09.08.2006
Mikið um að vera hjá Listahópi Seltjarnarness
Listahópur Seltjarnarness sem stofnaður var í sumar saman stendur af hljómsveitinni Bertel! Gunnar Gunnsteinsson, Jason Egilsson, Ragnar Árni Ágústsson, Kjartan Ottóson og myndlistamönnunum Arnar Ásgeirsson og Styrmir Örn Guðmundsson.
26.07.2006
Líf og fjör á sumarnámskeiðum Seltjarnarness
Sumarnámskeið Seltjarnarness byrjuðu mánudaginn 12. júní. Í ár, líkt og fyrri ár eru í boði leikjanámskeið fyrir 6 til 9 ára börn, Survivornámskeið fyrir 10 til 12 ára börn og smíðavöllur fyrir 8 ára og eldri.
11.07.2006
Flóð og fjara í Gróttu
Vegfarendum á leið út í Gróttu er bent á að huga þarf að flóði og fjöru. Á fjöru er hægt að komast fótgangandi út í Gróttu og dvelja þar í um 6 klukkustundir áður en flæðir að á ný. Flóðatöflur eru birtar á vef Seltjarnarness og eru töflur fyrir júlí og ágúst komnar inn.
05.07.2006
Ný heimasíða Vímulausrar æsku
Vímulaus æska hélt í gær upp á 20 ára starfsafmæli sitt og opnaði af því tilefni nýja heimasíðu, www.vimulaus.is. Borgarstjórinn í Reykjavík opnaði síðuna og á sama tíma opnuðu bæjar- eða sveitarstjórar stærstu sveitarfélaga landsins síðuna fyrir hönd síns sveitarfélags.
29.06.2006
Vinnuskólinn tekinn til starfa
Vinnuskóli Seltjarnarness var settur föstudaginn 9. júní, og unglinar hófu störg mánudaginn 12. júní. Unnið er í níu hópum, og fást starfsmenn vinnuskólans við margs konar verkefni.
26.06.2006
Fjölmenni og fjör í Jónsmessugöngu.
Föstudagskvöldið 23.júní efndi menningarnefnd Seltjarnarness til Jónsmessugöngu. Gangan var fjölmenn að venju en það voru þau Heimir Þorleifsson sagnfræðingur og Margrét Hermanns Auðardóttir fornleifafræðingur sem fræddu göngufólk um útgerð og fornleifarannsóknir á Seltjarnarnesi.
22.06.2006
Sumarhátíð leikskóla Seltjarnarness
Hin árlega sumarhátíð leikskóla Seltjarnarness var haldin 21. júní og fögnuðu þar starfsmenn og nemendur sumrinu. Dagurinn var nokkuð seinna á ferðinni en verið hefur sem helgast af því að júnímánuður hefur verið óvenju blautur þetta árið.
19.06.2006
Fyrsti fundur nýkjörinnar bæjarstjórnar
Nýkjörin bæjastjórn Seltjarnarness kom saman til fyrsta fundar miðvikudaginn 14. júní síðast liðinn. Á dagskrá fundarins voru hefðbundin verk svo sem kjör í nefndir og ráðning bæjarstjóra.
16.06.2006
Vinabæjarmót á Seltjarnarnesi
Nú stendur yfir vinabæjarmót á Seltjarnarnesi. Þar mætast fulltrúar frá norrænum vinabæjum Seltjarnarness sem eru Nesodden í Noregi, Höganes í Svíþjóð, Herlev í Danmörku og Lieto í Finnlandi.
12.06.2006
Heimanámskerfið NemaNet tekið upp í Grunnskóla Seltjarnarness
Í vor var heimanámskerfið NemaNet kynnt fyrir nemendum í 9. og 10. bekk í Grunnskóla Seltjarnarness og fengu nemendur aðgangslykla að kerfinu sem er nýtt vefkerfi fyrir heimanám. Ásta Kristrún Ragnarsdóttir námsráðgjafi er höfundur kerfisins og hefur hún fengið styrk frá menntamálaráðuneytinu til að innleiða kerfið í einn grunnskóla og einn framhaldsskóla. Grunnskóli Seltjarnarness og Menntaskólinn við Sund verða þróunarskólar Nemanetsins á næstu árum.
09.06.2006
Sandkastaladagur leik- og grunnskólabarna
Til að tengja saman leik- og grunnskóla var efnt til fjöruferðar með elstu börnin í leikskólunum Mánabrekku og Sólbrekku ásamt nemendum í 1. bekk Mýrarhúsaskóla.Verkefnið var að byggja sandkastala í fjörunni.
09.06.2006
Fyrsti leikurinn á nýjum gervigrasvelli
Fyrsti leikurinn á splunkunýjum gervigrasvelli á Seltjarnarnesi fór fram á miðvikudagskvöld. Heimamenn Gróttu mættu þar liði Hamars frá Hveragerði sem hafði ekki tapað leik á mótinu. Það er skemmst frá að segja að Grótta fór með sigur af hólmi og urðu lokatölur 6-1.