Fara í efni

Bæjarlistamaður

Menningarnefnd Seltjarnarness veitir ár hvert listamanni sem búsettur er á Seltjarnarnesi nafnbótina Bæjarlistamaður Seltjarnarness. Bæjarlistarmaður skal tilnefndur í upphafi nýs árs og skal listamaðurinn bera titil þess árs sem nýhafið er.

Nafnbótinni fylgir starfsstyrkur í samræmi við fjárhagsáætlun bæjarins ár hvert. Listamenn, sem hafa framfæri af list sinni að einhverju eða öllu leyti og eiga lögheimili á Seltjarnarnesi, eiga rétt á að sækja um nafnbótina og starfsstyrkinn hverju sinni. Öllum er heimilt að senda inn tilnefningar um listamenn.

Samkvæmt reglum um tilnefningu bæjarlistamanns Seltjarnarness skal menningarnefnd auglýsa eftir umsóknum og/eða rökstuddum tilnefningum fyrir 25. nóvember ár hvert.

Reglur um tilnefningu bæjarlistamanns á Seltjarnarnesi.

Yfirlit yfir alla bæjarlistamenn Seltjarnarness frá upphafi

Síðast uppfært 24. júní 2024
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?