Fara í efni

Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
18.11.2024

Formlegur fundur í kjaradeilu SÍS og KÍ boðaður þriðjudaginn 19. nóvember

Samninganefndir Sambandsins og Kennarasambands Íslands munu hittast á formlegum fundi hjá ríkissáttasemjara á morgun, en formenn samninganefnda hafa fundað óformlega undanfarna daga.
Bæjarstjórnarfundur 20. nóvember 2024 dagskrá
15.11.2024

Bæjarstjórnarfundur 20. nóvember 2024 dagskrá

Boðað hefur verið til 995. bæjarstjórnarfundar kl. 17:00 miðvikudaginn 20. nóvember 2024 í bæjarstjórnarsalnum að Austurströnd 2.
Fjölmenn samstöðuganga leikskólakennara á Seltjarnarnesi
14.11.2024

Fjölmenn samstöðuganga leikskólakennara á Seltjarnarnesi

Leikskólakennarar, starfsfólk leikskóla, stuðningsfólk, foreldrar og nokkur börn á Seltjarnarnesi gengu í dag fylktu liði með áletruð skilti að bæjarskrifstofum Seltjarnarnesbæjar til að hitta Þór Sigurgeirsson bæjarstjóra sem fór út og ræddi við hópinn.
Malbikunarframkvæmdir á Nesinu
12.11.2024

Malbikunarframkvæmdir á Nesinu

Stöðugt er verið að dytta að Nesinu okkar hér og þar til að fegra og bæta, í dag er það Austurströndin sem fær yfirhalningu og holufyllingu en svo verður farið víðar um bæinn á næstunni og lagað þar sem þörf krefur.
Tafir á sorphirðu - vegna bilana hjá Terra.
11.11.2024

Tafir á sorphirðu - vegna bilana hjá Terra.

Tilkynning barst frá stjórnstöð Terra, að seinkun verði á þjónustu sorphirðu í vikunni vegna bilana. Hægt er að vera í sambandi við Terra þjónustuborð varðandi nánari upplýsingar.
Verkfall á Leikskóla Seltjarnarness
09.11.2024

Verkfall á Leikskóla Seltjarnarness

Samningsumboð Seltjarnarnesbæjar liggur hjá samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga í kjaradeilu við Kennarasamband Íslands. Sambandið gefur út upplýsingar á heimasíðu sinni eftir því sem mál þróast sem nálgast má á fréttastiku síðunnar www.samband.is/frettir.
Alþingiskosningar 30. nóvember 2024
07.11.2024

Alþingiskosningar 30. nóvember 2024

Kjörskrá Seltjarnarnesbæjar liggur frammi almenningi til sýnis frá 8. nóvember á bæjarskrifstofum Seltjarnarness, Austurströnd 2, á opnunartíma skrifstofunnar. Kjörfundur á Seltjarnarnesi þann 30. nóvember er frá kl. 9.00 til 22.00 í Valhúsaskóla.
Útskipting á götuljósum á Seltjarnarnesi hafin
05.11.2024

Útskipting á götuljósum á Seltjarnarnesi hafin

Í dag verður byrjað að skipta út gömlu kvikasilfursgötulömpum á Seltjarnarnesi fyrir lampa með led-lýsingu. Byrjað verður á götuljósum í nágrenni við skólana og í framhaldi skipt út við göngustíga sem er um helmingur allra götu-/stígaljósa í bænum. Stefnt er að því að klára svo útskiptin í heild sinni á næsta ári.
Lokun á heitu Vatni 05/11/2024
04.11.2024

Lokun á heitu Vatni 05/11/2024

Íbúar í Bollagörðum vinsamlegast athugið! þriðjudaginn 5. Nóvember verður lokað fyrir heita vatnið í Bollagörðum frá klukkan 9 og fram eftir degi vegna viðgerða. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda Hitaveita Seltjarnarness S: 5959100
Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2025 Opið fyrir umsóknir og tilnefningar
01.11.2024

Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2025 Opið fyrir umsóknir og tilnefningar

Menningarnefnd Seltjarnarness auglýsir eftir umsóknum frá listamönnum og/eða tilnefningum um hver hljóta skuli nafnbótina Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2025.
Sýnum gæsunum aðgát í umferðinni!
29.10.2024

Sýnum gæsunum aðgát í umferðinni!

GÆSA-VIÐVÖRUN! Eins og margir hafa tekið eftir þá er mikill fjöldi af gæsum á og við götur bæjarins ekki síst á Norður- og Suðurströndinni. Við hvetjum því ökumenn til að fara extra varlega í kringum spásserandi gæsirnar sem skella sér óhræddar út á malbikið til að sækja sér vatn og rölta fram og til baka þrátt fyrir bílumferðina. 🪿
Verkfall hefur mikil  áhrif á starfsemi Leikskóla Seltjarnarness
28.10.2024

Verkfall hefur mikil áhrif á starfsemi Leikskóla Seltjarnarness

Boðað verkfall félagsmanna í KÍ í Leikskóla Seltjarnarness hefst þriðjudaginn 29. október ef samningar nást ekki fyrir þann tíma. Komi til verkfalls mun það hafa mjög mikil áhrif á starfsemi Leikskóla Seltjarnarness, þar sem mikill fjöldi starfsfólks er í félaginu. Aðeins verður unnt að halda úti starfsemi að hluta til á einni deild, komi til verkfalls. Foreldrar/forsjáraðilar eru hvattir til að fylgjast með fréttum í fjölmiðlum um hvort komi til verkfalls og á meðan það stendur, ef til kemur. Komi til verkfalls mun Seltjarnarnesbær ekki innheimta gjöld fyrir þá daga sem börn geta ekki notið þjónustu. Vonandi ná samningsaðilar samkomulagi þannig að ekki komi til skerðingar á þjónustu við Leikskóla Seltjarnarness.
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?