Fara í efni

Fasteignagjöld

Fasteignagjöld eru árlega lögð á allar fasteignir, nema þær séu undanþegnar með lögum, og ber eigandi á hverjum tíma ábyrgð á greiðslu þeirra. Fasteign telst afmarkaður hluti lands, ásamt lífrænum og ólífrænum hlutum þess, réttindum sem því fylgja og þeim mannvirkjum sem varanlega eru við landið skeytt.

 

Álagning fasteignagjalda og útsvars fyrir árið 2025

Álagningaseðill fasteignagjalda er birtur rafrænt undir mínar síður á heimasíðunni og á island.is.  

Eftirfarandi álagningarreglur vegna ársins 2025 voru samþykktar í bæjarstjórn:

Álagning útsvars 

Útsvarsprósenta árið 2025 er 14,54%

Fasteignagjöld:

Gjöld Íbúðarhúsnæði Atvinnuhúsnæði
Fasteignaskattur 0,166% af fasteignamati 1,154% af fasteignamati
Lóðaleiga 0,40% af fasteignamati lóðar 1,75% af fasteignamati lóðar
Vatnsgjald 0,0855% af fasteignamati* 0,0855% af fasteignamati*
Sorp- og urðunargjald kr. 75.000 pr. íbúð kr. 75.000 pr. matseiningu
Fráveitugjald 0,1425% af fasteignamati 0,1425% af fasteignamati

*Aukavatnsskattur leggst á stórnotendur skv. mæli kr. 44,50,- pr m3

Gjalddagar fasteignagjalda 2025

  • Gjalddagar eru samtals tíu talsins
  • 15. janúar, 15. febrúar, 15. mars, 15. apríl, 15. maí, 15. júní, 15. júlí, 15. ágúst, 15. september og 15. október
  • Eindagar eru 15. dags næsta mánaðar eftir gjalddaga.

Lækkun/niðurfelling fasteignaskatts og holræsagjalds/fráveitugjald til elli- og örorkulífeyrisþega skv. samþykkt þar um verður:

Afsláttur er hlutfallslegur og miðast við tekjur síðastliðins árs samkvæmt skattframtali. Forsendur eru því tekjuviðmið einstaklinga annars vegar og hjóna og fólks í skráðri sambúð hins vegar.
Afsláttur % 2025 - Einstaklingar
100% 0 6.294.347
75% 6.294.348 6.433.719
50% 6.433.720 6.573.091
25% 6.573.092 6.713.719
Afsláttur % 2025 - Hjón/fólk í skráðri sambúð
100% 0 8.042.149
75% 8.042.150 8.602.149
50% 8.602.150 9.162.148
25% 9.162.149 9.720.892
  • Notuð er heimild til þess að lækka fráveitugjald hjá tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum.
  • Afsláttur af fráveitugjaldi er reiknaður út og meðhöndlaður með sama hætti og afsláttur af fasteignaskatti, skv ofanskráðu.
  • Ekki þarf að sækja um lækkunina. Gerður verður vélrænn samanburður tekna samkvæmt skattframtali 2024 við afsláttarviðmiðun Seltjarnarnesbæjar. Nú verða afslættir dregnir frá strax við álagningu gjaldanna. (Ath. að fjármagnstekjur falla undir tekjur)

Skráð afnot fasteignar í fasteignaskrá ræður skattflokki.

Vinsamlegast athugið að breytingar á skráðri notkun fasteignar er háð byggingarleyfi Skipulags- og byggingarfulltrúa Seltjarnarnesbæjar. Ef afnotum fasteignar, sem metin er sem ein heild, er á þann veg háttað að greiða ber fasteignaskatt af henni samkvæmt fleiri en einum gjaldflokki, t.d. ef íbúðarhúsnæði er að hluta til notað fyrir ferðaþjónustu, þar á meðal heimagistingu, ákveður byggingarfulltrúi hlutfallslega skiptingu milli gjaldflokka.

  • A-skattflokkur 0,166% af fasteignamati
    Íbúðir og íbúðarhús ásamt lóðarréttindum, erfðafestulönd í dreifbýli og jarðeignir, útihús og mannvirki á bújörðum sem tengd eru landbúnaði, hesthús, öll hlunnindi og sumarbústaðir ásamt lóðarréttindum.
  • B-skattflokkur 1,32% af fasteignarmati
    Sjúkrastofnanir samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu, skólar, heimavistir, leikskólar, íþróttahús og bókasöfn.

  • C-skattflokkur 1,154 % af fasteignarmati
    Allar aðrar fasteignir, svo sem iðnaðar-, skrifstofu-, og verslunarhúsnæði, fiskeldismannvirki, veiðihús og mannvirki sem nýtt eru fyrir ferðaþjónustu, þar á meðal heimagisting.
    Álagning fasteignagjalda og útsvars fyrir árið 2025 staðfest í bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar þann 11. desember 2024.
    Gjaldskrá fyrir árið 2025 samþykkt í bæjarráði Seltjarnarnesbæjar þann 19. desember 2024
Síðast uppfært 16. nóvember 2022
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?