Fara í efni

Atvinna og mannauður

Á Seltjarnarnesi búa ríflega 4700 íbúar og hjá Seltjarnarnesbæ starfa um 400 starfsmenn í fjölbreyttum störfum. Áhersla er lögð á að veita íbúum framúrskarandi þjónustu og starfsfólki gott vinnuumhverfi. 

Öll laus störf á vegum Seltjarnarnesbæjar eru auglýst á ráðningavef bæjarins þar sem ennfremur skal sækja um viðkomandi störf. Lögð er áhersla á að viðhafa vandaða stjórnsýsluhætti við ráðningar þannig að ráða megi þann hæfasta hverju sinni. Ráðning skal byggja á kröfu um menntun, reynslu, færni og hæfni í mannlegum samskiptum. Ennfremur er lögð er áhersla á skýrt og greinargott ráðningaferli þar sem réttmætis og áreiðanleika er gætt.

Í samræmi við jafnréttisáætlun Seltjarnarnesbæjar eru einstaklingar af öllum kynjum hvattir til að sækja um störf í boði. Öllum umsóknum  er svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Seltjarnarnesbæjar og viðkomandi stéttarfélags. Jafnlaunavottun er í gildi hjá Seltjarnarnesbæ.

Starfsfólk

Leita má að upplýsingum starfsfólk Seltjarnarnesbæjar s.s. eftir nöfnum og starfsheiti í öllum deildum eða í ákveðinni deild.

Laus störf

Ráðningavefur Seltjarnarnesbæjar geymir allar upplysingar um þau störf sem auglýst eru laus hverju sinni hjá Seltjarnarnesbæ.

Fríðindi í starfi

  • Samgöngustyrkur
  • Líkamsræktarstyrkur
  • Niðurgreiðsla á hollum og góðum mat í hádeginu
  • Afsláttur á korti í World Class
  • Sundkort á Seltjarnarnesi
  • Bókasafnskort

Vinnuskólinn 14-17 ára

Vinnuskóli Seltjarnarnesbæjar býður 14 til 17 ára íbúum Seltjarnarness vinnu í 4 vikur frá byrjun júní til júlíloka. 

Sumarstörf 18 ára og eldri

Fjölbreytt sumarstörf hjá Seltjarnarnesbæ eru í boði fyrir ungmenni 18 ára og eldri á hverju sumri. Ungmenni á Seltjarnarnesi eru hvött til að sækja um út frá áhugasviði en starfslýsingar og aðrar praktískar upplýsingar varðandi umsóknir o.fl. Umsóknarfrestur fyrir árið 2025 er í flestum tilvikum til 23. apríl og sótt er um á ráðningarvef Seltjarnarnesbæjar.

Síðast uppfært 13. mars 2025
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?