Fara í efni

Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
22.07.2004

Kynningarrit um fjármál og rekstur bæjarins

Út er komin samantekt á forsendum og útfærslu fjárhagsáætlunar Seltjarnarnesbæjar fyrir yfirstandandi ár. Bæklingnum er dreift inn á hvert heimili á Nesinu en markmið með útgáfunni er að upplýsa íbúa um ráðstöfun fjármuna bæjarins á sem skýrastan hátt.

22.07.2004

Ungmennaráð Seltjarnarness fundar með bæjarstjóra

Bæjarstjórinn bauð ungmennaráði Seltjarnarness á fund á dögunum. Á fundinum kynnti bæjarstjóri starfsemi Seltjarnarnesbæjar fyrir meðlimum ráðsins, fór yfir skipulag funda bæjarstjórnar og fleira, ásamt því að svara fyrirspurnum frá fulltrúum ungmennaráðsins.

22.07.2004

Dómsmálaráðherra, Björn Bjarnason heimsækir Gaujabúð

Mánudaginn 9. febrúar s.l. kom Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, ásamt fríðu föruneyti, í heimsókn til Slysavarnardeildar kvenna og Björgunarsveitarinnar Ársæls á Seltjarnarnesi. Tilefni heimsóknarinnar var að nýlega var málaflokkurinn "Leit og björgun" færður frá samgönguráðuneytinu yfir til dómsmálaráðuneytisins og því vildi ráðherrann kynna sér starfsemi björgunarsveita á Íslandi.

22.07.2004

Sagan í grjóti og gripum opnar í dag

Í dag kl. 15:00 opnar Hörður Páll Stefánsson sýningu í boði Seltjarnarnesbæjar. Sýningin er í bókasafninu á Eiðistorgi og á henni sýnir Hörður fornmuni og aðra gripi úr safni sínu.

22.07.2004

Þorrablót Seltirninga

Húsfyllir var á veglegu þorrablóti Seltirninga sem haldið var í íþróttahúsi Seltjarnarness 31. janúar sl. Hátíðin tókst með miklum ágætum. Maturinn kom frá þorrakónginum Jóa í Múlakaffi og hljómsveitin "Í svörtum fötum" lék fyrir dansi.

22.07.2004

Þingmenn Sjálfstæðisflokks í heimsókn á Seltjarnarnesi

Í lok janúar var kjördæmavika hjá þingmönnum Sjálfstæðisflokks í Suðvesturkjördæmi og heimsóttu þeir meðal annars bæjarfélög kjördæmisins af því tilefni.

22.07.2004

Álagningu fasteignagjalda fyrir árið 2004 er nú lokið

Álagningarseðlum verður dreift á næstu dögum, ásamt gíróseðlum fyrir fyrsta gjalddaga.

16.07.2004

Könnun á stöðu jafnréttismála.

Bæjarstjórn hefur falið jafnréttisnefnd Seltjarnarness að kanna hvernig jafnréttisfræðslu er háttað í skólum bæjarins. Nefndinni er einnig falið að kanna hvernig staðið er að jafnréttismálum á vinnustöðum Seltjarnarnesbæjar ásamt því að afla tölfræðilegra kyngreindra upplýsinga um stöðu karla og kvenna í stjórnsýslu bæjarins. Núverandi jafnréttisáætlun var samþykkt fyrir tæplega fjórum árum og er stefnt að því að könnun sem þessi fari framvegis fram á fjögurra ára fresti.

16.07.2004

Ljósleiðari í hvert hús á Nesinu

Að frumkvæði meirihlutans hefur bæjarstjórn samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að kanna möguleik á uppsetningu ljósleiðara á Seltjarnarnesi og forsendur fyrir upplýsingaveitu með tengingu við öll heimili og fyrirtæki í bænum.

16.07.2004

Gæsluvöllur verður opinn í júlí.

Sumarið 2004 verður gæsluvöllur starfræktur á Seltjarnarnesi á tímabilinu frá 28. júní – 6. ágúst. Völlurinn verður opinn á lóð Sólbrekku fyrri hluta tímabilsins og á lóð Mánabrekku síðari hlutann.
Nánari upplýsingar verða birtar síðar.

16.07.2004

Góður árangur nemenda í Valhúsaskóla í stærðfræðikeppni grunnskóla.

Stærðfræðikeppni fyrir grunnskólanemendur fór fram 18. febrúar sl. og var haldin í samstarfi við Flensborgarskólann í Hafnarfirði. Stærðfræðikeppnin var haldin fyrir 8., 9. og 10. bekk. Pétur Orri Ragnarsson í 10. bekk Valhúsaskóla varð sigurvegari 10. bekkinga og Árni Freyr Gunnarsson í 8. bekk Valhúsaskóla varð annar í sínum árgangi. Alls voru 7 nemendur úr Valhúsaskóla meðal 10 efstu nemenda í hverjum árgangi en alls tóku 181 nemendi úr 5 skólum á höfuðborgarsvæðinu þátt í keppninni.

16.07.2004

Berglind Pétursdóttir dæmir á ÓL 2006

Tækninefnd kvenna í áhaldafimleikum hjá Alþjóða fimleikasambandinu (FIG) hefur boðið Berglindi Pétursdóttur, kennara við fimleikadeild Gróttu, að dæma á Ólympíuleikunum í Grikklandi en þetta er í fyrsta skiptið sem íslenskur dómari í fimleikum fær boð frá FIG um að dæma á Ólympíuleikum.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?