Fara í efni

Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
14.07.2004

Dagvist fyrir aldraða á Seltjarnarnesi í sumar

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið hefur veitt Seltjarnarnesbæ rekstarleyfi fyrir fimm dagvistarrýmum frá 1. júlí n.k. Bæjarstjóri sótti um leyfin fyrir hönd bæjarins í desember sl. í framhaldi af skýrslu starfshóps um málefni aldraðra á Seltjarnarnesi er lögð var fyrir bæjarstjórn á haustdögum.

14.07.2004

Óbreyttar álögur opinberra gjalda til 2007

Langtímafjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar 2005 til 2007 var samþykkt á fundi bæjarstjórnar sl. miðvikudag. Áætlunin undirstrikar áframhaldandi skilvirkni í rekstri, markvissa niðurgreiðslu langtímalána og metnaðarfulla þjónustu við íbúa á hagkvæmum skattkjörum. Hvorki er gert ráð fyrir hækkun á álagningarstuðli opinberra gjalda á tímabilinu né töku nýrra langtímalána. Þvert á móti er stefnt að því að Seltjarnarnes verði áfram í fararbroddi sveitarfélaga hvað snertir lágar álögur á íbúa en samkeppnisfæra þjónustu við bæjarbúa og sterka fjárhagsstöðu. Peningaleg staða Seltjarnarnesbæjar hefur stöðugt styrkst frá árinu 2001 og lækkaði nettóskuld samstæðunnar pr. íbúa t.d. úr 102 þús.kr. í árslok 2001 í 94 þús.kr í árslok 2002.

13.07.2004

Nýtt Seltjarnarnes?

Seltjörn opnaði í lok apríl og veiddust 98 urriðar fyrsta daginn sem einkenndist af miklum vindi en góðu sólskini. Var stærsti urriðinn sem veiddist um 56 cm langur eða um 4 pund. Þetta var mjög góð byrjun á veiðisumrinu og staðarhaldarar því ánægðir og bjartsýnir á framhaldið en nýlega var sleppt um 3.000 urriðum í vatnið til viðbótar við þá sem sleppt var í fyrra og eru að mestu leyti ennþá í vatninu. Áætlað er að sleppa að minnsta kosti 3.000 urriðum til viðbótar í sumar.

13.07.2004

Neshlaup Trimmklúbbs Seltjarnarness á laugardaginn 8. maí

Laugardaginn 8. maí næstkomandi stendur Trimmklúbbur Seltjarnarness (TKS) fyrir Neshlaupinu sem verið hefur árviss viðburður á Seltjarnarnesi um árabil og nýtur mikilla vinsælda meðal götuhlaupara og skemmtiskokkara. Rúmlega 30 félagar í trimmklúbbnum sjá um framkvæmd hlaupsins en að auki er sjúkraþjónusta á bakvakt og lögregla fylgir hlaupurunum í upphafi. Tímataka er í höndum starfsmanns Frjálsíþróttasambands Íslands.

13.07.2004

Fjármál og skipulagsmál Seltjarnarness á Útvarpi Sögu

Seltjarnarness í viðskiptaþætti Útvarps Sögu. Í viðtali við Jónmund Guðmarsson bæjarstjóra var farið yfir skipulagsmál og niðurstöður ársreikninga ásamt fleiru fróðlegu. Sækja má þennan hluta þáttarins hér á .wma (8 mb) eða .mp3 (5,5 mb) sniði.

13.07.2004

Starfsfólk leikskólanna í Madrid

Stjórnendur og starfsmenn leikskóla Seltjarnarness héldu í náms- og kynnisferð til Madrid, höfuðborgar Spánar, á sumardaginn fyrsta. Tilgangur ferðarinnar var m.a. að kynnast leikskólastarfi á Spáni og safna hugmyndum sem nýst geta í starfinu hér heima. Seltjarnarnesbær styrkti þátttakendur til fararinnar með líkum hætti og grunnskólakennara bæjarins er fóru í náms- og kynnisferðir á síðasta ári.

13.07.2004

Hugmynd að deiliskipulagi kynnt á fjölmennum fundi

Íbúum Seltjarnarness voru í gærkvöldi kynntar hugmyndir að deiliskipulagi fyrir Hrólfsskálamel og Suðurströnd. Hornsteinar arkitektar ehf., Schmidt, Hammer & Lassen og VSÓ Ráðgjöf unnu hugmyndirnar sem miða að því að hafa blandaða byggð auk knattspyrnuvallar á Hrólfsskálamel en eingöngu íbúðabyggð á Suðurströnd. Tilgangurinn með fundinum var að kynna þessar hugmyndir til að skapa umræðu sem verður innlegg í deiliskipulagið sem unnið verður í framhaldi af fundinum. Fundurinn var vel sóttur en vel á fjórða hundrað manns mættu. Fundargestir fengu tækifæri til að koma athugasemdum eða hugmyndum á framfæri en geta auk þess heimsótt arkitekta og hönnuði til að fá ítarlegri upplýsingar eða til að kynna sín sjómarmið.

13.07.2004

Ársreikningar samþykktir. Stöðugleiki og batnandi afkoma einkennir rekstur bæjarins

Ársreikningur bæjarsjóðs fyrir árið 2003 var samþykktur í bæjarstjórn Seltjarnarness í gær. Niðurstöðutölur bera með sér að stöðugleiki ríkir í rekstri bæjarins og afkoma fer batnandi. Rekstrarniðurstaða bæjarsjóðs er í ágætu samræmi við fjárhagsáætlun, skuldir og skuldbindingar lækka og veltufjárhlutfall styrkist verulega.

13.07.2004

Mötuneyti og skólaþing í haust

Nýverið bauð bæjarstjóri Seltjarnarness foreldraráði Mýrarhúsaskóla til fundar um málefni skólans. Fundurinn var mjög gagnlegur og komu þar ýmsar upplýsingar fram sem varða bæði nemendur og forráðamenn þeirra miklu.

13.07.2004

Þrjár stúlkur úr Valhúsaskóla söfnuðu fyrir BUGL.

Þær Telma Björk Wilson, Hildur Björg Gunnarsdóttir og Kristín Gunnarsdóttir sem eru nemendur í Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi afhentu í vikunni Barna- og unglingageðdeild Landspítalans veglega peningagjöf sem ætluð er til að auðga tómstundastarf innan stofnunarinnar.

13.07.2004

Áætlun um endurbyggingu sundlaugar í tengslum við deiliskipulag

Í langtímaáætlun bæjarstjórnar Seltjarnarness er gert ráð fyrir að hafist verði handa við endurbyggingu sundlaugar á tímabilinu sem nær til 2007. Lykilforsenda framkvæmdanna er að deiliskipulag við Hrólfsskálamel og Suðurströnd gangi eins og áætlað er.

13.07.2004

Vel heppnaður Gróttudagur

Á fjórða hundrað manns lögðu leið sína í Gróttu á laugardaginn í tilefni hins árlega fjölskyldudags í Gróttu. Í þetta sinn var umsjón dagsins í höndum kennara í Tónlistarskóla Seltjarnarness og bar dagskráin nokkurn keim af því.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?