Fara í efni

Íþróttamaður ársins

Íþrótta- og tómstundaráð Seltjarnarness gengst fyrir útnefningu á íþróttamanni og íþróttakonu Seltjarnarness í janúarmánuði ár hvert. Við valið er tekið mið af árangri en einnig hvort viðkomandi sé jákvæð og virðingarverð fyrirmynd í hátterni, líferni og líklegur til þess að hefja íþróttir og íþróttaiðkun til vegs og virðingar.

Íþróttamaður og íþróttakona Seltjarnarness fá farandbikar sem skal vera í vörslu þeirra í eitt ár ásamt eignabikar. Einnig fá íþróttamaður og íþróttakona Seltjarnarness peningastyrk að upphæð kr. 100.000.- sem er ætlaður sem hvatning til enn betri afreka í framtíðinni.

Síðast uppfært 30. nóvember 2022
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?