Fara í efni

Öflugt íþróttastarf á Seltjarnarnesi

Mikil gróska er í íþróttastarfi á Seltjarnarnesi og gegnir Íþróttamiðstöð Seltjarnarness lykilhlutverki í starfsseminni ásamt gervigrasvelli við Suðurströnd. 

Íþróttafélagið Grótta annast rekstur Íþróttahúss, fimleikahúss og gervigrasvallar Seltjarnarnesbæjar í samstarfi við bæinn. Í íþróttamiðstöðinni eru sex íþróttasalir, þrír stórir og þrír minni speglasalir auk þess sem góður styrktarsalur er í húsinu og hátíðarsalur. Innan raða Gróttu eru starfræktar knattspyrnudeild, fimleikadeild og handknattsleiksdeild. Þar er góð aðstaða fyrir alla íþróttaiðkun fyrir skóla og íþróttafélög jafnt og almenning á öllum aldri. Að íþróttastarfinu koma margir aðilar jafnt sjálfboðaliðar sem og fagaðilar.

Íþróttamiðstöðin iðar af lífi frá morgni til kvölds alla daga vikunnar. Tveir af stóru sölunum eru notaðir í íþróttastarfi skóla bæjarins frá kl. 08:00-14:00, en frá þeim tíma og til miðnættis taka íþróttadeildir Gróttu við, ásamt almennri útleigu. Í húsinu er sérhannaður og fullkominn fimleikasalur þar sem fimleikadeild Gróttu hefur æfingaaðstöðu. Í speglasölunum fer fram ballettkennsla, yoga og önnur almenningsleikfimi. Styrktarsalurinn er vel nýttur bæði í styrktarþjálfun á vegum félaganna í Gróttu en tengt heilsueflingu eldri bæjarbúa og einkaþjálfun fyrir almenning.  Í húsinu er einnig skrifstofu- og félagsaðstaða Gróttu ásamt búnings- og sturtuaðstöðu.

Sundlaug Seltjarnarness er samtengd við Íþróttamiðstöðina og er hún sívinsæl meðal bæjarbúa auk þess sem heilsuræktarstöð World Class er á sama stað. Þá æfir Sunddeild KR einnig í Seltjarnarneslaug.

Síðast uppfært 25. febrúar 2025
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?