- Reglur Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness um viðurkenningar til einstaklinga sem skarað hafa fram úr í félagsstörfum á Seltjarnarnesi.
Valið fer fram í janúar ár hvert. - Viðurkenningar eru veittar ungu og efnilegu fólki sem er leiðandi í félagsstörfum.
- Viðurkenningu hljóta Seltirningar sem eiga lögheimili á Seltjarnarnesi og eru á aldrinum 12-24 ára.
- Kjósa skal fulltrúa beggja kynja úr ofangreindum aldursflokki.
- Hafa skal eftirfarandi atriði að leiðarljósi þegar viðurkenning fyrir félagsstörf er veitt. Einstaklingar þurfa að vera:
- jákvæð fyrirmynd
- leiðandi í félagsstarfi
- búa yfir góðri samskiptafærni
Senda skal æskulýðsfulltrúa og skólastjórnendum bréf þar sem óskað er eftir tilnefningu úr þeirra röðum.
Íþrótta- og tómstundaráð Seltjarnarnes
Síðast uppfært 12. desember 2022