12.01.2026
Opnun Selsins á nýjum stað
Fimmtudaginn 15. janúar kl. 18 verður opnunarhátíð í nýju húsnæði Selsins í Valhúsaskóla og eru allir velkomnir að koma að skoða og fá sér kökubita í tilefni tímamótanna.
08.01.2026
Pannafótboltavellir á skólalóðir
Seltjarnarnesbær festi nýverið kaup á fjórum pannafótboltavöllum sem hafa verið afar vinsælir meðal barna og ungmenna.
06.01.2026
Tilnefningar óskast um íþróttamann Seltjarnarness 2025
ÍTS óskar eftir ábendingum frá íbúum á Seltjarnarnesi fyrir 12. janúar 2026 um íþróttamann sem sýnt hefur framúrskarandi árangur í íþróttagrein sem fellur undir starfsemi Íþrótta- og ólympíusambands Íslands.
02.01.2026
Tvö laus störf bókavarða á bókasafninu
Bæði er auglýst eftir bókaverði í framtíðarstarf og bókaverði í hlutastarf á Bókasafni Seltjarnarness. Nánari upplýsingar um bæði störfin eru á ráðningarvef bæjarins.
01.01.2026
Gámur fyrir notaða flugelda á Eiðistorgi
Bæjarbúum býðst að henda umbúðum af notuðum flugeldum í sérstakan gám sem komið hefur verið upp á Eiðistorgi en alls óheimilt er að henda slíku rusli í hefðbundnar pappatunnur eða gáma. Sorpa tekur einnig á móti notuðum flugeldaumbúðum. Hjálpumst að við að snyrta bæinn okkar hið fyrsta svo ruslið verði ekki fjúkandi um fram á vor. Gleðilegt nýtt ár 2026 🙂
29.12.2025
Áramótabrenna á Valhúsahæð kl. 20:30
Seltjarnarnesbær stendur fyrir brennu á gamlárskvöld og býður upp á tónlist en trúbadorinn Pálmi Hjalta mun syngja og stýra fjöldasöng fyrir brennugesti. Sjáumst tímanlega og kveðjum gamla árið vel útbúin og í hátíðarskapi á Valhúsahæð. Birt með fyrirvara um að veðrið verði í lagi fyrir brennu.
23.12.2025
Gleðileg jól og farsælt komandi ár
Bæjarstjórn og starfsmenn Seltjarnarnesbæjar senda bæjarbúum jólakveðjur með þökkum fyrir ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða.
23.12.2025
Gámar fyrir pappa á Eiðistorgi og við smábátahöfnina
Settir verða upp gámar fyrir íbúa að losa umfram magn af pappír. Annars vegar verður gámur við grenndarstöðina á Eiðistorgi og hins vegar á bílaplani við smábátahöfnina. Minnum einnig á Sorpu við Ánanaust.
12.12.2025
Sterkur grunnrekstur. Samþykkt fjárhagsáætlun 2026.
Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar samþykkti fjárhagsáætlun fyrir árið 2026 við síðari umræðu miðvikudaginn 10. desember 2025. Þriggja ára áætlun Seltjarnarnesbæjar 2027-2029 var einnig samþykkt á sama fundi.
10.12.2025
Litlu jólin á Skólabraut 3 - 5
Litlu jól heldri borgara verða haldin á Skólabraut 3 - 5, fimmtudaginn 18. desember kl. 14:30.
Heitt súkkulaði, kaffi, smákökur og jólaglögg auk tónlistaratriðis meðal annars.
Allir velkomnir.