Fara í efni

Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Styttist í að keppt verði á gervigrasvellinum
22.05.2006

Styttist í að keppt verði á gervigrasvellinum

Framkvæmdir við nýjan og glæsilegan gervigrasvöll við Suðurströnd ganga vel og styttist óðum í að hægt verði taka hann í notkun. Unnið er að krafti við völlinn með það fyrir augum að æfingar og keppni geti hafist á nætunni.
Sundlaugin opnar
19.05.2006

Sundlaugin opnar

Sundlaug Seltjarnarness opnar eftir gagngerar endurbætur föstudaginn 26. maí kl. 06:50. Á uppstigningardag, hinn 25. maí næst komandi verður hægt að skoða laugina og þiggja veitingar milli klukkan 14 og 16. Í tilefni af opnun laugarinnar verður veittur ókeypis aðgangur að henni frá 26. maí til og með 2. júní.
Aldrei verið fleiri Seltirningar í Neshlaupinu
17.05.2006

Aldrei verið fleiri Seltirningar í Neshlaupinu

Neshlaupið fór fram laugardaginn 13. maí s.l. Hlaupið fór nú fram í 18. sinn og þátttakendur voru 273 sem er svipaður fjöldi og í fyrra. Þátttaka Seltirninga var góð, en aldrei hafa fleiri Seltirningar tekið þátt í Neshlaupinu
Ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar 2005 komin út
17.05.2006

Ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar 2005 komin út

Ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2005 er komin út og hefur verið dreift inn á hvert heimili eins og undanfarin þrjú ár. Í ársskýrslunni kemur meðal annars fram að rekstur bæjarsjóðs hefur sjaldan eða aldrei verið betri og hefur farið verulega batnandi allt kjörtímabilið.
Fimleikadeild Gróttu 20 ára
16.05.2006

Fimleikadeild Gróttu 20 ára

Fimleikadeild Gróttu hóf starfsemi sína haustið 1985 en deildin var formlega stofnuð 24. mars 1986 og fagnar því 20 ára afmæli.
Umhverfisráðherra staðfestir Aðalskipulag Seltjarnarness 2006-2024
16.05.2006

Umhverfisráðherra staðfestir Aðalskipulag Seltjarnarness 2006-2024

Sigríður Anna Þórðardóttir, umhverfisráðherra staðfesti og undirritaði nýtt aðalskipulag Seltjarnarness þriðjudaginn 16. maí. Þar með er lokið umfangsmiklu skipulagsferli sem hófst með fjölmennu og vel heppnuðu íbúaþingi haustið 2002.
Skreiðarhjallarnir endurreistir
12.05.2006

Skreiðarhjallarnir endurreistir

Gömlu skreiðarhjallarnir sem prýtt hafa annesið vestast á Seltjarnarnesi svo lengi sem elstu menn muna voru endurreistir á dögunum Þetta framtak bæjarins hefur vakið nokkra athygli og mælst vel fyrir hjá mörgum.
Grunnskóli Seltjarnarness hlýtur styrk úr Þróunarsjóði menntamálaráðuneytisins og VONarsjóði Kennara…
11.05.2006

Grunnskóli Seltjarnarness hlýtur styrk úr Þróunarsjóði menntamálaráðuneytisins og VONarsjóði Kennarasambands Íslands

Grunnskóli Seltjarnarness hlaut styrk að upphæð kr. 704.000,- til að vinna að þróunarverkefninu - Lýðræði í skólastarfi. Styrkurinn er annars vegar veittur úr Þróunarsjóði menntamálaráðuneytis og hins vegar úr VONarsjóði Kennarasambands Íslands.
10.05.2006

Seltjarnarnes aðili að rannsóknarmiðstöð um einkaframkvæmd

Bæjarstjórinn á Seltjarnarnesi hefur fyrir hönd bæjarins undirritað samstarfssamning við Háskólann í Reykjavík um rannsóknarmiðstöð um einkaframkvæmd.
Nemendum boðið í leikhús
09.05.2006

Nemendum boðið í leikhús

Seltjarnarnesbær bauð öllum leikskólabörnum og nemendum í 1. – 6. bekk í Grunnskóla Seltjarnarness á uppfærslu Leiklistarfélags Seltjarnarness á „Litla Kláusi og stóra Kláusi“.
Neshlaup Trimmklúbbs Seltjarnarness á laugardaginn 13. maí
09.05.2006

Neshlaup Trimmklúbbs Seltjarnarness á laugardaginn 13. maí

Laugardaginn 13. maí næstkomandi stendur Trimmklúbbur Seltjarnarness (TKS) fyrir Neshlaupinu sem nú er haldið í 18. sinn. Neshlaupið nýtur mikilla vinsælda meðal götuhlaupara og skemmtiskokkara.
Fjölskyldustefnu dreift á hvert heimili
08.05.2006

Fjölskyldustefnu dreift á hvert heimili

Fjölskyldustefnunni sem nýlega var samþykkt í bæjarstjórn verður dreift á hvert heimili í bæjarfélaginu í þessari viku. Í stefnunni eru sett fram markmið um hvernig stuðla skuli að fjölskylduvænu samfélagi sem þjóni og taki mið af þörfum íbúanna.
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?