Á aðalfundi Sambands íslenskra sveitarfélaga í október síðastliðinn var Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri Seltjarnarness, kjörinn í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga (LS).
Á aðalfundi Sambands íslenskra sveitarfélaga í október síðastliðinn var Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri Seltjarnarness, kjörinn í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga (LS).
Meginhlutverk Lánasjóðsins er að tryggja íslenskum sveitarfélögum, stofnunum þeirra og fyrirtækjum lánsfé á hagstæðum kjörum með veitingu lána eða ábyrgða. Jafnframt er það markmið LS að skapa öfluga samkeppni á lánsfjármarkaði fyrir sveitarfélög og fyrirtæki þeirra og reyna þannig að hafa áhrif á kjör þau sem íslenskum sveitarfélögum bjóðast frá öðrum lánveitendum til lækkunar.
Ný stjórn sjóðsins stendur frammi fyrir mikilvægu breytingum á skipulagi sjóðsins sem meðal annars felur í sér að sjóðnum verður breytt í opinbert hlutafélag í eigu sveitarfélaga.