20.12.2024
Kristín kvödd
Kristín Hannesdóttir, forstöðukona félagsstarfs eldra fólks á Seltjarnarnesi, var kvödd að viðstöddu fjölmenni á jólagleði félagsstarfsins í vikunni og fékk á sama tíma 15 ára starfsaldursviðurkenningu.
16.12.2024
Sorphirðudagatal fyrir desember 2024
Hér má sjá nýtt sorphirðudagatal fyrir desember en tíðni losunar hjá Terra hefur verið aukin.
12.12.2024
Nýr forstöðumaður félagsstarfs eldra fólks
Guðrún Björg Karlsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður félagsstarfs eldri bæjarbúa á Seltjarnarnesi og tekur við af Kristínu Hannesdóttur sem lætur af störfum um áramót.
11.12.2024
Fyrri hluta á útskiptum götuljósa lokið hratt og örugglega
Sýnileg áhrif lýsingar og velheppnuð vinna við útskipti á gömlu götuljósunum á Seltjarnarnesi fyrir nýja lampa með led-lýsingu. Áhrifarík drónamyndbönd í fréttinni sýna fyrir og eftir lýsingu.
06.12.2024
Neyðarlokun austan Skerjabrautar vegna bilunar í veitukerfi
Vegna skyndilegar bilunar í heitavatnslögn í Tjarnarbóli er lokað fyrir heitt vatn hjá íbúum eftirfarandi gatna: Tjarnarból, Tjarnarstígur, Lambastaðabraut, Skerjabraut og Nesvegur. Unnið er að viðgerð og tilkynnt verður þegar heitt vatn kemst aftur á.
06.12.2024
Bæjarstjórnarfundur 11. desember 2024 dagskrá
Boðað hefur verið til 997. bæjarstjórnarfundar kl. 17:00 miðvikudaginn 11. desember 2024 í bæjarstjórnarsalnum að Austurströnd 2.
05.12.2024
Salt og sandur fyrir íbúa að sækja sér
Í hálkunni er gott að muna eftir gulu saltkistunum með skóflum ofan í sem eru víðsvegar á Seltjarnarnesi. Íbúum er frjálst að sækja sér salt til að dreifa í sínu nærumhverfi eða þar sem að viðkomandi þarf á að halda. Við Þjónustumiðstöðina er einnig hægt að ná sér í sand.
05.12.2024
Bókasafnið er lokað föstudaginn 6. desember
Vegna starfsmannafundar verður bókasafnið lokað 6. desember og bent á skilakassa við Hagkaup. Opið að vanda laugardaginn 7. desember frá kl. 11-14.
02.12.2024
Samstarfssamningur vegna barna í viðkvæmri stöðu á Seltjarnarnesi
Seltjarnarnesbær, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu og heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins ætla að vinna saman til að stuðla að farsæld fyrir börn í viðkvæmri stöðu á Seltjarnarnesi og draga úr líkum á ítrekuðu ofbeldi.
29.11.2024
Öllum verkföllum KÍ aflýst
Leikskóli Seltjarnarness opnar aftur á mánudaginn en samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ hafa samþykkt innanhústillögu ríkissáttasemjara um ramma fyrir kjarasamninga.