Fara í efni

Staða samkynhneigðar í fræðslu, jafnréttismálum og stefnu sveitarfélaga

Samtökin 78 stóðu í byrjun mánaðarins fyrir málstofu um samkynhneigð eins og málefnið tengist fræðslu, jafnréttismálum og stefnu sveitarfélaganna í nágrenni Reykjavíkur.

Samtökin 78 stóðu í byrjun mánaðarins fyrir málstofu um samkynhneigð eins og málefnið tengist fræðslu, jafnréttismálum og stefnu sveitarfélaganna í nágrenni Reykjavíkur.

Málstofuna sóttu fyrir hönd Seltjarnarnesbæjar þær Sigrún Edda Jónsdóttir, formaður skólanefndar og Margrét Sigurðardóttir, forstöðukona Selsins.

Að loknum erindum kynntu þau sveitarfélög sem fulltrúa áttu á málstofunni í stuttu máli hver stefna bæjarfélaganna varðandi jafnrétti og fræðslu um málefni samkynhneigðra væri. Sigrún Edda greindi frá jafnréttisáætlun bæjarins og sagði frá skóla- og fjölskyldustefnunum bæjarins sem samþykktar voru síðast liðið vor.




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?