Fara í efni

Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
22.07.2004

Geimálfinum dreift í Mýrarhúsaskóla

Félagar úr slysavarnardeild kvenna á Seltjarnarnesi afhentu nemendum í 5. og 6. bekk lífsleikninámsefnið "Geimálfurinn" að gjöf fimmtudaginn 19. feb. sl. Regína Höskuldsdóttir, skólastjóri veitti gjöfinni viðtöku í sal skólans að viðstöddum nemendum.

22.07.2004

Menntamálaráðuneyti staðfestir stjórnvald bæjarstjórnar Seltjarnarness í málefnum grunnskóla.

Menntamálaráðuneytið sendi 16. febrúar sl. frá sér bréf um valdsvið foreldraráðs grunnskóla. Bréfið er svar við ósk foreldraráðs Mýrarhúsaskóla um úrskurð ráðuneytisins um umsagnarrétt ráðsins í tengslum við sameiningu yfirstjórnar grunnskóla Seltjarnarnesbæjar er samþykkt var í bæjarstjórn í október sl. Í svarinu felst að ráðuneytið telur að bæjarstjórn hafi ekki brotið á rétti foreldraráðs, enda sé hlutverk slíkra ráða að vera vettvangur til að koma sjónarmiðum foreldra varðandi innihald og áherslur í starfi skólans og skipulagi skólahalds á framfæri við stjórn skólans. Ráðuneytið segir mikilvægt að gera greinarmun annars vegar á hlutverki og umsagnarrétti foreldraráða um innra starf viðkomandi skóla og hins vegar hlutverki bæjar- og sveitarstjórna sem marka heildarstefnu fyrir rekstur sveitarfélaga og hvernig skipulagi hinna lögbundnu verkefna þeirra skuli háttað. Í bréfinu áréttar ráðuneytið að gildandi grunnskólalög gera ráð fyrir mikilvægu hlutverki foreldraráða við framkvæmd skólahalds en einnig sé óhjákvæmilegt að taka mið af því að ábyrgð á rekstri og framkvæmd grunnskólans liggi hjá bæjar- eða sveitarstjórnum samkvæmt grunnskólalögum.

22.07.2004

Vinna við Nesstofu komin af stað

Skipulagsvinna vegna framkvæmda við lagfæringu Nesstofu er hafin. Frá undirritun samningsins við Þjóðminjasafnið hefur vinnan gengið samkvæmt áætlun og er gert ráð fyrir að hægt verði að hefjast handa snemma í vor.

22.07.2004

Kynningarrit um fjármál og rekstur bæjarins

Út er komin samantekt á forsendum og útfærslu fjárhagsáætlunar Seltjarnarnesbæjar fyrir yfirstandandi ár. Bæklingnum er dreift inn á hvert heimili á Nesinu en markmið með útgáfunni er að upplýsa íbúa um ráðstöfun fjármuna bæjarins á sem skýrastan hátt.

22.07.2004

Ungmennaráð Seltjarnarness fundar með bæjarstjóra

Bæjarstjórinn bauð ungmennaráði Seltjarnarness á fund á dögunum. Á fundinum kynnti bæjarstjóri starfsemi Seltjarnarnesbæjar fyrir meðlimum ráðsins, fór yfir skipulag funda bæjarstjórnar og fleira, ásamt því að svara fyrirspurnum frá fulltrúum ungmennaráðsins.

22.07.2004

Dómsmálaráðherra, Björn Bjarnason heimsækir Gaujabúð

Mánudaginn 9. febrúar s.l. kom Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, ásamt fríðu föruneyti, í heimsókn til Slysavarnardeildar kvenna og Björgunarsveitarinnar Ársæls á Seltjarnarnesi. Tilefni heimsóknarinnar var að nýlega var málaflokkurinn "Leit og björgun" færður frá samgönguráðuneytinu yfir til dómsmálaráðuneytisins og því vildi ráðherrann kynna sér starfsemi björgunarsveita á Íslandi.

22.07.2004

Sagan í grjóti og gripum opnar í dag

Í dag kl. 15:00 opnar Hörður Páll Stefánsson sýningu í boði Seltjarnarnesbæjar. Sýningin er í bókasafninu á Eiðistorgi og á henni sýnir Hörður fornmuni og aðra gripi úr safni sínu.

22.07.2004

Þorrablót Seltirninga

Húsfyllir var á veglegu þorrablóti Seltirninga sem haldið var í íþróttahúsi Seltjarnarness 31. janúar sl. Hátíðin tókst með miklum ágætum. Maturinn kom frá þorrakónginum Jóa í Múlakaffi og hljómsveitin "Í svörtum fötum" lék fyrir dansi.

22.07.2004

Þingmenn Sjálfstæðisflokks í heimsókn á Seltjarnarnesi

Í lok janúar var kjördæmavika hjá þingmönnum Sjálfstæðisflokks í Suðvesturkjördæmi og heimsóttu þeir meðal annars bæjarfélög kjördæmisins af því tilefni.

22.07.2004

Álagningu fasteignagjalda fyrir árið 2004 er nú lokið

Álagningarseðlum verður dreift á næstu dögum, ásamt gíróseðlum fyrir fyrsta gjalddaga.

22.07.2004

Undirbúningur að eflingu Tónlistarskólans hafinn

Í lok síðasta árs samþykkti skipulags- og mannvirkjanefnd umsókn frá bæjarstjóra fyrir hönd bæjarsjóðs um breytingu á innra fyrirkomulagi Tónlistarskóla Seltjarnarness. Í kjölfarið hófst hönnun og útfærsla á verkinu en samkvæmt áætlun á breytingum að vera lokið fyrir upphaf skólaársins 2004-2005.

22.07.2004

Viðræður hafnar um byggingu hjúkrunarheimilis

Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar hefur í kjölfar bréfs frá Íslenskum aðalverktökum (ÍAV) falið Jónmundi Guðmarssyni bæjarstjóra að vinna nánar að áformum um byggingu hjúkrunarheimilis á svonefndri Lýsislóð* við Eiðsgranda. Skömmu fyrir jól ritaði Jónmundur bréf til borgarráðs Reykjavíkur með ósk um samstarf í málinu.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?