Fara í efni

Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
10 ára afmæli Mánabrekku
10.11.2006

10 ára afmæli Mánabrekku

Þann 1. nóvember sl. átti leikskólinn Mánabrekka 10 ára afmæli. Í því tilefni var foreldrum boðið í morgunmat og snæddu þau bollur, sem börnin bökuðu. A ð því loknu var hátíðardagskrá í salnum þar sem afmælissöngurinn var sunginn og hver deild flutti tónlistaratriði
31.10.2006

Krakkar úr kvikmyndaklubbi Selsins sigursæl í myndbandakeppni Vinnueftirlits ríkisins

Hluti af kvikmyndaklúbb Selsins, þau Þórunn Guðjónsdóttir, Sæmundur Rögnvaldsson, Sunna María Helgadóttir, Anna Bergljót Gunnarsdóttir og Ingólfur Arason unnu til 1. verðlauna í myndbandasamkeppni Vinnueftirlits Ríkisins.
Samstarfsverkefni Seltjarnarneskirkju og bæjarfélagsins í undirbúningi
25.10.2006

Samstarfsverkefni Seltjarnarneskirkju og bæjarfélagsins í undirbúningi

Seltjarnarneskirkja er með í undirbúningi verkefni er nefnist „Kærleikur í verki“ en Seltjarnarnesbær mun styðja við verkefnið fjárhagslega. Ætlunin er að fá unga sjálfboðaliða til að heimsækja eldri borgara á Seltjarnarnesi og á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund.
Meiri stærðfræði fyrir grunnskólabörn á Seltjarnarnesi
17.10.2006

Meiri stærðfræði fyrir grunnskólabörn á Seltjarnarnesi

Í haust var kennslustundum í stærðfræði í yngri deildum Grunnskóla Seltjarnarness fjölgað frá því sem áður hefur verið. Um er að ræða viðbótarstundir sem bætast ofan á viðmiðunarstundarskrá og lengja þar með skóladag nemenda.
Leikskólinn Sólbrekka 25 ára.
03.10.2006

Leikskólinn Sólbrekka 25 ára.

Þann 1. október sl. átti leikskólinn Sólbrekka 25 ára afmæli. Mikið var um dýrðir í skólanum í tilefni afmælisins. Foreldrar borðuðu morgunmat með börnum sínum í skólanum og fleiri gestir bættust í hópinn þegar leið á morguninn.
Dagvistarrýmum aldraðra fjölgað um helming
29.09.2006

Dagvistarrýmum aldraðra fjölgað um helming

Að ósk bæjaryfirvalda á Seltjarnarnesi hefur heilbrigðisráðuneytið fallist á aðheimila fjölgun dagvistarrýma fyrir aldraðra frá og með 1. september síðastliðnum.
Ljósin slökkt á Seltjarnarnesi í kvöld klukkan 22:00 til 22.30
28.09.2006

Ljósin slökkt á Seltjarnarnesi í kvöld klukkan 22:00 til 22.30

Öll götuljós á Seltjarnarnesi og nágrannasveitarfélögum verða slökkt frá kl. 22:00 – 22:30 í kvöldi í tilefni af opnun Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík. Myrkvunin verðum um allt Faxaflóasvæðið, allt frá Borgarnesi til Reykjanesbæjar.
Aukin þjónusta og nýbreytni í Grunnskóla Seltjarnarness
26.09.2006

Aukin þjónusta og nýbreytni í Grunnskóla Seltjarnarness

Í vetur verður kennslustundum í yngri bekkjum Grunnskóla Seltjarnarness fjölgað þannig að nemendur verða lengur fram á daginn. Þetta fyrirkomulag nýtir námstíma nemenda betur og dregur úr þörf foreldra fyrir gæsluúrræði.
Tómstundastyrkir fyrir börn og ungmenni á Seltjarnarnesi
25.09.2006

Tómstundastyrkir fyrir börn og ungmenni á Seltjarnarnesi

Börn og ungmenni á Seltjarnarnesi munu eiga kost á tómstundastyrkjum vegna yfirstandandi skólaárs nái tillaga meirihluta íþrótta- og æskulýðsráðs bæjarins fram að ganga. Styrkir af þessu tagi voru eitt af stefnumálum núverandi meirihluta fyrir sveitarstjórnarkosningarnar síðast liðið vor.
ÆSÍS hyggst bæta aðstöðu til fimleika á Seltjarnarnesi
22.09.2006

ÆSÍS hyggst bæta aðstöðu til fimleika á Seltjarnarnesi

Æskulýðs- og íþróttaráð Seltjarnarness samþykkti nýlega að kanna hvaða leiðir eru færar til að koma til móts við óskir fimleikadeildarinnar um bætta aðstöðu til iðkunar íþróttarinnar. Ráðgjöfum bæjarins hefur þegar verið falið að hefja vinnu við mótun tillagna um mögulega stækkun og breytingar á íþróttamiðstöðinni innan núverandi lóðamarka.
Tveir vilja gera landfyllingar við Seltjarnarnes
20.09.2006

Tveir vilja gera landfyllingar við Seltjarnarnes

Tvö fyrirtæki, Klasi hf. og Þyrping hf., hafa sent erindi til Seltjarnarnesbæjar þar sem viðraðar eru hugmyndir um landfyllingar við Seltjarnarnes. Klasi hf. sendi í sumar erindi til bæjarins um landfyllingu við sunnanvert Seltjarnarnes.
Forvarnardagur í grunnskólum
20.09.2006

Forvarnardagur í grunnskólum

Á morgun, fimmtudaginn 28. september verður sérstakur forvarnardagur í öllum grunnskólum landsins sem hafa unglingadeildir. Opnuð hefur verið heimasíða í tilefni átaksins, www.forvarnardagur.is, en þar má finna allar upplýsingar um dagskrá átaksins, ráðstefnu sem haldin verður í tengslum við hana, dagskrá í 9. bekkjum grunnskólanna á og ýmislegt fleira gagnlegt.
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?