Menningarnefnd Seltjarnarness veitir ár hvert listamanni sem búsettur er á Seltjarnarnesi nafnbótina Bæjarlistamaður Seltjarnarness. Bæjarlistarmaður skal tilnefndur í upphafi nýs árs og skal listamaðurinn bera titil þess árs sem nýhafið er.
Nafnbótinni fylgir starfsstyrkur í samræmi við fjárhagsáætlun bæjarins ár hvert. Listamenn, sem hafa framfæri af list sinni að einhverju eða öllu leyti og eiga lögheimili á Seltjarnarnesi, eiga rétt á að sækja um nafnbótina og starfsstyrkinn hverju sinni. Öllum er heimilt að senda inn tilnefningar um listamenn.
Samkvæmt reglum um tilnefningu bæjarlistamanns Seltjarnarness skal menningarnefnd auglýsa eftir umsóknum og/eða rökstuddum tilnefningum fyrir 25. nóvember ár hvert.
Reglur um tilnefningu bæjarlistamanns á Seltjarnarnesi.
Yfirlit yfir alla bæjarlistamenn Seltjarnarness frá upphafi
- 2024 - Sigríður Soffía Níelsdóttir, dansari og danshöfundur
- 2023 - Gísli Örn Garðarson, leikari og leikstjóri
- 2022 - Þórdís Erla Zoëga, myndlistamaður
- 2021 - Björn Kristinsson (Bjössi Sax), tónlistarmaður
- 2020 - Árni Heimir Ingólfsson, tónlistarmaður og tónlistarfræðingur
- 2019 - Sólveig Pálsdóttir, rithöfundur
- 2018 - Friðrik Karlsson, tónlistarmaður
- 2017 - Nína Dögg Filippusdóttir, leikkona
- 2016 - Elsa Nielsen, grafískur hönnuður og myndlistarmaður
- 2015 - Helgi Hrafn Jónsson, tónlistarmaður
- 2014 - Ari Bragi Kárason, trompetleikari
- 2013 - Sigga Heimis, hönnuður
- 2012 - Jóhann G. Jóhannsson, leikari
- 2011 - Birna Hallgrímsdóttir, píanóleikari
- 2010 - Freyja Gunnlaugsdóttir, klarínettuleikari
- 2009 - Ragnheiður Steindórsdóttir, leikkona
- 2008 - Kristín G. Gunnlaugsdóttir, myndlistarmaður
- 2007 - Jóhann Helgason, tónlistarmaður
- 2006 - Sigríður Þorvaldsdóttir, leikkona
- 2005 - Auður Hafsteinsdóttir, fiðluleikari
- 2004 - Margrét Helga Jóhannsdóttir, leikkona
- 2002 - Ásbjörn Morthens (Bubbi), tónlistarmaður
- 2001 - Messíana Tómasdóttir, myndlistarkona
- 2000 - Rúna Gísladóttir, myndlistarkona
- 1999 - Guðrún Einarsdóttir, listmálari
- 1998 - Ragna Ingimundardóttir, leirlistakona
- 1997 - Herdís Tómasdóttir, veflistakona
- 1996 - Gunnar Kvaran sellóleikari