Víða á Seltjarnarnesi eru svæði ætluð til leikja og skemmtunar og eru eftirfarandi leiksvæði opin öllum.
Við Skerjabraut er opið leiksvæði með leiktækjum.
Við Vallarbraut er opið leiksvæði með leiktækjum.
Aðrir leikvellir:
- Við Sefgarða er opin leikvöllur með leiktækjum.
- Á Valhúsahæð eru leiksvæði með leiktækjum.
- Á opnu svæði við Bakkavör eru leiktæki.
- Plútóbrekka er skipulagt leiksvæði fyrir vertraleiki ýmiskonar.
- Svokölluð Litla brekka er á horni Tjarnarstígs og Tjarnarbóls, gróðursæll garður með leiktækjum.
- Á opnu svæði við Eiðismýri eru fótboltamörk fyrir boltaleiki.
- Við Valhúsaskóla er gervigrasvöllur með boltamörkum.
- Mánabrekka, Sólbrekka , Holt og Hóll eru öllum opin þegar leikskólarnir eru lokaðir síðdegis, um helgar og í sumarleyfum.
- Við skólalóðir Mýrarhúsaskóla og Valhúsaskóla eru stærðarinnar leikvellir sem nýta má í hina ýmsu leiki.
Síðast uppfært 30. júní 2023