatni 19/10/2024](/static/news/xs/lokun-a-koldu-19oktober24.jpg)
18.10.2024
Lokun á köldu Vatni 19/10/2024
Laugardaginn 19. október verður lokað fyrir kalda vatnið í Víkurströnd, part Kirkjubrautar og Mýrarhúsaskóla frá klukkan 10 og fram eftir degi vegna viðgerða. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
Hitaveita Seltjarnarness
S:5959-100
![Forstöðumaður félagsstarfs eldri bæjarbúa - laust starf](/static/news/xs/1728500494_leikfimi2-2.jpg)
09.10.2024
Forstöðumaður félagsstarfs eldri bæjarbúa - laust starf
Seltjarnarnesbær auglýsir eftir forstöðumanni félagsstarf eldri bæjarbúa í 60% starf. Umsóknarfrestur er til 21. október nk.
![Áframhaldandi samningur við Skólamat](/static/news/xs/2024-08-26-10.26.13.jpg)
09.10.2024
Áframhaldandi samningur við Skólamat
Að loknu útboði var samið aftur við Skólamat ehf. um rekstur mötuneyta fyrir leik- og grunnskóla sveitarfélagsins. Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar og Axel Jónsson eigandi Skólamatar ehf. skrifuðu á dögunum undir samstarfssamning til fjögurra ára sem ánægja er með sem og áframhaldandi samstarf.