20.01.2025
Frítt í sund fyrir börn og unglinga að 18 ára aldri
Bæjarstjórn samþykkti í lok árs 2024 fella í fyrsta sinn niður gjaldtöku í Sundlaug Seltjarnarness fyrir aldurshópinn 0-18 ára.
17.01.2025
Bæjarstjórnarfundur 22. janúar 2025 dagskrá
Boðað hefur verið til 998. bæjarstjórnarfundar kl. 17:00 miðvikudaginn 22. janúar 2025 í bæjarstjórnarsalnum að Austurströnd 2.
15.01.2025
Mánaðarleg innheimta Hitaveitu Seltjarnarness
Frá og með janúar 2025 verða reikningar hitaveitunnar innheimtir mánaðarlega í stað þess að innheimta reikninga hitaveitunnar á 2ja mánaða fresti.
14.01.2025
Meira um sorphirðu í byrjun árs
Terra vinnur hörðum höndum að því að vinna upp seinkun á losun sorps vegna veðurs og veikinda. Á morgun miðvikudag lýkur losun á matvælum og blönduðum úrgangi og á fimmtudag hefst losun á plasti og pappa, tveir bílar verða á ferðinni og byrja á Ströndunum, Mýrinni og Eiðistorgi. Terra stefnir að því að ljúka losun á pappír og plasti á föstudaginn á öllu Nesinu.
14.01.2025
Leiðbeiningar til íbúa á höfuðborgarsvæðinu vegna fuglaflensufaraldurs
Dýraþjónusta Reykjavíkur tekur á móti tilkynningum í síma 822 7820 og dyr@reykjavik.is um dauða fugla á öllu höfuðborgarsvæðinu og er með meindýraeyða á sínum snærum til að takast á við þessi verkefni. Íbúar á Seltjarnarnesi sem rekast á dauða fugla eru beðnir um að tilkynna það strax og meðhöndla alls ekki dauða eða veika fugla.
13.01.2025
Lokun á heitu vatni 13. janúar á Hæðarbraut og Melabraut
Íbúar á Hæðarbraut og Melabraut athugið! Vegna bilunar í dag mánudaginn 13. janúar þurfti að loka fyrir heita vatnið, unnið er að viðgerð og verður heita vatninu hleypt á eins fljótt og auðið er. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda. Hitaveita Seltjarnarness.
12.01.2025
Félags- og tómstundastarf eldri bæjarbúa
Nú er félagsstarf eldri bæjarbúa fyrir vorönn 2025 komið á fullt bæði með föstum liðum, námskeiðum og skemmtilegum viðburðum. Heildardagskráin er víða aðgengileg m.a. á Skólabrautinni og hér á heimasíðunni. Endilega að taka þátt í þessu fjölbreytta félagsstarfi.
08.01.2025
Seinkun á sorphirðu
Blandað og lífrænt áætlað föstudag 10. janúar.
Plast og pappír næsta mánudag 13. janúar.
07.01.2025
Tilnefningar óskast um íþróttamann Seltjarnarness 2024
ÍTS óskar eftir ábendingum frá íbúum á Seltjarnarnesi fyrir 13. janúar 2025 um íþróttamann sem sýnt hefur framúrskarandi árangur í íþróttagrein sem fellur undir starfsemi Íþrótta- og ólympíusambands Íslands.
04.01.2025
Gönguskíðaspor á golfvellinum
Búið er að leggja gönguskíðaspor á golfvellinum og því tilvalið að nýta sér brautina á meðan að úti er snjór og fallegt veður.
01.01.2025
Gámur fyrir notaða flugelda á Eiðistorgi
Bæjarbúum býðst að henda umbúðum af notuðum flugeldum í sérstakan gám sem komið hefur verið upp á Eiðistorgi en alls óheimilt er að henda slíku rusli í hefðbundnar pappatunnur eða gáma. Sorpa tekur einnig á móti notuðum flugeldaumbúðum. Hjálpumst að við að snyrta bæinn okkar hið fyrsta svo ruslið verði ekki fjúkandi um fram á vor. Gleðilegt nýtt ár 2025 🙂