Fara í efni

Íbúaverkefni

Seltjarnarnesbær er hluti af Heilsueflandi samfélagi. Meginmarkmið með verkefninu er að styðja samfélög í að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan allra íbúa.

Seltjarnarnesbær varð formlega aðili að Heilsueflandi samfélagi (HSAM) í desember 2018 þegar Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri og Alma D. Möller landlæknir undirrituðu samning þess efnis. Varð Seltjarnarnesbær þar með 25. sveitarfélagið til að verða heilsueflandi samfélag.

 

Samhliða verkefninu er unnið að innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna en nánari upplýsingar má finna á heilsueflandi samfélag.

 

Nánari upplýsingar um heilsueflandi samfélag á Seltjarnarnesi má lesa hér.

 

Fjölþætt heilsuefling 65 +

Samstarfsverkefni Seltjarnarnesbæjar og Janusar heilsueflingar fyrir 65 ára og eldri undir heitinu Fjölþætt heilsuefling 65 + hefur átt miklum vinsældum að fagna. Innleiðing verkefnisins hófst í sumarbyrjun 2021 og voru þá skráðir þátttakendur ríflega 50 talsins. Skipulagðar æfingar með þjálfara voru þrisvar í viku auk þess sem hver og einn fékk eigið æfingaplan til sex mánaða að vinna með sjálfur þess utan. Þá sá heimilislæknir á Seltjarnarnesi um utanhald um blóðmælingar og almennt  heilsufar þátttakenda.

Þá er stuðlað að reglulegri hreyfingu eldri íbúa bæjarfélagsins með því að auka aðgengi að íþróttaaðstöðu m.a. með upphituðum göngustígum í kringum íþróttahús og sundlaug. Þá er frítt í sund fyrir íbúa 67 ára og eldri og í boði bæði sundleikfimi og jóga fyrir eldri borgara.

Síðast uppfært 28. maí 2022
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?