Fara í efni

Reglur og skilyrði um greiðslur tómstundastyrkja Seltjarnarnesbæjar

Tilgangur tómstundastyrkja
Meginmarkmið er að öllum börnum og ungmennum á Seltjarnarnesi verði auðveldað að sinna uppbyggilegu tómstundastarfi með sérstökum tómstundastyrkjum. Með tómstundastyrknum má greiða að hluta fyrir íþrótta-, lista- og tómstundaiðkun sem stundaðar eru á Seltjarnarnesi eða í nágrannasveitarfélögum. Innleiðing tómstundastyrkjanna er aukinn stuðningur við fjölskyldur, eykur valfrelsi barna og ungmenna, stuðlar að jöfnuði og gerir fleirum fært að stunda fleiri en eina tómstundaiðkun.

Hverning starf er styrkhæft

Skipulagt starf sem stundað er undir leiðsögn þjálfara/leiðbeinanda og nær yfir eina önn eða að lágmarki 10 vikur.

Þetta á við um:

  • Allt íþróttastarf sem stundað er á vegum viðurkenndra íþróttafélaga.
  • Dans í dansskólum.
  • Nám í tónlistarskólum.
  • Listgreinar ýmiskonar.
  • Skátastarf.
  • Skipulagðar æfingar í viðurkenndum líkamsræktarstöðvum og að iðkandi hafi náð 15 ára aldri.
  • Hvers kyns tungumálaskóli eða námskeið, að fenginni umsögn fræðslustjóra

Úthlunarreglur

Að styrkþegi hafi lögheimili á Seltjarnarnesi.
Að styrkþegi sé á aldrinum 5 – 18 ára miðað við fæðingarár..
Að um skipulagt starf/kennslu/þjálfun sé að ræða í a.m.k. 10 vikur og 70% ástundun..
Staðfesting á greiðslu/kvittun fylgi umsókn vegna tómstundastyrkja. Á greiðslukvittun komi fram: nafn og kennitala félags/námskeiðishaldara, dagsetning greiðslu, tegund iðkunar, tímabil iðkunar, nafn og kennitala iðkanda.
Styrkur getur aldrei orðið hærri en sem nemur æfingagjaldi/þátttökugjaldi iðkunar.
Árlegur hámarksstyrkur er kr. 75.000.-
Styrkurinn fyrnist um áramót. Ekki er hægt að sækja um ónýttan styrk frá fyrra ári.

Framkvæmd greiðslu

Styrkumsækjandi skal sækja um á mínum síðum ásamt greiðslukvittun. Styrkumsóknir eru afgreiddar innan 2ja vikna.

Athugið að sækja þarf um tómstundastyrk árlega.


Reglur þessar voru samþykktar á fundi Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness þann 31. október 2008 og endurskoðaðar 1. janúar 2017. Reglunum var breytt til samræmis við bókun á 411. fundi Íþrótta- og tómstundaráðs þann 19. september 2018, samþykkt að lækka aldur tómstundastyrkja úr 6 ára aldri niður í 5 ára aldur, á 73. fundi bæjarráðs dags. 6. desember 2018, staðfest á 881. fundi bæjarstjórnar Seltjarnarnesbæjar, dags. 12.12.2018. Á 955. fundi bæjarstjórnar þann 23. nóvember 2022 var samþykkt hækkun frá 1. janúar 2023.

Síðast uppfært 12. desember 2023
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?